Auglýsing um grenndarkynningar vegna hitaveitupípu á Blönduósi
Bæjarstjórn Blönduósbæjar samþykkti á fundi sínum 8.maí 2012 að grenndarkynna vegna framkvæmda við hitaveitupípu innan þéttbýlisins á Blönduósi í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Hitaveitupípan er niðurgrafinn og liggur samhliða núverandi lögn frá Reykjum að Blönduósbrú og þaðan meðfram götum og um raskað land. Hluti lagnarinnar er innan deiliskipulags íbúðabyggðar við Skúlabraut, Smárabraut og Sunnubraut og verður samhliða grenndarkynnt breyting á því deiliskipulagi.
Grenndarkynningargögn, uppdrættir með greinargerð, verða til sýnis hjá byggingarfulltrúanum á bæjarskrifstofu Blönduósbæjar, Hnjúkabyggð 33 - 540 Blönduósi og á heimasíðunni www.blonduos.is frá 12. maí 2012 til 11. júní 2012. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við grenndarkynningarnar á skrifstofu Blönduósbæjar fyrir 11.júní 2012 og skulu þær vera skriflegar