Skipulagt íþróttastarf, áfengisneysla og reykingar meðal unglinga


Skipulögð  íþróttaiðkun  innan  íþróttafélaga



Yüklə 1,14 Mb.
Pdf görüntüsü
səhifə3/11
tarix21.01.2017
ölçüsü1,14 Mb.
#6100
1   2   3   4   5   6   7   8   9   10   11

Skipulögð  íþróttaiðkun  innan  íþróttafélaga  
Íþróttaiðkun  og  hreyfing  fellur  ekki  öll  undir  sama  hattinn  og  margir  hafa  bent  á  að  
gera   þurfi   greinarmun   á   milli   ólíkra   tegunda   íþróttaiðkunar   (Rúnar   Vilhjálmsson,  
2006;  Viðar  Halldórsson,  o.fl.  2014;  Devine  og  Telfer,  2013).  Áður  hefur  verið  nefnt  
að   mikil   aukning   hafi   orðið   í   íþróttaiðkun   og   sú   aukning   á   helst   við   í   skipulögðum  
íþróttum.   Þátttaka   í   skipulögðu   íþróttastarfi   hefur   aukist   meira   hjá   börnum   og  
unglingum   heldur   en   annars   konar   hreyfing   og   íþróttir   á   eigin   vegum   (Hrefna  
Pálsdóttir,  Jón  Sigfússon,  o.fl.  2014).    
Öll  iðkun  íþrótta  leiðir  ekki  sjálfkrafa  til  betri  heilsu  og  jákvæðra  og  uppbyggilegra  
gilda  heldur  skiptir  miklu  máli  hvers  konar  íþróttir  um  ræðir.  Íþróttir  eru  eins  og  hvert  
annað   félagslegt   og   menningarlegt   skipulag,   þær   eru   breytilegar.   Það   fer   eftir   því  
hvernig  þær  eru  skipulagðar  og  hvaða  gildi  er  í  hávegum  höfð  innan  íþróttastarfsins  
hvaða  áhrif  þær  hafa  á  börn  og  unglinga.  Þess  vegna  er  ekkert  óeðlilegt  við  það  að  

   
 
28  
íþróttir  hafi  mismunandi  gildi  fyrir  börn  og  unglinga  á  mismunandi  tímum  og  í  ólíkum  
löndum  (Þórólfur  Þórlindsson,  1989).    
Skoða   þarf   vel   þær   félagslegu   aðstæður   sem   íþróttaiðkun   á   sér   stað   í   og   þess  
vegna   þarf   að   greina   á   milli   skipulagðrar   íþróttaiðkunar   innan   íþróttafélaga   og  
óskipulagðra  íþrótta  sem  ekki  fara  fram  innan  íþróttafélaga  (Viðar  Halldórsson,  o.fl.  
2014).   Óskipulögð   íþróttaiðkun   getur   verið   að   fara   í   fótbolta   í   frímínútum   með  
vinunum  eða  að  fara  í  ræktina.    
Félagslegt  umhverfi  skipulagðra  og  óskipulagðra  íþrótta  er  þar  með  gjörólíkt  hvort  
öðru.   Skipulagt   íþróttastarf   felur   í   sér   íþróttaiðkun   með   íþróttafélagi   og   þar   er   til  
staðar  ákveðin  umgjörð  og  aðhald,  það  er  þjálfari  eða  leiðbeinandi  sem  hefur  umsjón  
með   starfinu   og   þar   gilda   ákveðnar   reglur   um   hegðun   (Rúnar   Vilhjálmsson,   2006;  
Hellandsjø,  Watten,  Foxcroft,  Ingebrightsen  og  Relling,  2002).  
Skipulagt  íþróttastarf  hérlendis  fer  fram  innan  sjálfstætt  starfandi  íþróttafélaga  og  
á  sér  yfirleitt  alltaf  stað  eftir  skóla.  Íþróttafélögin  eru  þó  í  góðu  samstarfi  við  skólana  
þó   þau   séu   rekin   sjálfstætt   og   ýtt   er   undir   að   börn   og   unglingar   fari   í   íþróttir   eftir  
skóla.   Skipulagðar   ferðir   úr   skólanum   eða   frístundaheimilinu   eru   farnar   í  
íþróttafélagið  ýmist  gangandi  eða  með  rútu.  Einnig  veita  sveitarfélögin  mikið  aðhald  
og   styðja   fjárhagslega   við   börn   og   unglinga   í   íþróttum   með   svokölluðum  
frístundastyrk  en  styrkinn  geta  öll  börn  á  aldrinum  6-­‐18  ára  fengið  og  hljóðar  hann  
upp   á   35.000   krónur   á   ári.   Styrkurinn   er   ekki   í   formi   beinnar   greiðslu   til  
forráðamanna  heldur  geta  þeir  nýtt  upphæðina  í  nafni  síns  barns  til  niðurgreiðslu  á  
æfingagjöldum,  þá  fer  peningurinn  til  íþróttafélagsins  og  forráðamenn  greiða  lægri  
æfingagjöld  (Reykjavíkurborg,  e.d.).    
Þetta   fyrirkomulag   hérlendis   er   í   samræmi   við   skipulagið   á   Norðurlöndunum.   Í  
Bandaríkjunum   aftur   á   móti   er   fyrirkomulagið   gjörólíkt   en   þar   er   íþróttastarfsemi  
rekin   innan   skólanna.   Vegna   þessa   er   varasamt   að   bera   saman   niðurstöður  
rannsókna   á   áhrifum   íþróttaiðkunar   á   áfengisneyslu   og   reykingar   unglinga   á   milli  
landa.   Þetta   félagslega   umhverfi   og   umgjörð   utan   um   skipulagt   íþróttastarf   er   ólík  
milli   landa   og   rannsóknir   því   ekki   alltaf   sambærilegar.   Í   raun   styður   þetta   ólíka  
skipulag   íþróttaiðkunar   í   Evrópu   í   samanburði   við   Bandaríkin   enn   frekar   við   þær  
hugmyndir  að  forvarnargildi  íþrótta  gagnvart  áfengisneyslu  og  reykingum  unglinga  sé  
alfarið  háð  þessum  félagslegu  kringumstæðum.  Það  er  vegna  þess  að  rannsóknir  frá  

   
 
29  
Norðurlöndum  og  Evrópu  hafa  sýnt  fram  á  að  íþróttaiðkun  dragi  úr  áfengisneyslu  og  
reykingum   en   rannsóknir   frá   Bandaríkjunum   hafa   sýnt   hið   gagnstæða,   að  
íþróttaiðkun  auki  líkurnar  á  áfengisneyslu  en  þó  ekki  reykingum  (Viðar  Halldórsson,  
o.fl.  2014)    
Íþróttafélögin   tilheyra   einnig   Íþrótta-­‐   og   Ólympíusambandi   Íslands   og   þurfa   að  
fara  eftir  þeim  reglum  sem  þar  eru  settar.  ÍSÍ  setur  fram  markvissa  stefnu  þar  sem  
markmiðið   er   að   hvetja   íþróttafélög   til   að   taka   skýra   afstöðu   gegn   áfengi   og  
vímuefnum   og   móta   stefnu   um   það   hvernig   skuli   taka   á   ef   upp   kemst   um  
vímuefnaneyslu   iðkenda.   ÍSÍ   hvetur   þjálfara   einnig   til   að   fræða   iðkendur   sína   um  
skaðleg  áhrif  áfengis  og  vímuefna  á  heilsu  þeirra  og  árangur  í  íþróttum  (Íþrótta-­‐  og  
Ólympíusamband   Íslands,   1997).   Íþróttaiðkun   með   íþróttafélagi   felur   einnig   í   sér  
meiri  aðkomu  fullorðinna  aðila  eins  og  þjálfara  og  foreldra  og  felur  því  í  sér  meira  
aðhald  og  stuðning.  Starf  íþróttafélaga  treystir  oft  á  sjálfboðavinnu  frá  foreldrum  og  
þátttaka   foreldra   hefur   jákvæð   áhrif   á   uppeldislegt   gildi   íþróttastarfs   (Cote,   1999).  
Það   að   æfa   íþróttir   með   íþróttafélagi   felur   einnig   í   sér   ákveðna   skuldbindingu   þar  
sem  iðkendur  eru  hluti  af  liði  og  mæta  á  æfingar  og  í  keppni  og  taka  þátt  í  starfinu  í  
íþróttafélaginu  (Viðar  Halldórsson,  2014).    
Þessi  einkenni  skipulagðrar  íþróttaiðkunar  á  síður  við  um  óskipulagðar  íþróttir  eða  
hreyfingu.  Rannsóknir  hafa  staðfest  þetta  og  niðurstöður  þeirra  leitt  í  ljós  að  munur  
er   á   skipulögðu   íþróttastarfi   og   íþróttum   og   hreyfingu   á   eigin   vegum.   Skipulögð  
íþróttaiðkun  með  íþróttafélagi  hefur  sterkari  áhrif  á  vellíðan,  góða  lifnaðarhætti  og  
heilsu  (Rúnar  Vilhjálmson,  2006).    
Rannsóknir  hafa  sýnt  að  þeir  sem  æfa  íþróttir  með  íþróttafélagi  einkennast  síður  
af  andlegri  og  líkamlegri  vanlíðan  og  neyta  síður  áfengis  og  vímuefna  í  samanburði  
við  þá  sem  æfa  íþróttir  eða  hreyfa  sig  á  eigin  vegum.  Ástæðurnar  fyrir  því  eru  meiri  
kröfur  og  öflugra  félagslegt  tengslanet  við  jafningja  innan  íþróttafélagsins  (Þórólfur  
Þórlindsson,  o.fl.  1990;  Viðar  Halldórsson,  o.fl.  2014).  Íslenskar  rannsóknir  hafa  sýnt  
fram   á   að   uppeldislegt   gildi   skipulagðra   íþrótta   sé   meira   en   óskipulagðra   íþrótta.  
Þátttaka   í   skipulögðu   íþróttastarfi   dregur   úr   áfengisneyslu,   reykingum   og   öðrum  
áhættuþáttum  umfram  óskipulagt  íþróttastarf  (Viðar  Halldórsson,  o.fl.  2014;  Þórólfur  
Þórlindsson,   Margrét   Valdimarsdóttir   og   Stefán   Hrafn   Jónsson,   2012).   Einnig   kom   í  
ljós  að    þeir  sem  stunda  íþróttir  á  eigin  vegum  voru  líklegri  til  frávikshegðunar  heldur  

   
 
30  
en   bæði   þeir   sem   stunda   skipulagt   íþróttastarf   og   þeir   sem   stunda   engar   íþróttir  
(Viðar  Halldórsson,  o.fl.  2014).    
Þetta   bendir   enn   frekar   til   þess   að   að   sé   ekki   hreyfingin   í   sjálfu   sér   sem   hefur  
jákvæð  áhrif  á  einstaklinginn  og  hvernig  hann  hagar  sér,  heldur  eru  það  þessi  atriði  
sem  einkenna  frekar  skipulagt  íþróttastarf  sem  hefur  þessar  jákvæðu  afleiðingar  í  för  
með   sér.   Það   myndast   félagsleg   formgerð   innan   íþróttafélaganna,   það   er   meiri  
umgjörð  og  aðhald  og  börn  og  unglingar  tengjast  hópnum.    
Félagslegt  umhverfi  og  félagsleg  tengsl  unglinga  
Hér  að  framan  hefur  verið  rætt  um  mikilvægi  íþrótta  í  mótun  barna  og  unglinga  og    
þegar  hér  er  komið  við  sögu  er  ástæða  til  að  beina  athyglinni  að  félagslegu  umhverfi  
unglinga   í   íþróttum.   Hér   á   eftir   er   fjallað   um   stöðu   íþrótta   í   samfélaginu   út   frá  
félagslegu  skipulagi  íþróttanna  og  því  hlutverki  sem  þær  gegna  í  samfélaginu.  Hér  að  
ofan   hefur   verið   greint   frá   því   að   skipulagt   íþróttastarf   felur   í   sér   bæði   ákveðna  
félagsmótun   og   einnig   verða   til   einhver   félagsleg   áhrif   og   gildi   sem   hafa   áhrif   á  
einstaklingana  innan  hópsins.  
Samkvæmt   samskiptakenningum   þá   eru   öll   félagsleg   fyrirbæri   búin   til   í  
samskiptum  á  milli  fólks.  Einstaklingurinn  er  því  skilgreindur  í  samskiptum  við  aðra  og  
sjálfsmynd   okkar   mótast   af   því   hvernig   við   sjáum   okkur   sjálf   og   hvernig   aðrir   í  
umhverfi  okkar  sjá  okkur.  Félagslegt  umhverfi  skiptir  því  miklu  máli  varðandi  upplifun  
einstaklingsins,  viðhorf  hans  og  hegðun  (Mead,  1934;  Heiss,  1981).  
Virknikenningar  
Virknikenningar  (e.  Functionalism)  leggja  áherslu  á  að  horfa  á  samfélagið  sem  eina  
heild  og  samkvæmt  virknikenningum  þá  helst  samfélagið  saman  vegna  sameiginlegra  
viðmiða   og   gilda   sem   þar   ríkja.   Hver   einasta   stofnun   eða   kerfi   hefur   ákveðnu  
hlutverki   að   gegna   í   samfélaginu   og   þess   vegna   hafa   íþróttir   ákveðið   hlutverk   fyrir  
félagslega   formgerð   samfélagsins   rétt   eins   og   skólakerfið,   heilbrigðiskerfið   og  
fjölskyldan  sem  dæmi  (Liska  og  Messner,  1999).    
Eins   og   komið   hefur   fram   hefur   íþróttaiðkun   margskonar   hlutverk   í   nútíma  
samfélagi  fyrir  samfélagið  og  einstaklingana  innan  þess.  Innan  íþróttfélaga  á  sér  stað  
mjög   sterk   félagsmótun   og   þar   eru   mjög   sterk   sameiginleg   gildi   ríkjandi   meðal  
hópsins.  Eitt  hlutverk  íþróttanna  er  að  bæta  andlega  og  líkamlega  heilsu  og  kenna  og  

   
 
31  
styðja   við   góð   gildi   og   samkennd   í   samfélaginu.   Ef   vel   er   að   íþróttastarfinu   staðið  
geta  börn  og  unglingar  lært  aga,  reglur,  jafnrétti,  heiðarleika,  virðingu  ásamt  því  að  
læra   að   vinna   saman   með   drengskap   að   leiðarljósi.   Börn   og   unglingar   tileinka   sér  
þessi  samfélagslega  góðu  viðmið  og  gildi  sem  þau  læra  í  gegnum  íþróttirnar  og  taka  
þau  með  sér  út  í  samfélagið  (Coakley  og  Pike,  2009;  Viðar  Halldórsson,  2014).  
 
Af  ofangreindri  umfjöllun  að  dæma  eru  kostir  íþróttaiðkunar  það  margir  að  ekki  
þarf  að  efast  um  að  íþróttaiðkun  þjóni  mikilvægu  hlutverki  í  samfélaginu.    Hlutverk  
íþróttaiðkunar   í   samfélaginu   er   því   að   efla   andlega   og   líkamlega   heilsu,   stuðla   að  
jákvæðum   viðmiðum   og   gildum   og   vera   forvörn   gegn   afbrotum   og   áfengis-­‐   og    
vímefnaneyslu   svo   dæmi   séu   tekin.   Ekki   má   síðan   gleyma   skemmtanagildi   íþrótta  
fyrir  bæði  þátttakendur  og  áhorfendur.  Íþróttafélög  setja  upp  líkamlega  gott  form  og  
heilsu   sem   forsendu   árangurs   í   íþróttum   og   með   því   er   verið   að   beina   börnum   og  
unglingum  á  félagslega  viðurkenndar    brautir  (Rúnar  Vilhjálmsson,  2006).  
Íþrótta-­‐   og   Ólympíusamband   Íslands   ýtir   undir   þessi   gildi   með   skýrri  
forvarnarstefnu   og   kemur   fram   á   heimasíðu   sambandsins   að   íþróttir   og   neysla  
áfengis,  tóbaks  og  annarra  fíkniefna  eigi  aldrei  samleið.  Einnig  stuðlar  ÍSÍ  að  eflingu  
forvarnarhlutverks   íþróttafélaga   meðal   annars   með   því   að   gefa   út   fræðsluefni   fyrir  
þjálfara   og   iðkendur   sem   er   fastur   liður   í   forvörnum   íþróttafélaga   og   í   skólum  
(Íþrótta-­‐  og  Ólympíusamband  Íslands,  1997).  
Félagsleg  formgerð  
Í  öllum  samfélögum  og  í  stórum  sem  smáum  hópum  ríkir  ákveðin  félagsleg  formgerð.  
Í  raun  er  erfitt  að  snerta  beint  á  því  hvað  félagsleg  formgerð  nákvæmlega  er  en  í  sinni  
einföldustu   mynd   er   hún   samsetning   og   einkenni   samfélagsins.   Það   er   eitthvað  
skipulag   og   mynstur   til   staðar   í   félagslegri   hegðun   og   samskiptum   fólks.   Það   er  
eitthvað   fyrir   utan   einstaklinginn   sjálfan   sem   hefur   áhrif   á   samfélagið   og  
einstaklingana   innan   þess.   Einstaklingarnir   verða   fyrir   áhrifum   af   því   hvernig  
samfélagið  er  uppbyggt  og  hvernig  viðhorf  og  gildi  eru  þar  ríkjandi  (Neuman,  2003).    
Félagsleg  formgerð  er  til  staðar  í  öllu  samfélaginu  en  einnig  er  sérstök  formgerð  
innan   ákveðinna   hópa.   Það   má   því   auðveldlega   færa   rök   fyrir   því   að   innan  
íþróttafélaga  sé  sterk  félagsleg  formgerð  þar  sem  börn  og  unglingar  tileinka  sér  þau  
viðhorf  og  gildi  sem  tíðkast  þar.  Innan  íþróttafélaga  myndast  sterk  félagsleg  tengsl,  

   
 
32  
börn  og  unglingar  eignast  vini,  tilheyra  ákveðnum  hópi  og  samsama  sig  með  þeim.  
Innan  íþróttafélaga  ríkir  því  mikil  félagsleg  sameining.    
Að   einhverju   leyti   eru   hugtökin   félagsleg   formgerð   og   menning   mjög   náskyld.  
Menning   eru   hugmyndir   og   viðhorf   sem   fólk   myndar   innan   ákveðins   hóps  
samfélagsins.  Það  er  sterk  íþróttamenning  innan  íþróttafélaga  og  þar  eru  sameiginleg  
viðmið   og   gildi   innan   hópsins.   Þær   hugmyndir,   viðhorf   og   gildi   sem   eru   til   staðar  
innan   íþróttafélaga   eru   mótaðar   af   samskiptum   á   milli   þeirra   sem   tengjast  
íþróttunum,   bæði   leikmönnum,   þjálfurum,   foreldrum   og   fleirum   sem   koma   að  
skipulögðu  íþróttastafi  (Coakley  og  Pike,  2009).    
Félagsauður  
James   Coleman   setti   fram   áhrifaríka   kenningu   um   félagsauð   (e.   Social   Capital).  
Félagsauður   er   samansafn   einkenna   í   samfélaginu   sem   mynda   ákveðna   félagslega  
formgerð   og   auðvelda   eða   gera   mögulega   ákveðna   hegðun   einstaklinganna   innan  
hennar   (Coleman,   1988).   Kenningin   um   félagsauð   er   mjög   gagnleg   til   að   skoða  
hvernig  félagsleg  tengsl  í  samfélaginu  eru  og  nýtist  til  að  átta  sig  á  því  hvernig  tengsl  
innan   íþróttafélaga   virka.   Einstaklingurinn   er   hluti   af   samfélaginu   og   er   sjálfur  
þátttakandi  í  þeim  félagslegu  samskiptum  sem  þar  eiga  sér  stað.  Það  er  ekki  nóg  að  
horfa   eingöngu   á   félagsmótun   og   hvernig   samfélagið   hefur   áhrif   á   einstaklinginn  
vegna   þess   að   einstaklingurinn   er   hluti   af   samfélaginu   og   hefur   sjálfur   áhrif   á  
samfélagið.   Það   eru   þessi   félagslegu   tengsl   á   milli   einstaklinganna   sem   búa   til  
samfélagið   og   mynda   sameiginleg   viðhorf   og   gildi   (Þórólfur   Þórlindsson,   2011;  
Þórólfur  Þórlindsson,  o.fl.  2012).  
Til  þess  að  ná  dýpri  skilning  á  því  hvernig  félagsauður  virkar  er  gagnlegt  að  skoða  
dæmi.   Í   New   York   er   heildsölumarkaður   fyrir   demanta   og   ákveðinn   hópur   sem  
stundar   þar   viðskipti.   Þeir   skiptast   á   demöntum   uppá   margar   milljónir   án   þess   að  
hafa  nokkurs  konar  samninga  eða  lögfræðiskjöl.    Þeir  afhenda  hver  öðrum  poka  með  
demöntum   og   sá   aðili   fer   og   skoðar   og   metur   demantana   í   einrúmi.   Það   er   engin  
trygging  eða  neitt  slíkt  sem  kemur  í  veg  fyrir  að  sá  hinn  sami  geti  skipt  út  demöntum  
fyrir  falsaða  demanta.  Demantarnir  eru  margra  milljóna  króna  virði  en  það  er  samt  
mikilvægt   að   þetta   sé   gert   svona   því   annars   væri   allt   miklu   erfiðara   og   fyrirhafnar  
meira.  Þessir  menn  eru  allir  strangtrúaðir  gyðingar  og  tilheyra  lokuðu  samfélagi,  þeir  

   
 
33  
tengjast  allir  með  fjölskylduböndum  eða  í  gegnum  kirkjuna  sína.  Það  er  mjög  sterk  
félagsleg  formgerð  til  staðar  og  þess  vegna  ríkir  svona  mikið  traust.  Ef  upp  kemst  um  
svindl   þá   missir   sá   sem   svindlaði   allt   traust   í   fjölskyldunni   og   í   kirkjunni.   Þetta   er  
sterkt   félagslegt   taumhald,   ef   einhver   svíkur   annan   þá   tapar   hann   virðingu   sinni   í  
samfélaginu  (Coleman,  1988).    
Þarna  er  ákveðin  félagsleg  formgerð  sem  hefur  myndast  og  er  til  staðar  og  hefur  
því   áhrif   á   einstaklingana   innan   samfélagsins.   Til   þess   að   félagsauður   sé   til   staðar  
innan  ákveðins  hóps  eða  samfélags  þarf  þrennt  að  vera  til  staðar.  Í  fyrsta  lagi  þá  þarf  
að  vera  skuldbinding,  væntingar  og  tiltrú.  Þegar  einstaklingur  gerir  öðrum  greiða  þá  
treystir   hann   því   að   sá   sem   greiðann   þáði   endurgjaldi   honum   síðar.   Sá   sem   veitti  
greiðann  verður  einnig  að  hafa  trú  á  því  að  hinn  muni  endurgjalda  greiðann.  Þetta  er  
algengt  í  nánum  hópum,  fólk  treystir  öðrum  og  vill  einnig  að  aðrir  treysti  sér.  Í  öðru  
lagi  þurfa  að  vera  til  staðar  skýrar  upplýsingaleiðir,  það  þarf  að  vera  hægt  að  nálgast  
og   veita   upplýsingar   á   skilvirkan   og   auðveldan   máta.   Hver   og   einn   hefur   eitthvað  
hlutverk,  einn  einstaklingur  getur  ekki  haft  upplýsingar  um  allt  og  þess  vegna  treystir  
fólk  á  félagslegu  tengslin  til  að  afla  sér  upplýsinga.  Í  þriðja  lagi  verða  að  vera  til  staðar  
ríkjandi  viðmið  og  gildi  innan  hópsins  og  við  brotum  á  þessum  viðmiðum  eru  skilvirk  
viðurlög.   Viðmiðin   og   gildin   eru   innvörpuð   í   einstaklingana   og   þeir   fylgja   þeim   í  
blindni  og  oft  án  þess  að  hugsa  til  þess  að  þeir  séu  að  fylgja  einhverjum  félagslegum  
viðmiðum  (Coleman,  1988).    
Bent  hefur  verið  á  að  ýmis  sjálfboða-­‐  og  félagasamtök  leiði  af  sér  mikinn  félagsauð  
(Putnam,   2000).   Skipulagt   íþróttastarf   er   gott   dæmi   um   þetta   og   er   líklega   betur   í  
stakk   búið   en   flest   önnur   sjálfboða-­‐   og   félagasamtök   til   að   búa   til   félagsauð   (Auld,  
2008).    
Uslaner   (1999)   telur   að   íþróttir   búi   til   félagsauð   vegna   þeirra   gilda   sem   viðhöfð  
eru  innan  íþróttanna,  þau  byggja  upp  sjálfstraust,  sjálfsaga,  styrkja  félagsleg  tengsl  og  
breiða  út  umburðarlyndi  og  jafnrétti.    
Ef   skoðuð   eru   þessi   þrjú   atriði   sem   þurfa   að   vera   til   staðar   til   þess   að   það   sé  
félagsauður   þá   kemur   bersýnilega   í   ljós   að   þessi   atriði   eiga   vel   við   skipulagt  
íþróttastarf   innan   íþróttafélaga.   Sá   hópur   sem   stundar   saman   íþróttir   með  
íþróttafélagi  hefur  skyldur,  væntingar  og  tiltrú.  Allir  leikmennirnir  eru  hluti  af  liðinu  
og  hafa  eitthvað  hlutverk,  þeir  hafa  til  dæmis  þær  skyldur  að  þeir  eiga  að  mæta  vel  á  

   
 
34  
æfingar,  sinna  sínu  hlutverki,  vera  í  góðu  formi  og  þeir  vænta  þess  að  aðrir  geri  það  
sama.  Það  er  mikið  traust  innan  liðsins  og  leikmennirnir  treysta  á  hvorn  annan.  Þar  
eru   skýrar   upplýsingaleiðir   og   auðvelt   að   fá   upplýsingar   frá   þjálfara   eða   öðrum  
iðkendum  ef  einhver  veit  til  dæmis  ekki  hvenær  er  næsta  æfing.  Auðveldlega  er  hægt  
að  færa  rök  fyrir  því  að  ákveðin  viðmið  og  gildi  séu  ríkjandi  innan  hópsins  og  viðurlög  
við  brotum  á  þeim.  Það  er  ætlast  til  þess  að  iðkendur  mæti  á  æfingar  og  í  keppnir,  
það  er  viðurkennt  að  maður  eigi  að  leggja  sig  fram  og  sé  ekki  í  keppni  með  hangandi  
haus.  Einnig  hefur  alltaf  verið  sterkt  gildi  á  móti  reykingum  innan  íþróttanna  og  gildi  
gegn  áfengisneyslu  eru  að  aukast.  Það  er  til  dæmis  ekki  álitið  í  lagi  að  drekka  áfengi  
daginn  fyrir  keppni.  Einstaklingarnir  vilja  ekki  brjóta  þessi  viðmið  og  gildi  því  það  eru  
einhver   viðurlög   við   því,   bæði   formleg   og   óformleg,   vinirnir   og   liðsfélagarnir   verða  
fyrir  vonbrigðum  og  svo  gæti  viðkomandi  misst  sæti  sitt  í  liðinu  eða  þá  gengið  illa.      
Sumar  félagslegar  stofnanir  eða  hópar  í  samfélaginu  ýta  undir  myndun  félagsauðs.  
Þeir   hópar   sem   líklegastir   eru   til   að   mynda   félagsauð   eru   hópar   þar   sem   eru  
umluktandi  tengsl  þar  sem  allir  þekkja  alla.  Einnig  er  félagsauður  meiri  þar  sem  eru  
margþætt  tengsl  til  staðar  og  það  er  sama  fólkið  sem  hittist  í  mismunandi  aðstæðum.  
Þegar  allir  þekkja  alla  þá  eru  viðurlögin  við  brotum  á  viðmiðum  og  gildum  mun  meiri  
og   ef   það   eru   margþætt   tengsl   til   staðar   þá   gætu   afleiðingarnar   við   brotum   á  
viðmiðum  og  gildum  náð  lengra  en  bara  þar  sem  frávikið  átti  sér  stað.  Að  lokum  er  
félagsauður  mikill  þar  sem  er  skipulag  og  utanumhald  utan  um  hópinn  og  allir  hafa  
eitthvað  hlutverk  (Coleman,  1988).    
Af   þessu   að   dæma   er   skipulagt   íþróttastarf   innan   íþróttafélaga   verulega   góður  
vettvangur   fyrir   myndun   félagsauðs.   Þeir   sem   æfa   saman   þekkjast   allir   og   eru   í  
nánum  félagslegum  tengslum.  Þar  sem  íþróttafélögin  eru  hluti  af  nærsamfélaginu  eru  
tengslin   milli   iðkenda   einnig   margþætt   þar   sem   margir   eru   einnig   í   sama   skóla.   Ef  
einhver   brýtur   gegn   viðmiðum   og   gildum   innan   íþróttafélagsins   þá   gæti   það   haft  
áhrif   þar   en   einnig   í   skólanum.   Í   skipulögðu   íþróttastarfi   er   mikið   utanumhald,  
íþróttafélagið   sjálft   er   ákveðinn   rammi   utan   um   starfið   ásamt   þjálfurum   og   öðrum  
starfsmönnum.  Einnig  eru  foreldrar  virkir  þátttakendur  og  koma  að  starfinu  að  ýmsu  
leyti.    
Íþróttirnar  eru  hluti  af  nærsamfélagi  unglinga  og  þess  vegna  hafa  félagsleg  tengsl  
og   sá   félagsauður   sem   myndast   innan   íþróttanna   áhrif   á   nærsamfélagið.   Því   fleiri  

   
 
35  
unglingar  í  hverfi  sem  taka  þátt  í  skipulögðu  íþróttastarfi  því  meiri  félagsauður  ætti  
að  myndast  og  því  sterkari  verða  þau  gildi  sem  verða  til  innan  íþróttanna.  
Félagslegt  taumhald    
Félagslegt  taumhald  (e.  Social  control)  er  þegar  ákveðin  viðmið  og  reglur  eru  í  gildi  
innan   samfélagsins   eða   ákveðins   hóps   og   einstaklingarnir   innan   hópsins   fylgja  
þessum  viðmiðum  í  blindni,  oftast  án  þess  að  gera  sér  grein  fyrir  því.  Það  eru  í  raun  
einhver  félagsleg  öfl  sem  hafa  áhrif  á  það  hvernig  einstaklingurinn  hagar  sér  og  hvað  
hann  velur  að  gera  (Hirschi,  1969).  
Taumhaldskenningar  setja  mikla  áherslu  á  viðmiðin  og  gildin  í  samfélaginu  og  telja  
að   það   séu   til   staðar   sameiginleg   gildi   innan   samfélagsins   og   það   sama   á   við   um  
minni  hópa.  Samkvæmt  Emilé  Durkheim  þá  eru  hópar  til  staðar  vegna  sameiginlegra  
gilda,  hugmynda  og  hegðunar.  Þeir  einstaklingar  sem  tilheyra  ákveðnum  félagslegum  
hópi  eru  ólíklegri  til  þess  að  leiðast  út  í  frávikshegðun  af  einhverju  tagi  af  þeim  sökum  
að   innan   hópsins   ríkir   sterkt   félagslegt   taumhald   sem   hefur   áhrif   á   hegðun  
einstaklinganna   sem   tilheyra   hópnum   (Durkheim,   1951).   Þegar   einstaklingur   æfir  
íþróttir   með   íþróttafélagi   þá   verður   hann   sjálfkrafa   hluti   af   ákveðnum   hóp   og  
samkvæmt   Durkheim   hefur   hópurinn   að   miklu   leyti   sömu   viðmið   og   gildi   að  
leiðarljósi.    
Travis   Hirschi   er   á   sama   máli   og   Durkheim,   hann   setti   fram   mjög   áhrifaríkar  
kenningar  um  félagslegt  taumhald  í  afbrotafræði  og  samkvæmt  kenningum  hans  þá  á  
ekki  alltaf  að  einblína  á  frávikshegðunina  sem  slíka  heldur  eigum  við  að  velta  því  fyrir  
okkur   afhverju   einstaklingur   sýnir   ekki   frávikshegðun.   Í   þessu   tilviki   þá,   afhverju  
unglingar  velja  að  neyta  ekki  áfengis  eða  reykja  sígarettur.  Kenning  Hirschi  segir  að  
ástæðan  fyrir  því  að  fólk  velur  að  stunda  ekki  afbrot  eða  sýna  af  sér  frávikshegðun  sé  
vegna   félagslegra   tengsla   við   samfélagið   sem   hann   kallar   grunnþætti   félagslegra  
tengsla.   Grunnþættir   félagslegra   tengsla   samanstanda   af   fjórum   þáttum,  
geðtengslum,  skuldbindingu,  þátttöku  og  trú  á  viðmiðin  og  gildin  (Hirschi,  1969;  Liska  
og  Messner,  1999).  
Í  skipulögðu  íþróttastarfi  mynda  börn  og  unglingar  geðtengsl  við  aðra  og  margir  
eignast  þar  mjög  góða  vini.  Á  unglingsárunum  skiptir  jafningjahópurinn  mjög  miklu  
máli  fyrir  unglinga  og  góð  samskipti  við  aðra  geta  dregið  úr  líkum  á  frávikshegðun  á  

   
 
36  
borð  við  áfengisneyslu  og  reykingar  (Viðar  Halldórsson,  o.fl.  2014;  Simons-­‐Morton  og  
Farhat,   2010;   Álfgeir   Logi   Kristjánsson,   o.fl.   2013).   Unglingarnir   hafa   tilfinningaleg  
tengsl  við  jafningjahópinn  og  þeir  vilja  ekki  valda  þeim  vonbrigðum  með  því  að  gera  
eitthvað   sem   er   ekki   viðurkennt.   Einnig   skiptir   þátttakan   máli,   þeir   unglingar   sem  
taka   þátt   í   íþróttum   eða   öðru   tómstundastarfi   eru   einfaldlega   í   öðru   heldur   en  
frávikshegðun.  Þau  hafa  ekki  tækifæri  eða  tíma  til  þess  að  fara  og  neyta  áfengis  eða  
reykja   sígarettur,   þau   eru   upptekin   af   því   að   vera   flesta   daga   á   æfingum   eða   að  
keppa.   Unglingarnir   verða   einnig   skuldbundnir   með   því   að   æfa   íþróttir   með  
íþróttafélagi.  Þeir  eiga  að  borða  hollt  til  að  halda  sér  í  formi,  mæta  á  æfingar,  taka  
þátt   í   fjáröflunum,   fara   snemma   að   sofa   fyrir   keppni   og   slíkt.   Það   að   vera  
skuldbundinn  felur  í  sér  að  unglingarnir  vilja  ekki  fórna  öllu  sem  þeir  hafa  lagt  á  sig  til  
þess  að  fara  bakvið  sjoppu  að  drekka  áfengi  og  reykja.  Að  lokum  skiptir  síðan  máli  
hversu   mikið   unglingarnir   trúa   því   að   þau   viðmið   og   gildi   sem   eru   innan  
íþróttafélagsins    séu  rétt,  þau  verða  að  trúa  því  að  það  sé  slæmt  að  drekka  áfengi  og  
reykja  sígarettur  og  að  það  geti  haft  slæm  áhrif  á  heilsu  og  færni  í  íþróttum.  Það  eru  
viðurlög  við  brotum  á  gildunum  innan  hópsins  og  liðsfélagarnir  munu  fordæma  þann  
sem  brýtur  gildin  og  fer  og  drekkur  áfengi  daginn  fyrir  keppni.  
Samkvæmt   Kornhauser   (1978)   er   félagslegt   taumhald   tvenns   konar,   innra  
taumhald  sem  er  það  sem  við  upplifum  innra  með  okkur  og  ytra  taumhald  sem  er  
þegar  aðrir  einstaklingar  og  umhverfið  hefur  áhrif  á  okkur.    
Innra  taumhald  því  er  þegar  fólk  tileinkar  sér  ríkjandi  viðmið  og  gildi  í  samfélaginu  
sem  sín  eigin.  Innra  taumhald  á  sér  stað  í  gegnum  félagsmótun  og  þegar  við  höfum  
tileinkað  okkur  ákveðin  gildi  og  viðmið  þá  hafa  þau  áhrif  á  það  hvernig  við  hegðum  
okkur.   Við   erum   ánægð   með   okkur   þegar   við   förum   eftir   viðmiðum   og   gildum   en  
upplifum   sektarkennd   og   fordæmingu   á   sjálfum   okkur   ef   við   göngum   gegn   þeim  
viðmiðum  og  gildum  sem  við  höfum  tileinkað  okkur.  Við  erum  meðvituð  um  það  að  
ef  við  hegðun  okkur  ekki  eftir  viðeigandi  viðmiðum  og  gildum  þá  höfum  við  einhverju  
að  tapa,  það  hefur  áhrif  á  hagsmuni  og  ímynd  okkar.  Ytra  taumhald  er  sú  formlega  
eða  óformlega  refsing  sem  við  fáum  frá  samfélaginu  við  það  að  vera  skilgreindur  sem  
fráviki.   Ef   einstaklingur   gerir   eitthvað   sem   er   ekki   viðurkennt   þá   getur   hann   misst  
tengslin  við  þá  sem  hann  á  í  sambandi  við  og  tapað  virðingu  ásamt  því  að  hann  getur  
einnig   sætt   formlegum   refsingum   (Liska   og   Messner,   1999).      Bæði   innra   og   ytra  

   
 
37  
taumhald  er  sterkt  í  skipulögðu  íþróttastarfi.  Unglingar  vilja  leggja  sig  fram,  ná  árangi  
og   ekki   bregðast   liðinu   og   þeir   vilja   ekki   fá   fordæmingu   eða   refsingu   frá  
liðsfélögunum  eða  þjálfurunum.  Ytra  taumhald  innan  íþrótta  gæti  verið  til  dæmis  ótti  
við  það  að  missa  sæti  sitt  í  liðinu.    
Samkvæmt  kenningum  um  félagslegt  taumhald  og  félagsauð  þá  eru  ákveðin  gildi  
sem  verða  til  í  íþróttum,  þeir  sem  stunda  íþróttir  læra  að  tileinka  sér  þessi  góðu  gildi  
og   fordæma   slæm   gildi   á   borð   við   áfengisdrykkju   og   aðra   vímuefnaneyslu.   Vegna  
þess   hve   jafningjahópurinn   er   mikilvægur   á   unglingsárunum   þá   munu   þau   viðhorf  
sem  ríkja  innan  hans  hafa  mest  mótandi  áhrif  á  unglinginn.  Á  þeim  stöðum  sem  gildin  
og  viðhorfin  eru  neikvæð  í  garð  áfengis  og  reykinga  þá  munu  mjög  fáir  iðka  slíka  iðju  
en  ef  það  eru  engin  sterk  viðmið  til  staðar  eða  þau  eru  á  báða  bóga  þá  eru  fleiri  sem  
fara  að  drekka  áfengi  og  reykja.  Í  þeim  hverfum  þar  sem  stór  hluti  unglinganna  æfir  
íþróttir  þá  verður  til  ákveðinn  félagsauður  í  nærsamfélagi  unglinga.    Þá  eru  fleiri  sem  
tileinka   sér   þessi   viðhorf   og   gildi   og   þá   verða   gildin   sameiginleg   og   halda   hópnum  
saman.   Innan   félagslegra   hópa   með   sameiginleg   gildi   og   viðmið   myndast   því  
félagslegt  taumhald  meðal  unglinga  í  hverfinu.  Ef  unglingur  ákveður  að  ganga  gegn  
viðmiðum  og  gildum  hópsins  þá  á  hann  á  hættu  að  vera  fordæmdur  eða  útskúfaður.    
Yüklə 1,14 Mb.

Dostları ilə paylaş:
1   2   3   4   5   6   7   8   9   10   11




Verilənlər bazası müəlliflik hüququ ilə müdafiə olunur ©azkurs.org 2024
rəhbərliyinə müraciət

gir | qeydiyyatdan keç
    Ana səhifə


yükləyin