Starfsmannafundur á Reykjum, Keldnaholti og Hvanneyri desember 2005



Yüklə 38,5 Kb.
tarix21.01.2017
ölçüsü38,5 Kb.
#6091
Starfsmannafundur á Reykjum, Keldnaholti og Hvanneyri 5. desember 2005
Mættir frá yfirstjórn: Ágúst Sigurðsson, Áslaug Helgadóttir, Ólafur Arnalds, Þorvaldur T. Jónsson, Björn Gunnlaugsson mætti á Reykjum og Björn Þorsteinsson mætti á Hvanneyri, Valdís Steingrímsdóttir starfsmannastjóri var á öllum stöðum. Auk þess 18 starfsmenn á Reykjum, 24 starfsmenn á Keldnholti og 22 á Hvanneyri.

Fundarritarar : Guðrún Þórðardóttir, Sara Elíasdóttir og Ásdís Helga Bjarnadóttir




Rektor gerði grein fyrir aukafjárveitingu til skólans upp í skuldahalann á aukafjárlögum alls 160,5 milljónir. Af þessari upphæð fengust 40 milljónir í sameiningarkostnað. Þessi fjárveiting breytir fjárhagsstöðu stofnunarinnar til hins betra.

Þessa dagana fer fram þarfagreining á þeirri aðstöðu sem skólinn hefur og út frá því hvers hann þarfnast af húsnæði. Sigríður Sigþórsdóttir arkitekt hefur verið ráðin til verksins.

Ákveðið er að halda fund um innra starf skólans. Þessi háskólafundur yrði föstudaginn 17. mars n.k. á Selfossi. Í framhaldi af honum yrði árshátíð starfsmanna skólans. Hugmynd uppi að halda slíkan fund í öllum fjórðungum á næstu árum.

Deildarforseti auðlindadeildar sagði frá því að Fræðaþing landbúnaðarins yrði í Reykjavík 2. og 3. febrúar. Á fimmtudeginum yrði dagskrá í húsi Íslenskrar erfðagreiningar um framtíðarsýn í landbúnaði. Þangað koma erlendir fyrirlesarar sem ræða skipan mála í sínum löndum. Seinni dagurinn verður með erindum á Hótel Sögu. Möguleiki að koma að dagskrá með veggspjöldum o.fl.

Starfsmannastjóri þakkaði fyrir góða þátttöku í símenntunarkönnun. Niðurstöðurnar verða í framhaldinu notaðar til að gera áætlun um símenntun starfsmanna.

Könnun um hug starfsmanna til starf síns, stofnunarinnar, vinnuumhverfis og breytinganna sem orðið hafa verður send út fljótlega. Niðurstöður úr henni verða notaðar sem hjálpartæki við mótun starfsmannastefnu. Verkefnastjórnunarnámskeiði sem fyrirhugað er fyrir starfsmenn er í biðstöðu. Í janúar verður Guðmundur Oddur, prófessor við Listaháskóla Íslands með fyrirlestur um letur, samspil texta og mynda. Þessi fyrirlestur nýtist öllum sem koma að framsetningu efnis. Tveir fyrirlestrar verða í boði. Einn á Keldnaholtinu og einn á Hvanneyri.

Minnti einnig á að þeir sem eru með gsm-síma gætu valið 3 gjaldfrjáls númer. Þarf að hafa samband við Guðjón til að koma því á.
Umræður á Reykjum:


  • Júlí sagði frá því að stjórn starfsmannafélags LBHÍ fundaði um daginn og ræddi hugmyndir að starfsemi. Þeim líst vel á að koma að dansleik að kvöldi 17. mars. En nær í tíma er að þau stefna að því að hafa jólaglögg í desember til að ljúka þessu fyrsta ári í starfi skólans.

  • Spurt var um hvar útskriftin yrði í vor. Það er ekki alveg komið á hreint en helst er verið að skoða Borgarleikhúsið.

  • Kvartað var yfir hversu seint fundargerðir yfirstjórnar koma á netið. Ágúst sagði að það væri alfarið sér að kenna og lofaði bót og betrun.

  • Spurt var út í fundi háskólaráðs. Ágúst svaraði því til að ekki væri um neina reglulega fundi að ræða heldur hittist háskólaráð þegar þörf krefur. Síðast fór ráðið á fund ráðherra vegna fjárhagsmála. Ráðið mun svo hittast í desember á fundi.

  • Spurt var út í hvernig skólinn tengist nýstofnaðri Matvælastofnun. Áslaug svaraði því til að Matvælastofnun yrði búin til úr Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Matra og matvælarannsóknum Umhverfisstofnunar. Skólinn hefur rekið Matra ásamt Iðntæknistofnun svo starfsmenn þar verða nú starfsmenn nýrrar stofnunar. Skólinn getur síðan keypt einstök verk af Matvælastofnun.

  • Rætt var um afstöðu Sambands garðyrkjubænda til styrkveitinga. Stjórn Sambands garðyrkjubænda hefur hafnað öllum styrkumsóknum vegna verkefna sem þegar er búið að vinna. Yfirstjórn skólans þarf að hitta stjórn Sambands garðyrkjubænda, heyra hennar afstöðu og fá skýringar.

  • Rætt um nýafstaðin Litlu jól á Reykjum sem fóru mjög vel fram. Einnig var talað um jólagleði á Keldnaholti en undirbúningur fyrir hana stendur nú sem hæst.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 9:30
Umræður á Keldnaholtinu:

  • Spurning hvort gengið verði frá þarfagreiningu hér á Holtinu áður Veiðimálastofnun flytur hingað. Áætlað er að Veiðimálastofnun komi inn fyrir 1. júní.

  • Hvað verður Aðfangaeftirlitið lengi hér, ekkert er vitað um það enn og það þarf helst að vera farið áður en Veiðimálastofnun flytur inn.

  • Fjármálin. Einhver halli er á stofnuninni og helsti þröskuldurinn eru sértekjurnar sem eru miklu minni en gert hefur verið ráð fyrir. En það getur breyst í desember. Leigutekjur af húsnæði gera líka mikið og gott að fá inn tekjur þar. Viðhald á Keldnaholtshúsinu verður eitthvað í bið og þá aðallega á útveggjum.

  • Útgáfumál. Rætt um stærð og form á Fjölritum LBHÍ og hvaða stærðir séu bestar, spurt var hvort öll rit verði að vera í sama broti. Skiptar skoðanir voru á þessu máli og verður skoðað nánar.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 11:50


Umræður á Hvanneyri:

  • Á næstu dögum mun sérfræðingur koma varðandi loftræstikerfi og taka það út í Ásgarði – en steikingarbræla hefur legið úr mötuneytinu og um allt kennsluhúsnæðið og farið mjög illa í fólk.

  • Viðhaldsvinna sem nú er í gangi í Gamla skólanum var ekki almennilega kynnt fyrir starfsmönnum, né hversu lengi hún stæði yfir. Mikil málingar- og límlykt hefur legið um efri hæðirnar og valdið óþægindum. Þessari vinnu mun ljúka nú í lok vikunnar.

  • Hvatt til að yfirstjórn leggi meiri áherslu á markvissar hagrænar nautgriparæktarrannsóknir og útbúi starfshóp um það.

  • Undirritaðir hafa verið samningar við SAMIÐN og í vinnslu er samningur við FÍN. Gert er ráð fyrir tveimur fundum á næstunni og að hægt verði að undirrita þá um miðjan desembermánuð.

  • Fram kom að útskrift skólans verður 2. júní 2006 og að öllum líkindum í Borgarleikhúsinu – verðið er að ganga frá þeim málum.

  • Óskað eftir því að námskeið/fyrirlestur um letur, samspil texta og mynda, verði einnig opið þeim nemendum sem vilja.

  • Starfsmenn hvattir til að mæta á málstofu kl. 15:00. Hákonar Sigurgrímssonar um fjalla um núverandi skilgreiningu á „Landbúnaði“.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 15.00



um leið og búið var að bjóða starfsfólki uppá jólaglögg og smákökur.
Yüklə 38,5 Kb.

Dostları ilə paylaş:




Verilənlər bazası müəlliflik hüququ ilə müdafiə olunur ©azkurs.org 2024
rəhbərliyinə müraciət

gir | qeydiyyatdan keç
    Ana səhifə


yükləyin