Skipulagt íþróttastarf, áfengisneysla og reykingar
meðal unglinga
Mikilvægi nærsamfélagsins og félagslegra tengsla
Sólrún Sigvaldadóttir
Október 2015
Skipulagt íþróttastarf, áfengisneysla og reykingar meðal unglinga
Mikilvægi nærsamfélagsins og félagslegra tengsla
Sólrún Sigvaldadóttir
Lokaverkefni til MA-‐gráðu í félagsfræði
Leiðbeinandi: Þórólfur Þórlindsson
Félags-‐ og mannvísindadeild
Félagsvísindasvið Háskóla Íslands
Október 2015
Ritgerð þessi er lokaverkefni til MA-‐gráðu í félagsfræði og er óheimilt að afrita
ritgerðina á nokkurn hátt nema með leyfi rétthafa.
© Sólrún Sigvaldadóttir 2015
Reykjavík, Ísland 2015
4
Útdráttur
Rannsóknir og greining hafa í áratugi safnað gögnum og stundað rannsóknir á högum
og líðan barna og unglinga í grunnskólum og framhaldsskólum undir nafninu Ungt
fólk. Í þessari rannsókn er aðallega unnið með könnun sem lögð var fyrir unglinga í 8.
til 10. bekk vorið 2012 en einnig er notast við könnun sem lögð var fyrir
framhaldsskólanemendur haustið 2013. Markmið rannsóknarinnar er tvíþætt, að
greina ítarlega frá félagslegum áhrifum á áfengisneyslu og reykingar meðal unglinga,
þar sem rannsökuð verða áhrif skipulagðrar íþróttaiðkunar og áfengisneyslu og
reykinga vina og samspil þessara þátta hvað varðar áfengisneyslu og reykingar
unglinga. Einnig eru þessi áhrif rannsökuð á skólahverfastigi til að einblína á þessi
félagslegu áhrif sem verða í umhverfi unglinga. Niðurstöður voru fengnar með
ítarlegri greiningu gagna og við framsetningu niðurstaðna eru notaðar tíðnitöflur,
krosstöflur, myndrit, aðhvarfsgreining og reiknuð forspárlíkindi. Helstu niðurstöður
rannsóknarinnar eru þær að íþróttaiðkun með íþróttafélagi hefur dregur marktækt
úr áfengisneyslu og reykingum hjá unglingum. Þetta samband kom í ljós bæði á
einstaklingsstigi sem og á skólahverfastigi. Einnig kom í ljós að marktæk samvirkni
var á milli íþróttaiðkunar með íþróttafélagi og áfengisneyslu og reykinga vina þegar
kom að áfengisneyslu og reykingum unglinga. Að lokum var einn árgangur skoðaður
á tveimur tímapunktum, við lok 10. bekkjar og eftir fyrsta ár í framhaldsskóla. Í ljós
kom að á þessum tíma sem leið á milli hætti stór hluti að stunda íþróttir með
íþróttafélagi og áfengisneysla og reykingar jukust jafnframt verulega.
5
Formáli
Það er lærdómsríkt ferli að skrifa lokaritgerð eins og þessa sem hér fer, en þessi
rannsókn er 60 ECTS eininga lokaverkefni mitt í félagsfræði við Félags-‐ og
mannvísindadeild Háskóla Íslands. Við gerð rannsóknarinnar lærði ég virkilega mikið
og vil ég þakka leiðbeinanda mínum, Þórólfi Þórlindssyni fyrir skemmtilegt og
lærdómsríkt samstarf, frábæra leiðsögn og hvatningu við gerð rannsóknarinnar. Ég
vil einnig þakka öðrum kennurum við deildina sem hafa reynst mér mjög vel í náminu
og markvisst aukið þekkingu mína og því gert mér kleift að gera þessa rannsókn. Að
öðrum kennurum ólöstuðum vil ég sérstaklega þakka Stefáni Hrafni Jónssyni og Jóni
Gunnari Bernburg fyrir góða kennslu og þau tækifæri sem ég hef fengið í kennslu. Að
auki vil ég þakka Ingu Dóru Sigfúsdóttir, Hrefnu Pálsdóttir og öðru starfsfólki
Rannsóknar og greiningar fyrir að veita mér aðgang að gögnunum Ungt fólk ásamt
því að vera liðleg við að svara þeim spurningum sem ég hafði í sambandi við gögnin.
Að lokum vil ég þakka sambýlismanni mínum, Runólfi Trausta Þórhallssyni og
fjölskyldu minni og vinum fyrir alla aðstoð og stuðning við ritgerðarskrifin.
6
Efnisyfirlit
Útdráttur ............................................................................................................... 4
Formáli .................................................................................................................. 5
Efnisyfirlit .............................................................................................................. 6
Töfluskrá ................................................................................................................ 8
Myndaskrá ............................................................................................................. 9
Inngangur ............................................................................................................ 10
Helstu hugtök rannsóknarinnar ............................................................................ 16
Íþróttaiðkun ................................................................................................................ 16
Áfengisneysla .............................................................................................................. 18
Reykingar .................................................................................................................... 19
Kenningarleg nálgun ............................................................................................ 21
Þróun íþróttaiðkunar barna og unglinga á Íslandi ......................................................... 21
Hlutverk og gildi íþrótta ............................................................................................... 25
Skipulögð íþróttaiðkun innan íþróttafélaga .................................................................... 27
Félagslegt umhverfi og félagsleg tengsl unglinga .......................................................... 30
Virknikenningar ............................................................................................................... 30
Félagsleg formgerð ......................................................................................................... 31
Félagsauður .................................................................................................................... 32
Félagslegt taumhald ........................................................................................................ 35
Hverfaáhrif og áhrif jafningjahópsins ........................................................................... 37
Félagsnámskenningar ..................................................................................................... 37
Jafningjaáhrif .................................................................................................................. 38
Hverfaáhrif ...................................................................................................................... 40
Áhrif íþróttaiðkunar á áfengisneyslu og reykingar ........................................................ 41
Tilgátur rannsóknarinnar ..................................................................................... 45
Aðferð ................................................................................................................. 47
Gögn rannsóknar ......................................................................................................... 47
Framkvæmd rannsóknar .............................................................................................. 47
Ungt fólk spurningalistakannanir .................................................................................... 47
Þýðisrannsóknir .............................................................................................................. 49
Ungt fólk 2012 – Einstaklingsgögn ................................................................................ 50
Mælingar ........................................................................................................................ 50
Úrvinnsla gagna .............................................................................................................. 55
Ungt fólk 2012 -‐ Hverfagögn ........................................................................................ 56
Mælingar ........................................................................................................................ 56
Úrvinnsla gagna .............................................................................................................. 58
7
Ungt fólk 2013 – Samanburður .................................................................................... 59
Mælingar ........................................................................................................................ 59
Úrvinnsla gagna .............................................................................................................. 61
Niðurstöður ......................................................................................................... 62
Lýsandi niðurstöður ..................................................................................................... 62
Tvíkosta aðhvarfsgreining ............................................................................................ 66
Forspárlíkindi ............................................................................................................... 69
Áfengisneysla .................................................................................................................. 70
Reykingar ........................................................................................................................ 75
Samvirkniáhrif ............................................................................................................. 80
Hverfaáhrif .................................................................................................................. 87
Tengsl íþróttaiðkunar við áfengisneyslu og reykingar í skólahverfi ................................ 87
Þróun íþróttaiðkunar, áfengisneyslu og reykinga árgangs 1996 .................................... 92
Umræður ............................................................................................................. 99
Heimildaskrá ....................................................................................................... 103
8
Töfluskrá
Tafla 1. Tíðnitafla fyrir íþróttaiðkun, áfengisneyslu og reykingar unglinga í 8.-‐10.
bekk....................................................................................................................................
51
Tafla 2. Tíðnitafla fyrir áfengisneyslu og reykingar vina.................................................... 53
Tafla 3. Tíðnitafla fyrir hlutfall íþróttaiðkunar, áfengisneyslu og reykinga í
skólahverfi.........................................................................................................................
57
Tafla 4. Lýsandi niðurstöður fyrir allar breytur.................................................................. 61
Tafla 5. Krosstafla fyrir tengsl áfengisneyslu og reykinga við íþróttaiðkun með
íþróttafélagi........................................................................................................................
62
Tafla 6. Krosstafla fyrir tengsl íþróttaiðkunar með íþróttafélagi við það hversu margir af
vinum viðkomandi neyta áfengis eða reykja sígarettur.....................................................
64
Tafla 7. Niðurstöður tvíkosta aðhvarfsgreiningar fyrir áhrif íþróttaiðkunar, kyns,
bekkjar, áfengisneyslu og reykinga vina á tvær háðar breytur, áfengisneyslu og
reykingar unglingsins.........................................................................................................
66
Tafla 8. Niðurstöður aðhvarfsgreiningar fyrir samvirkniáhrif íþróttaiðkunar og
áfengisneyslu vina á áfengisneyslu unglinga......................................................................
80
Tafla 9. Niðurstöður aðhvarfsgreiningar fyrir samvirkniáhrif íþróttaiðkunar og reykinga
vina á reykingar unglinga...................................................................................................
83
Tafla 10. Pearsons’r fylgnifylki fyrir sambandið á milli hlutfalls íþróttaiðkunar, hlutfalls
áfengisneyslu og hlutfalls reykinga í skólahverfi................................................................
87
Tafla 11. Krosstafla fyrir tengsl íþróttaiðkunar í skólahverfi við áfengisneyslu og
reykingar í skólahverfi........................................................................................................
88
Tafla 12. Hlutfall þeirra sem hafa orðið drukkin um ævina eftir íþróttaiðkun
einstaklingsins og hlutfalls íþróttaiðkunar í því skólahverfi sem viðkomandi
tilheyrir...............................................................................................................................
90
Tafla 13. Hlutfall þeirra sem hafa reykt sígarettur um ævina eftir íþróttaiðkun
einstaklingsins og hlutfalls íþróttaiðkunar í því skólahverfi sem viðkomandi
tilheyrir...............................................................................................................................
90
9
Myndaskrá
Mynd 1 – Þróun íþróttaiðkunar frá árinu 1994 til ársins 2013.............................................. 22
Mynd 2 – Samanburður á íþróttaiðkun barna og unglinga á aldringum 6-‐18 ára árin 2009
og 2013..................................................................................................................................
23
Mynd 3. Formúla fyrir forspárlíkindi...................................................................................... 54
Mynd 4. Reiknuð forspárlíkindi fyrir líkurnar á því að unglingur hafi orðið drukkinn eftir
íþróttaiðkun og kyni...............................................................................................................
69
Mynd 5. Reiknuð forspárlíkindi fyrir líkurnar á því að unglingur hafi orðið drukkinn eftir
íþróttaiðkun og bekk..............................................................................................................
70
Mynd 6. Reiknuð forspárlíkindi fyrir líkurnar á því að unglingur hafi orðið drukkinn eftir
íþróttaiðkun og fjölda vina sem drekka áfengi......................................................................
71
Mynd 7. Reiknuð forspárlíkindi fyrir líkurnar á því að unglingar hafi orðið drukknir............ 73
Mynd 8. Reiknuð forspárlíkindi fyrir líkurnar á því að unglingar hafi reykt sígarettur eftir
kyni og íþróttaiðkun...............................................................................................................
74
Mynd 9. Reiknuð forspárlíkindi fyrir líkurnar á því að unglingar hafi reykt sígarettur eftir
bekk og íþróttaiðkun..............................................................................................................
75
Mynd 10. Reiknuð forspárlíkindi fyrir líkurnar á því að unglingar hafi reykt sígarettur eftir
íþróttaiðkun og reykingum vina.............................................................................................
77
Mynd 11. Reiknuð forspárlíkindi fyrir líkurnar á því að unglingar hafi reykt sígarettur........ 78
Mynd 12. Líkan fyrir samvirkni.............................................................................................. 79
Mynd 13. Aðhvarfslínur fyrir sambandið á milli áfengisneyslu vina og áfengisneyslu
unglinga eftir íþróttiðkun.......................................................................................................
82
Mynd 14. Aðhvarfslínur fyrir sambandið á milli reykinga vina og reykinga unglinga eftir
íþróttiðkun.............................................................................................................................
85
Mynd 15. Hlutfall íþróttaiðkunar árgangs 1996 í 10. bekk og eftir fyrsta ár í
framhaldsskóla.......................................................................................................................
92
Mynd 16. Hlutfall áfengisneyslu árgangs 1996 í 10. bekk og eftir fyrsta ár í
framhaldsskóla.......................................................................................................................
93
Mynd 17. Hlutfall reykinga árgangs 1996 í 10. bekk og eftir fyrsta ár í framhaldsskóla........ 94
Mynd 18. Hlutfall áfengisneyslu vina árgangs 1996 í 10. bekk og eftir fyrsta ár í
framhaldsskóla.......................................................................................................................
95
Mynd 19. Hlutfall reykinga vina árgangs 1996 í 10. bekk og eftir fyrsta ár í framhaldsskóla 96
10
Inngangur
Individual commitment to a group effort – that’s what makes a team
work, a company work, a society work, a civilization work.
-‐ Vincent Lombardi
Íþróttir og hreyfing eru orðin mikilvægur þáttur í daglegu lífi fólks. Hreyfing hefur
aukist mikið meðal fólks á öllum aldri og í líkamsræktarstöðvum má koma auga á
unglinga, eldri borgara og allt þar á milli. Þátttaka í íþróttastarfi hefur aukist svo
mikið á síðustu áratugum að fræðimenn eru farnir að tala um íþróttavæðingu
samfélagsins (Crum, 1991).
Íþróttir hafa hins vegar ekki alltaf verið hluti af daglegu lífi fólks og í gegnum tíðina
hafa þær ekki verið á allra færi. Á síðustu áratugum hefur hins vegar átt sér stað mikil
vitundarvakning í heiminum á heilsu og mikilvægi hreyfingar og þessi
vitundarvakning á ekki síst við hér á Íslandi (Viðar Halldórsson, 2014).
Kveikjan að upphafi íþróttaiðkunar eins og við þekkjum hana í dag má rekja til
þess að á síðari hluta 19. aldar spruttu fram ný viðhorf gagnvart íþróttum. Fram
komu hugmyndir um að íþróttir hefðu uppeldislegt gildi fyrir bæði einstaklingana og
samfélagið og að íþróttir mætti nota til að kenna ungu fólki æskileg samfélagsleg
gildi og stuðla að góðum persónueinkennum þeirra sem þær stunda (Elias og
Dunning, 1986).
Heilsa, heilsuefling, íþróttir, líkamsrækt og matarræði eru allt mjög miðlæg hugtök
í íslensku samfélagi í dag. Sífellt koma fram fleiri rannsóknir sem sýna fram á
mikilvægi hreyfingar fyrir bæði líkamlega og andlega heilsu (Pate, Trost, Levin og
Dowda, 2000; Rúnar Vilhjálmsson og Þórólfur Þórlindsson, 1992, Rúnar Vilhjálmsson,
2006; Steptoe og Butler, 1996;
US Department of Health and Human Service, 1996
).
Það er því mjög samfélagslega viðurkennt að stunda hreyfingu og neyta hollrar fæðu
og vart má opna fréttasíður eða dagblöð án þess að þar séu ráðleggingar um hvað
skuli borða og hvernig líkamsrækt sé árangursrík.
Í dag eru íþróttir, hreyfing og heilsa mikilvægur hluti af samfélaginu og þeim
gildum er haldið markvisst að börnum og unglingum með forvörnum, fræðslu,
heilsueflingu, íþróttum, hollu mataræði og mörgu fleira af svipuðu tagi. Það er ekki
11
einungis almenn hreyfing sem hefur aukist heldur hefur skipulögð íþróttaiðkun innan
íþróttafélaga einnig aukist verulega (Hrefna Pálsdóttir, Jón Sigfússon, Ingibjörg Eva
Þórisdóttir, Margrét Lilja Guðmundsdóttir, Álfgeir Logi Kristjánsson og Inga Dóra
Sigfúsdóttir, 2014; Kristín Lilja Friðriksdóttir, 2015) og skipar nú mjög stórt hlutverk í
samfélaginu og í daglegu lífi fólks (Coakley og Pike, 2009).
Rannsóknir á áhrifum íþróttaiðkunar á einstaklinginn og samfélagið hafa aukist
mikið í kjölfar þessarar aukningar í íþróttaiðkun og hafa fjöldi rannsókna sýnt fram á
þetta uppeldislega gildi íþrótta sem greiddi göturnar fyrir þeirri aukningu er raun ber
vitni (Coakley og Pike, 2009; Þórólfur Þórlindsson, Þorlákur Karlsson og Inga Dóra
Sigfúsdóttir, 1994).
Íþróttaiðkun barna og unglinga hefur einnig aukist gríðarlega og nú til dags eru fá
börn sem ekki æfa einhvers konar íþróttir. Sú staðreynd að íþróttir hafi uppeldislegt
gildi fyrir börn og unglinga ýtir enn frekar undir sérstaka áherslu fræðimanna og
samfélagsins á íþróttaiðkun þeirra, sérstaklega í ljósi þess að skipulagt íþróttastarf
hefur hvergi aukist eins mikið eins og meðal barna og unglinga. Í dag er engin
tómstundastarfsemi sem nýtur jafnmikils áhuga og athygli meðal barna og unglinga
eins og skipulagt íþróttastarf (Hrefna Pálsdóttir, Jón Sigfússon, o.fl. 2014). Af þeim
sökum er eðlilegt að það sé mikil umræða um hlutverk og gildi íþrótta og lögð hefur
verið mikil áhersla á að vita hvaða samfélagslega hlutverki þær gegna og hvaða áhrif
þær hafa á líf barna og unglinga.
Íþróttaiðkun er mikilvægur hluti af daglegu lífi barna og unglinga á Íslandi í dag og
66% unglinga í 8. til 10. bekk stunda nú íþróttir með íþróttafélagi (Hrefna Pálsdóttir,
Jón Sigfússon, o.fl. 2014). Fyrir það fyrsta er að sjálfsögðu mikilvægt að börn og
unglingar fái hreyfingu og séu við góða líkamlega og andlega heilsu. Mikilvægt er hins
vegar að greina á milli íþróttaiðkunar á eigin vegum og skipulagðrar íþróttaiðkunar
með íþróttafélagi.
Rannsóknir á skipulögðu íþróttastarfi í samanburði við það óskipulagða hafa
óhjákvæmilega sýnt fram á kosti þess skipulagða umfram það óskipulagða.
Íþróttaiðkun með íþróttafélagi hefur sterkari tengsl við góða heilsu og vellíðan heldur
en óskipulagðar íþróttir (Viðar Halldórsson, 2014; Viðar Halldórsson, Þórólfur
Þórlindsson og Inga Dóra Sigfúsdóttir, 2014; Þórólfur Þórlindsson, o.fl. 2015). Í
skipulögðu íþróttastarfi læra börn og unglingar einnig ákveðin gildi á borð við
12
samvinnu, aga, metnað og heiðarleika sem þau taka með sér út í samfélagið (Coakley
og Pike, 2009). Einnig hefur komið í ljós að íþróttiðkun dregur úr líkunum á ýmis
konar áhættuhegðun unglinganna (Pate, o.fl. 2000; Þórólfur Þórlindsson og Rúnar
Vilhjálmsson, 1991).
Áfengis-‐ og vímuefnaneysla unglinga hefur gjarnan verið algengt umræðuefni
meðal almennings en jafnframt vinsælt rannsóknarefni fræðimanna. Fjöldi
rannsókna bæði erlendis og hér á Íslandi hafa skoðað áfengisneyslu og reykingar
unglinga, ásamt áhrifaþáttum og afleiðingum.
Athyglisvert er að beina sjónum að því hvernig þróunin hefur verið hérlendis en
skipulögð íþróttaiðkun hefur aukist gríðarlega á síðustu árum en á sama tíma hefur
dregið verulega úr áfengisneyslu og reykingum meðal unglinga. Hlutfall nemenda í 9.
og 10. bekk sem stunda íþróttir með íþróttafélagi var 40,7% árið 1992 en hefur
hækkað jafnt og þétt og árið 2014 var það komið í 60% (Viðar Halldórsson, 2014).
Árið 1997 höfðu 63% nemenda í 10. bekk orðið drukkin einu sinni eða oftar um
ævina en hlutfall nemenda sem hafa orðið drukkin árið 2015 er hins vegar mikið
lægra eða 13%. Sömu sögu er að segja um reykingar, árið 1997 höfðu 61% nemenda í
10. bekk prófað að reykja sígarettur en árið 2015 hefur hlutfallið lækkað stórlega og
er aðeins 13% (Hrefna Pálsdóttir, Jón Sigfússon, Inga Dóra Sigfúsdóttir og Álfgeir Logi
Kristjánsson, 2015). Hér hlýtur því hreinlega að vera einhver tenging á milli þess að
íþróttaiðkun hefur aukist og áfengisneysla og reykingar minnkað.
Flestar íslenskar og skandinavískar rannsóknir hafa komist að þeirri niðurstöðu að
skipulagt íþróttastarf hafi sterkt forvarnargildi og sýnt hefur verið fram á að þeir
unglingar sem stunda íþróttir með íþróttafélagi eru mun ólíklegri til þess að hafa
drukkið áfenga drykki, orðið drukkin eða reykt sígarettur (Viðar Halldórsson, o.fl.
2014; Þórólfur Þórlindsson og Rúnar Vilhjálmsson, 1991; Hellandsjø, Watten,
Foxcroft, Ingebrigtsen og Relling, 2002). Meiri hluti bandarískra rannsókna hafa hins
vegar sýnt hið gagnstæða varðandi áfengisneyslu og íþróttaiðkun er þar talin auka
líkurnar á því að unglingar neyti áfengis. Aftur á móti hefur komið í ljós að þar hefur
íþróttaiðkun neikvæð áhrif á reykingar líkt og annars staðar (Lisha og Sussman,
2010). Ástæðan fyrir þessu er að öllum líkindum sú að skipulag íþróttastarfs er ekki
með sama hætti á Norðurlöndunum eins og í Bandaríkjunum. Á Íslandi og öðrum
Norðurlöndum er skipulagt íþróttastarf í höndum sjálfstætt starfandi íþróttafélaga en
13
í Bandaríkjunum fer skipulagt íþróttastarf fram sem hluti af skólakerfinu (Viðar
Halldórsson, o.fl. 2014).
Félagslegt umhverfi og félagsleg tengsl unglinga eru margslungin og erfitt hefur
reynst að útskýra hvað á sér stað í þessum félagslegu tengslum. Það er aftur á móti
alveg ljóst að félagsleg tengsl við jafningja skipta miklu máli á unglingsárunum og
geta átt mjög stóran þátt í því að móta hegðun einstaklingsins (Álfgeir Logi
Kristjánsson, Inga Dóra Sigfúsdóttir og Allegrante, 2013). Rannsóknir hafa sýnt að
vinir hafa mikil áhrif á bæði áfengisneyslu (Bray, Adams, Getz og McQeen, 2003;
Viðar Halldórsson, o.fl. 2014) og reykingar unglinga (Simons-‐Morton og Farhat,
2010).
Íþróttaiðkun innan íþróttafélaga eru félagslegar aðstæður þar sem börn og
unglingar eiga í miklum félagslegum samskiptum og mynda tengsl við hvert annað.
Niðurstöður rannsókna sem sýna að skipulagt íþróttastarf með íþróttafélagi hafi mun
sterkara forvarnargildi heldur en íþróttaiðkun og hreyfing á eigin vegum ásamt
niðurstöðum rannsókna frá ólíkum löndum þar sem skipulagt íþróttastarf fer fram
með ólíkum hætti benda sterklega til þess að það sé ekki hreyfingin eða
íþróttaiðkunin í sjálfu sér sem leiðir sjálfkrafa af sér betri heilsu, góð gildi og dragi úr
áhættuhegðun á borð við áfengis-‐ og vímuefnaneyslu. Forvarnargildi íþrótta er því
háð þeim félagslegu kringumstæðum sem íþróttirnar eiga sér stað í og það er því
ekki einungis hreyfingin sem slík sem hefur þessa kosti í för með sér heldur er
eitthvað annað og meira sem liggur þarna að baki sem þarf að rannsaka betur.
Samkvæmt Durkheim (1951) þá eru nánir hópar til vegna sameiginlegra
hugmynda og hegðunar. Þeir sem eru hluti af slíkum hópi eru ólíklegri til að leiðast út
í frávikshegðun eða vanlíðan vegna þess að innan hópsins ríkir sterkt félagslegt
taumhald sem setur hömlur á hegðun einstaklinganna innan hópsins.
Unglingar sem stunda saman íþróttir með íþróttafélagi eru gott dæmi um náinn
hóp og innan hópsins ríkir oft mikil samheldni og unglingarnir tileinka sér sameiginleg
viðmið og gildi. Í þessu samhengi er rétt að benda á að jafningjar hafa áhrif á
jafningja, vinir hafa áhrif á vini. Þannig getur það gerst að unglingar sem eru í
skipulögðu íþróttastarfi hafi áhrif á unglinga sem ekki eru í skipulögðu íþróttastarfi og
öfugt. Vegna þess að íþróttastarfið er skipulagt á grundvelli nærsamfélagsins verða
þessi áhrif mjög sterk. Þetta þýðir að umhverfisáhrif (e. contextual influence) sem
14
ekki er hægt að smætta í einstaklingsáhrif verða meiri en ella (Þórólfur Þórlindsson,
Viðar Halldórsson, Jónas Hlynur Hallgrímsson, Daði Lárusson, og Drífa Pálín Geirs,
2015). Því er mikilvægt að byggja rannsóknina ekki eingöngu á því að íþróttaiðkun
hafi áhrif á einstaklinga og á það hvaða braut þeir velja sér í lífinu heldur hafi
íþróttaiðkun einhverjar afleiðingar í för með sér fyrir samfélagið og hópa. Þess vegna
er mikilvægt að skoða hið félagslega umhverfi fyrir utan einstaklinginn og rannsókin
mun því einnig skoða hin félagslegu áhrif sem verða í nærsamfélaginu.
Af ofangreindum ástæðum er mikilvægt að leggja áherslu á það félagslega
umhverfi sem er til staðar í skipulögðu íþróttastarfi og hvernig félagsleg samskipti
eiga sér þar stað. Það eru einhver félagsleg umhverfisáhrif sem eiga sér stað meðal
þeirra unglinga sem stunda íþróttir sem ekki er hægt að útskýra með viðhorfum
einstaklinganna sem slíkra. Vegna þessa fæst ekki fram nægjanleg þekking með því
að skoða einungis aðstæður einstaklinga þegar skoðuð eru félagsleg vandamál á
borð við áfengisneyslu og reykingar unglinga.
Markmið rannsóknarinnar er að kafa dýpra en áður hefur verið gert með því að
skoða ítarlega þessi félagslegu áhrif sem verða til í skipulögðu íþróttastarfi. Það eru
ótal margir verndandi þættir á áfengisneyslu og reykingar og jafnframt ótal margir
áhættuþættir. Mikilvægt er að horfa til þess samspils sem getur átt sér stað á milli
verndandi þátta og áhættuþátta þegar skoða á áfengisneyslu og reykingar unglinga.
Hér verður lögð áhersla á samspilið á milli eins helsta verndandi þáttarins sem er
íþróttaiðkun og eins helsta áhættuþáttarins sem er áfengisneysla og reykingar vina .
Rannsökuð verða ítarlega áhrif íþróttaiðkunar með íþróttafélagi og áhrif
áfengisneyslu og reykinga vina á áfengisneyslu og reykingar unglinga og sérstök
áhersla er lögð á það að útskýra hvernig þessir þættir spila saman.
Einnig verða rannsökuð áhrif íþróttaiðkunar með íþróttafélagi á áfengisneyslu og
reykingar unglinga á hverfastigi þar sem borið verður saman hlutfall þeirra sem
stunda íþróttir í hverfinu og hversu hátt hlutfall neyta áfengis eða reykja sígarettur. Í
þeim hverfum þar sem mjög margir unglingar stunda íþróttir þá myndast ákveðin
íþróttamenning þar sem jákvæð viðhorf til íþrótta eru ríkjandi og neikvætt viðhorf til
allskyns frávikshegðunar á borð við áfengisneyslu og reykingar. Í þeim hverfum þar
sem íþróttaiðkun er mjög mikil þá ætti tíðni áfengisneyslu og reykinga að vera í
lágmarki burtséð frá því hvort einstaklingarnir æfi íþróttir sjálfir eða ekki. Þetta snýst
15
um menninguna, viðhorfin og gildin sem myndast. Þessi samfélagslega nálgun á
hverfaáhrifum íþróttaiðkunar á áfengisneyslu og reykingar unglinga í hverfinu hefur
ekki komið fram í rannsókn áður. Í því ljósi er rannsóknarefnið áhugavert og bætir við
nýrri þekkingu á þessu sviði.
Hægt er að nýta þekkingu á félagslegu umhverfi í skipulögðu íþróttastarfi á Íslandi
til að útskýra aukna áfengisneyslu og reykingar unglinga þegar þeir byrja í
framhaldsskóla. Brottfall unglinga úr íþróttum er aldrei meira en einmitt það ár sem
þeir klára 10.bekk og hefja nám í framhaldsskóla. Sama ár er mikill meirihluti sem
prófar að neita áfengis og reykja sígarettur í fyrsta skipti. Hlutfallslegur munur á
áfengisneyslu frá 10. bekk til fyrsta árs í framhaldsskóla er mikill, sem dæmi þá höfðu
31,3% árgangs 1994 orðið ölvuð í lok 10.bekkjar en 49,5% sama árgangs höfðu orðið
ölvuð við upphaf framhaldsskóla. Þessi hutfallslega aukning frá 10.bekk fram til fyrsta
árs í framhaldsskóla er einnig að aukast, fleiri og fleiri drekka ekki áfengi í 10.bekk en
gera það síðan á fyrsta ári í framhaldsskóla (Álfgeir Logi Kristjánsson o.fl, 2011).
Í stuttu máli sagt leitast þessi rannsókn við að skoða félagslegt umhverfi í
skipulögðu íþróttastarfi og þau félagslegu tengsl sem þar eru til staðar og áhrif þess á
áfengisneyslu og reykingar í víðtækara félagslegra samhengi en áður hefur verið gert.
16
Dostları ilə paylaş: |