Skipulagt íþróttastarf, áfengisneysla og reykingar meðal unglinga


Hverfaáhrif  og  áhrif  jafningjahópsins



Yüklə 1,14 Mb.
Pdf görüntüsü
səhifə4/11
tarix21.01.2017
ölçüsü1,14 Mb.
#6100
1   2   3   4   5   6   7   8   9   10   11

Hverfaáhrif  og  áhrif  jafningjahópsins  
Félagslegt   taumhald   innan   hóps   eins   og   íþróttafélög   eru   fyrirbyggir   einungis  
frávikshegðun   ef   viðmiðin   og   gildin   innan   hópsins   eru   á   þann   veg   að   ákveðin  
frávikshegðun  sé  óæskileg  (Durkheim,  1951).  Það  skiptir  því  ekki  aðeins  máli  að  vera  í  
góðum  félagslegum  tengslum  við  ákveðinn  hóp  heldur  skiptir  einnig  máli  við  hverja  
þessi  tengsl  eru.      
Félagsnámskenningar  
Edwin  Sutherland  setti  fram  áhrifaríkar  kenningar  sem  kallast  félagsnámskenningar  
(e.   Social   learning   theory)   og   kenningar   um   ólík   félagstengsl   (e.   Differential  
association  theory).  Kenningin  um  ólík  félagstengsl  segir    að  það  skiptir  máli  hvernig  
umhverfið  í  kringum  einstaklinginn  skilgreinir  ákveðna  hluti,  ef  það  er  jákvætt  viðhorf  
ríkjandi  gagnvart  ákveðinni  frávikshegðun  þá  er  líklegra  að  einstaklingurinn  hegði  sér  
í  samræmi  við  það.  Á  unglingsárunum  er  það  jafningjahópurinn  sem  er  sá  hópur  sem  
hefur  mestu  áhrifin  á  einstaklinginn  (Liska  og  Messner,  1999).  

   
 
38  
Kenningin   um   félagsnám   segir   að   frávikshegðun   sé   lærð   í   samskiptum   við   aðra.  
Einstaklingar   sem   eru   í   frávikshegðun   eða   afbrotum   þurfa   að   tileinka   sér   ákveðna  
tækni,   hugmyndafræði   og   réttlætingar   og   í   rauninni   læra   af   öðrum   hvernig   á   að  
framkvæma  slíkt  (Liska  og  Messner,  1999).  Til  dæmis  þurfa  þeir  unglingar  sem  eru  að  
reykja  sígarettur  eða  drekka  áfengi  að  læra  hvernig  á  að  gera  það.  Áfengisneysla  og  
reykingar  er  félagsleg  hegðun  sem  lærist  í  samskiptum  við  aðra.  
Akers   (2009)   tók   undir   kenninguna   um      félagsnám   og   telur   að   frávikshegðun   sé  
lærð   í      nánum   samskiptum   við   aðra.   Til   þess   að   tileinka   sér   frávikshegðun   eða  
afbrotahegðun  þá  þarf  að  læra  tæknina  sem  þarf  til  þess  að  fremja  afbrot  og  einnig  
að   læra   að   tileinka   sér   viðhorfin   og   gildin   sem   fylgja   því   að   vera   í   afbrotum.   Ef  
unglingar   eru   í   samskiptum   við   aðra   sem   skilgreina   frávikshegðun   eða   afbrot   á  
jákvæðan   hátt   þá   fara   þeir   ósjálfrátt   sjálfir   að   skilgreina   það   sem   jákvætt   athæfi  
(Akers,  2009).    
Kenningin  um  félagsnám  getur  aftur  á  móti  allt  eins  virkað  öfugt.  Ef  unglingar  eru  í  
samskiptum   við   hóp   sem   skilgreinir   frávikshegðun   á   borð   við   áfengisneyslu   og  
reykingar   sem   neikvæð   athæfi   þá   tileinka   einstaklingarnir   sér   einnig   slík   viðhorf.    
Alveg  eins  og  frávikshegðun  er  lærð  í  samskiptum  við  hóp  sem  er  í  frávikshegðun  þá  
er  hægt  að  læra  góð  viðhorf  og  góða  hegðun  í  samskiptum  við  hóp  sem  einkennist  af  
slíku  líkt  og  gengur  og  gerist  innan  íþróttafélaga.    
Semsagt,   ef   það   eru   neikvæð   viðhorf   eða   fordæming   gagnvart   áfengisneyslu   og  
reykingum  í  umhverfi  unglinga  þá  eru  þeir  ólíklegri  til  þess  að  fara  að  neyta  áfengis  
eða  reykja  sígarettur.  Íþróttir  búa  til  neikvæð  gildi  gagnvart  áfengi  og  reykingum  og  
þess  vegna    verða  þessi  neikvæðu  viðhorf  sterkari  í  þeim  hverfum  þar  sem  fleiri  æfa  
íþróttir  og  því  sterkari  sem  viðhorfin  eru  því  ólíklegra  er  að  unglingar  fari  að  drekka  
áfengi  eða  reykja  sígarettur  burt  séð  frá  því  hvort  þeir  æfi  sjálfir  íþróttir  eða  ekki.    
Jafningjaáhrif  
Á  unglingsárunum  ganga  unglingar  í  gegnum  miklar  breytingar  á  lífi  sínu.  Þeir  þróast  
úr   því   að   vera   börn   yfir   í   að   verða   að   fullorðnum   einstaklingum.   Eðlilega   er   margt  
sem  breytist  í  þessari  þróun,  líkaminn,  tilfinningar  og  hugsanir  unglinga  þroskast  og  
breytast.  Vinatengsl  og  samskipti  við  jafningjahópinn  fara  að  skipta  miklu  máli  fyrir  
unglinginn   og   vinirnir   taka   við   af   foreldrunum   sem   mikilvægustu   áhrifavaldarnir.  

   
 
39  
Kenningar   Mead   (1934)   segja   að   þeir   aðilar   sem   hafa   virðingarstöðu   í   huga  
einstaklingsins  eða  eru  honum  mikilvægir  hafa  mest  mótandi  áhrif  á    viðkomandi.  Á  
unglingsárunum  eru  það  því  helst  þættir  í  félagslegu  umhverfi  unglinganna  á  borð  við  
skólann,   jafningjahópinn   og   íþróttafélagið   sem   hafa   mestu   áhrifin   á   það   hvernig  
hugmyndir,  gildi  og  viðhorf  þeirra  mótast.      
Félagslíf   er   unglingum   mikilvægt   og   tengsl   við   vini   skipta   miklu   máli.  
Jafningjahópurinn  hefur  því  mikil  áhrif  á  unglingana  sjálfa  og  mótast  viðhorf  þeirra  og  
gildi   í   samskiptum   við   jafningjahópinn.   Flestir   unglingar   hafa   löngun   í   að   tilheyra  
ákveðnum   hópi   hvort   sem   það   er   vinahópur,   bekkur,   skólinn   eða   eitthvað  
tómstundastarf   þar   sem   unglingar   koma   saman   sem   deila   áhugamálum   eins   og  
íþróttum,   tónlist   eða   öðru   slíku.   Unglingar   þurfa   oft   að   aðlaga   sig   að   þeim  
hugmyndum   og   viðhorfum   sem   eru   ríkjandi   innan   hópsins   (Brown,   1989;   Þórólfur  
Þórlindsson,   o.fl.   1998).   Slíkt   getur   bæði   orðið   til   þess   að   unglingar   leiðist   út   í  
áhættuhegðun  á  borð  við  áfengisneyslu  eða  reykingar  en  einnig  getur  þetta  verið  á  
hinn  veginn  þar  sem  sumir  hópar  unglinga  ýta  undir  neikvæð  viðhorf  gagnvart  slíkri  
áhættuhegðun.    
Á   unglingsárunum   eykst   áfengisneysla   og   reykingar   og   margir   prófa   að   drekka  
áfengi  eða  reykja  sígarettur  í  fyrsta  skipti  (Hrefna  Pálsdóttir,  o.fl.  2015;  ).  Það  kemur  
því  ekki  á  óvart  að  jafningjahópurinn,  einn  mesti  áhrifavaldur  í  lífi  unglinga,  hafi  mikil  
áhrif  á  það  hvort  unglingar  neyti  áfengis  eða  reyki  sígarettur.  
Fjölmargar  rannsóknir  hafa  sýnt  fram  á  að  þeir  unglingar  sem  eiga  vini  sem  neyta  
áfengis  eða  annarra  vímuefna  eru  mun  líklegri  til  þess  að  neyta  áfengis  eða  vímuefna  
sjálfir   (Álfgeir   Logi   Kristjánsson,   o.fl.   2013;   Bray,   Adams,   Getz   og   McQeen,   2003;  
Álfgeir  Logi  Kristjánsson,  o.fl.  2011;  Simons-­‐Morton  og  Farhat,  2010).  
Jafningjaáhrif  eru  ekki  bara  einhliða  áhrif  vina  á  aðra  vini.  Þeir  sem  eiga  vini  sem  
eru  í  áhættuhegðun  eru  vissulega  líklegri  til  þess  að  vera  sjálfir  í  áhættuhegðun  en  
spurningin  er  hins  vegar  hvort  er  orsök  og  hvort  er  afleiðing.  Leiðast  unglingar  út  í  
áhættuhegðun   vegna   þess   að   vinirnir   voru   í   slíku   eða   velja   unglingar   sér   vini   með  
sömu   áhugamál   og   þeir   (
Simons-­‐Morton   og   Farhat,   2010).   Ef   þær   kenningar   sem  
settar   hafa   verið   fram   hér   að   ofan   eru   skoðaðar   er   það   ljóst   að   ekki   er   endilega  
nauðsynlegt   að   áhættuhegðun   vina   og   áhættuhegðun   unglings   sé   annað   orsök   og  
hitt   afleiðing.   Félagslegt   umhverfi   og   tengsl   unglinga   innan   þess   eru   margslungin.  

   
 
40  
Unglingarnir   eru   hluti   af   umhverfinu   og   nærsamfélaginu   og   hafa   allir   áhrif   á  
samfélagið  og  hvorn  annan.    
Hverfaáhrif  
Skipulagt   íþróttastarf   á   Íslandi   fer   að   öllu   leyti   fram   innan   sjálfstætt   starfandi  
íþróttafélaga  sem  bjóða  upp  á  starfsemi  og  æfingar  eftir  að  skóladegi  líkur.  Þrátt  fyrir  
að  íþróttafélög  sé  ekki  hluti  af  skólakerfinu  þá  eru  íþróttafélögin  tengd  við  hverfin  líkt  
og   skólarnir   en   samt   sem   áður   eru   yfirleitt   nokkrir   skólar   sem   tilheyra   sama  
íþróttafélaginu.   Íþróttafélög   starfa   því   á   hverfagrundvelli   og   eru   stór   hluti   af  
nærsamfélagi  unglinga.  Eins  og  áður  hefur  komið  fram  hefur  jafningjahópurinn  mikil  
áhrif  á  unglinginn,  viðhorf  hans  og  hegðun.  Í  nærsamfélagi  unglinga  eru  skólinn  og  
skipulagt   íþróttastarf   og   annað   tómstundastarf   þeir   tveir   þættir   sem   unglingarnir  
eyða  mestum  tíma  í  og  eru  þar  af  leiðandi  mjög  mikilvægur  partur  af  nærsamfélagi  
unglinga   (Álfgeir   Logi   Kristjánson,   o.fl.   2013).   Jafningjahópurinn   er   innan  
nærsamfélagsins,  vinirnir  í  skólanum  og  í  íþróttafélaginu  til  dæmis.  Jafningjahópurinn  
er  því  einna  áhrifamesti  þátturinn  í  félagslegu  umhverfi  unglinga  og  á  því  stóran  hlut  í  
þeim   ákvarðanatökum   sem   unglingar   taka.   Til   dæmis   hafa   rannsóknir   sýnt   að  
langflestir   unglingar   hafa   orðið   drukknir   í   fyrsta   skipti   með   vinunum   úr   skólanum  
(Álfgeir  Logi  Kristjánsson  o.fl.  2012).  Því  má  með  sanni  segja  að  skólinn,  íþróttafélagið  
og  jafningjatengsl  séu  allt  hluti  af  nærsamfélagi  unglinga  og  tengslin  þar  hafa  mikil  
áhrif  á  unglingana  og  samfélag  þeirra.  
Sýnt   hefur   verið   fram   á   að   ýmis   samfélagsleg   einkenni   geti   haft   mikil   áhrif   á  
einstaklingana  innan  samfélagsins.  Komið  hefur  í  ljós  að  félagsgerð  samfélagsins  og  
önnur  samfélagsleg  einkenni  hafa  áhrif  á  afbrot  og  frávikshegðun  unglinga.  Dæmi  um  
samfélagsleg   einkenni   sem   geta   haft   áhrif   á   frávikshegðun   unglinga   eru   hlutfall  
einstæðra  foreldra,  hlutfall  búferlaflutninga,  menntunarstig  foreldra  og  atvinnuleysi  
(Jón  Gunnar  Bernburg  og  Þórólfur  Þórlindsson,  2006).    
Íslenskar  rannsóknir  hafa  skoðað  félagsleg  einkenni  skólahverfa  og  telja  að  innan  
hverfis   komi   fram   einhver   félagsleg   áhrif   á   einstaklingana   sem   búa   þar.   Sýnt   hefur  
verið   fram   á   að   félagslegt   taumhald   meðal   foreldra   í   skólahverfinu   dregur   úr  
frávikshegðun  meðal  unglinga  (Jón  Gunnar  Bernburg  og  Þórólfur  Þórlindsson,  2006;  
Þórólfur  Þórlindsson,  o.fl.  2012).    

   
 
41  
Hverfaáhrif   eru   því   mikilvægur   þáttur   í   því   að   skilja   hvernig   unglingar   haga   sér.  
Hverfaáhrif  eru  í  raun  smitunaráhrif  milli  jafningahópa,  það  eru  einhver  einkenni  til  
staðar   í   hverfinu   sem   hafa   áhrif   á   hugsanir   og   hegðun   hópsins   sem   þar   býr   (Jón  
Gunnar  Bernburg  og  Þórólfur  Þórlindsson,  2006).    
Áhrif  íþróttaiðkunar  á  áfengisneyslu  og  reykingar  
Hér   að   ofan   hefur   verið   farið   ítarlega   yfir   félagslegt   umhverfi   og   félagsleg   tengsl  
innan   skipulags   íþróttastarfs   og   fjallað   hefur   verið   um   hvernig   félagsleg   áhrif  
íþróttaiðkunar  geta  ýtt  undir  góð  gildi  og  dregið  úr  ýmis  konar  frávikshegðun  á  borð  
við  áfengisneyslu  og  reykingar.    
Af  þeim  sökum  er  mikilvægt  að  skoða  vel  áhrif  íþróttaiðkunar  á  áfengisneyslu  og  
reykingar  unglinga,  en  mikið  og  gott  forvarnarstarf  gegn  vímuefnaneyslu  hefur  verið  
unnið   á   Íslandi   á   undanförnum   árum   og   áratugum   og   mikill   árangur   hefur   náðst  
(Hrefna  Pálsdóttir,  Jón  Sigfússon,  o.fl.  2014).    
Verulega   hefur   dregið   úr   bæði   áfengisneyslu   og   reykingum   meðal   unglinga,  
sérstaklega  á  síðustu  árum.  Sem  dæmi  má  nefna  að  árið  1997  voru  49,3%  nemenda  í  
8.  til  10.  bekk  sem  höfðu    prófað  að  reykja  sígarettur  einhverntíman  um  ævina  en  nú  
árið  2015  eru  aðeins  10%  unglinga  á  sama  aldri  sem  hafa  prófað  slíkt.  Sama  mynstur  
sést  hvað  varðar  áfengisneyslu,  árið  1997  voru  40,7%  unglinga  í  8.  til  10.  bekk  sem  
höfðu  orðið  drukknir  um  ævina  en  nú  árið  2015  eru  aðeins  7%  unglinganna  sem  hafa  
orðið   drukkin   um   ævina   (Hrefna   Pálsdóttir,   o.fl.   2015).   Nú   í   dag   er   svo   komið   að  
Ísland  er  það  land  í  Evrópu  sem  hefur  lægsta  tíðni  áfengisneyslu  og  næst  lægstu  tíðni  
reykinga  meðal  unglinga  (Hibell,  o.fl.  2009).    
Þó   nokkuð   margar   rannsóknir   hafa   beint   sjónum   sínum   að   áhættuþáttum  
frávikshegðunar    meðal  unglinga.  Töluverð  þekking  er  til  staðar  um  málefni  unglinga  
og  hefur  komið  í  ljós  að  áhættuþættir  afbrota,  ofbeldis  og  vímuefnaneyslu  eru  veik  
tengsl   við   skólakerfið,   veik   tengsl   við   foreldra   og   lítil   þátttaka   í   félags-­‐   og  
tómstundastarfi.   Einnig   hefur   marg   oft   komið   fram   mikilvægi   jafningjahópsins   og  
viðhorfa  hans  (Jón  Gunnar  Bernburg  og  Þórólfur  Þórlindsson,  2006).    
Nokkrar  erlendar  rannsóknir  hafa  fundið  jákvætt  samband  á  milli  íþróttaiðkunar  
og  áfengisneyslu.  Þessar  rannsóknir  hafa  þó  flestar  rannsakað  unglinga  sem  komnir  
eru  í  framhaldsskóla  og  eru  nær  allar  bandarískar  rannsóknir.  Svo  til  allar  rannsóknir  

   
 
42  
eru   aftur   á   móti   sammála   um   að   sterkt   neikvætt   samband   sé   á   milli   reykinga   og  
annarra  ólöglegra  vímuefna  og  íþróttaiðkunar  (Lisha  og  Sussman,  2010).    
Þær  rannsóknir  sem  hafa  verið  gerðar  hér  á  landi  á  unglingum  á  grunnskólaaldri  
hafa  sýnt  að  sambandið  á  milli  íþróttaiðkunar  og  bæði  áfengisneyslu  og  reykinga  sé  
neikvætt,  þeir  sem  stunda  íþróttir  eru  ólíklegri  til  þess  að  drekka  áfengi  (Álfgeir  Logi  
Kristjánsson  o.fl.  2012;  Þórólfur  Þórlindsson,  o.fl.  1994;  Viðar  Halldórsson,  o.fl.  2014)  
eða   reykja   sígarettur   (Þórólfur   Þórlindsson   og   Rúnar   Vilhjálmsson,   1991;   Þórólfur  
Þórlindsson,   o.fl.   2012).   Niðurstöður   íslenskra   rannsóknar   eru   í   samræmi   við  
niðurstöður   rannsókna   frá   Norðurlöndunum   og   öðrum   Evrópulöndum   (Viðar  
Halldórsson,  o.fl.  2014).  
Í   rannsókn   sem   gerð   var   meðal   norskra   ungmenna   kom   í   ljós   að   44%   barna   og  
unglinga   á   aldrinum   8   til   24   ára   tók   þátt   í   skipulögðu   íþróttastarfi   á   vegum  
íþróttafélaga   innan   Íþrótta-­‐   og   Ólympíusambands   Noregs.   Yfirlýst   markmið  
samtakanna  er  að  draga  úr  áfengisneyslu  og  efla  heilsu.  Niðurstöður  rannsóknarinnar  
leiddu   í   ljós   að   þátttaka   í   íþróttum   var   mikilvægur   þáttur   í   því   að   seinka  
áfengisdrykkju   unglinga.   Þeir   unglingar   sem   tóku   þátt   í   skipulögðu   íþróttastarfi  
drukku  síður  áfengi.  Ástæðurnar  fyrir  því  telja  þeir  vera  þrennskonar,  í  fyrsta  lagi  þá  
eru   reglur   innan   íþróttafélaga   sem   banna   áfengisdrykkju.   Í   öðru   lagi   þá   hefur  
fjölskyldugerðin   breyst   og   í   kjölfar   þess   hafa   íþróttafélögin   fengið   meira   vægi   hjá  
unglingum,  þar  myndast  félagslegt  tengslanet  og  þar  eru  fyrirmyndirnar.  Að  lokum  
þá  eru  þeir  unglingar  sem  æfa  íþróttir  mjög  uppteknir  við  æfingar  og  hafa  því  mjög  
lítinn  tíma  til  þess  að  fara  og  drekka  áfengi  (Hellandsjø,  o.fl.  2002).  
Viðar   Halldórsson,   o.fl.   (2014)   gerðu   rannsókn   þar   sem   áhrif   ýmissa   þátta   í  
félagslegu   umhverfi   unglinga   á   áfengisneyslu   voru   skoðuð.   Rannsóknin   sýndi   skýrt  
fram   á   að   þeir   unglingar   sem   stunduðu   íþróttir   með   íþróttafélagi   voru   ólíklegri   til  
þess  að  hafa  smakkað  áfengi,  orðið  drukknir  um  ævina  og  orðið  drukknir  síðustu  30  
daga.   Einnig   kom   í   ljós   að   munur   var   á   eftir   því   hversu   oft   unglingarnir   stunduðu  
íþróttir.  Þeir  unglingar  sem  æfðu  íþróttir  einu  sinni  til  þrisvar  í  viku  voru  líklegri  til  að  
hafa  orðið  drukkin  heldur  en  þeir  unglingar  sem  æfðu  íþróttir  fjórum  sinnum  í  viku  
eða  oftar.  Rannsóknin  sýndi  einnig  fram  á  að  skýrt  samspil  væri  á  milli  íþróttaiðkunar  
og  áfengisneyslu  vina  varðandi  líkurnar  á  því  að  unglingar  hafi  orðið  drukknir.    

   
 
43  
Einnig  hefur  verið  sýnt  fram  á  að  félagsleg  viðmið  og  gildi  dragi  úr  áfengisneyslu  
meðal  unglinga  sem  æfa  íþróttir.  Í  langtímarannsókn  sem  fór  fram  á  unglingum  sem  
stunduðu  íþróttir  þá  var  unglingunum  veitt  fræðsla  um  áfengisneyslu  ásamt  því  að  
sterkum  gildum  gegn  áfengi  var  haldið  að  þeim.  Síðan  voru  unglingarnir  rannsakaðir    
og  áfengisneysla  þeirra  mæld  þrisvar  með  árs  millibili.  Niðurstöðurnar  voru  þær  að  
gildin   meðal   unglinganna   breyttust   og   það   dró   verulega   úr   áfengisneyslu   þeirra  
(Perkins  og  Craig,  2006).  Þessi  rannsókn  sýnir  fram  á  að  þau  félagslegu  viðmið  og  gildi  
sem  eru  ríkjandi  innan  ákveðins  hóps  stjórnar  að  miklu  leiti  því  sem  þau  taka  sér  fyrir  
hendur.    
Rannsóknir  á  áhrifum  íþróttaiðkunar  á  reykingar  hafa  sýnt  að  þeir  unglingar  sem  
taka  þátt  í  skipulögðu  íþróttastarfi  eru  ólíklegri  til  þess  að  hafa  reykt  sígarettur  (Lisha  
og   Sussman,   2010;   Þórólfur   Þórlindsson   og   Rúnar   Vilhjálmsson,   1991;   Pate,   Trost,  
Levin  og  Dowda,  2000).  Einnig  hefur  komið  í  ljós  að  íþróttaiðkun  hefur  sterkari  áhrif  á  
reykingar  heldur  en  áfengisneyslu.  Þeir  unglingar  sem  eru  í  íþróttum  eru  enn  ólíklegri  
til   þess   að   reykja   heldur   en   þeir   eru   til   að   drekka   áfengi   (Þórólfur   Þórlindsson   og  
Rúnar  Vilhjálmsson,  1991).    
Ef   horft   er   til   áfengisneyslu   og   reykinga   kynjanna   þá   hafa   rannsóknir   ekki   sýnt  
stöðugleika  varðandi  mun  á  áfengisneyslu  kynjanna.  Árið  2009  voru  stelpur  líklegri  
en  strákar  til  þess  að  hafa  orðið  drukknar  og  bæði  kynin  voru  jafn  líkleg  til  þess  að  
hafa   reykt   sígarettur   (Margrét   Lilja   Guðmundsdóttir,   Álfgeir   Logi   Kristjánsson,   Inga  
dóra  sigfúsdóttir  og  Jón  Sigfússon,  2009).    Árið  2012  voru  strákar  aftur  á  móti  líklegri  
til  þess  að  hafa  orðið  drukknir  heldur  en  stelpur  og  einnig  voru  þeir  líklegri  til  þess  að  
hafa  prófað  að  reykja  sígarettur.  Árið  2014  voru  stelpur  líklegri  til  þess  að  hafa  orðið  
drukknar  um  ævina  en  strákar  voru  líklegri  til  þess  að  hafa  prófað  að  reykja  sígarettur  
(Hrefna  Pálsdóttir,  Jón  Sigfússon,  o.fl.  2014).    
Rík  hefð  er  fyrir  því  að  skoða  einstaklingana  og  hvaða  áhættuþættir  það  séu  sem  
einkenna   einstaklinga   sem   leiðast   útí   frávikshegðun   á   borð   við   áfengisneyslu   og  
reykingar.   Mun   færri   rannsóknir   eru   gerðar   á   samfélagsstigi   þar   sem   áherslan   er   á  
félagsgerð  nærsamfélagsins  eða  hverfisins.  Það  hefur  komið  í  ljós  að  frávikshegðun  
meðal  unglinga  er  ólík  eftir  félagsgerð  hverfisins  sem  þeir  tilheyra.  Vandamál  á  borð  
við   afbrot   og   vímuefnaneyslu   eru   breytileg   eftir   landsvæðum   og   hverfum   (Jón  
Gunnar  Bernburg  og  Þórólfur  Þórlindsson,  2006).    

   
 
44  
Þórólfur   Þórlindsson,   Margrét   Valdimarsdóttir   og   Stefán   Hrafn   Jónsson   (2012)  
rannsökuðu  áhrif  félagslegrar  formgerðar  og  félagsauðs  í  hverfi  á  reykingar.  Meðal  
niðurstaðna   var   að   því   meiri   félagsauður   sem   er   til   staðar   í   hverfinu   því   minni   eru  
líkurnar   á   því   að   unglingur   reyki.   Það   sem   meira   er   kom   í   ljós   að   íþróttaiðkun   í  
hverfinu  hafði  neikvæða  fylgni  við  reykingar  unglinga.  Þeir  unglingar  sem  taka  þátt  í  
íþróttum   eru   ólíklegri   til   þess   að   reykja   og   einnig   eru   þeir   unglingar   sem   æfa   ekki  
íþróttir  en  búa  í  hverfi  þar  sem  íþróttaþátttaka  er  mikil  ólíklegri  til  að  reykja.  
Rannsóknir  hafa  einnig  sýnt  að  gífurlega  margir  unglingar  byrja  að  neita  áfengis  
við  upphaf  framhaldsskóla  og  fleiri  prófa  að  reykja  sígarettur.  Sérstök  aukning  er  þó  í  
áfengisneyslu.   Hlutfallslegur   munur   á   áfengisneyslu   frá   10.   bekk   til   fyrsta   árs   í  
framhaldsskóla   er   mikill,   sem   dæmi   þá   höfðu   31,3%   árgangs   1994   orðið   ölvuð   í  
10.bekk   en   49,5%   sama   árgangs   höfðu   orðið   ölvuð   við   upphaf   framhaldsskóla.  
Hlutfallsleg  aukning  á  áfengisneyslu  á  þessum  stutta  tíma  er  58,1%.  Þessi  hutfallslega  
aukning  frá  10.  bekk  fram  til  fyrsta  árs  í  framhaldsskóla  er  einnig  að  aukast,  fleiri  og  
fleiri   drekka   ekki   áfengi   í   10.   bekk   en   gera   það   síðan   á   fyrsta   ári   í   framhaldsskóla  
(Álfgeir  Logi  Kristjánsson  o.fl,  2011).  
Eins   og   komið   hefur   fram   hér   að   ofan   er   sterkt   félagslegt   taumhald   innan  
íþróttafélaga.  Ef  félagslegt  taumhald  dregur  úr  frávikshegðun  unglinga  þá  ætti  það  að  
vera   þannig   að   því   fleiri   í   hverfinu   sem   eru   í   skipulögðu   íþróttastarfi,   því   meira   er  
félagslegt   taumhald   og   því   minni   er   frávikshegðun   á   borð   við   áfengisneyslu   og  
reykingar.  Unglingar  í  skipulögðu  íþróttastarfi  taka  þessi  viðhorf  og  gildi  sem  myndast  
í  íþróttastarfinu  inn  í  nærsamfélag  unglinganna  í  skólahverfinu.  Unglingar  hafa  áhrif  á  
unglinga   og   áhrifin   smitast   á   milli.   Félagslegu   áhrifin   sem   verða   til   innan  
íþróttafélaganna   eru   þess   vegna   ekki   bara   til   staðar   hjá   þeim   unglingum   sem   eru  
sjálfir   í   íþróttum   heldur   smitast   þeirra   viðhorf   og   gildi   til   annarra   unglinga   í   þeirra  
nærsamfélagi  þó  þeir  séu  ekki  sjálfir  í  íþróttum.  Þetta  er  mikilvægt  af  þeim  sökum  að  
það   er   ekki   eingöngu   hægt   að   horfa   á   einstaklingana,   unglingarnir   eru   hluti   af  
jafningjahópnum  og  allir  hafa  þeir  áhrif    hvor  á  annan.    
 
 
 

   
 
45  
Tilgátur  rannsóknarinnar    
Rannsókn   þessi   einsetur   sér   að   kanna   áhrif   skipulagðrar   íþróttaiðkunar   á  
áfengisneyslu  og  reykingar  meðal  unglinga.  Lögð  verður  áhersla  á  að  skoða  félagslegt  
umhverfi  þeirra  og  félagsleg  tengsl  og  sýna  hvernig  slíkt  hefur  áhrif  á  áfengisneyslu  
og  reykingar.  Einblínt  verður  á  samspil  íþróttaiðkunar  og  áhrifa  frá  jafningjahópnum.  
Einnig   verða   rannsökuð   áhrif   íþróttaiðkunar   unglinga   í   hverfi   á   áfengisneyslu   og  
reykingar   unglinga   í   hverfinu.   Rannsóknir   á   áhrifum   íþróttaiðkunar   unglinga   á  
áfengisneyslu  og  reykingar  þeirra  eru  þó  nokkrar  og  hafa  flestar  íslenskar  rannsóknir  
leitt   í   ljós   neikvætt   samband.   Því   ætti   einnig   að   vera   neikvætt   samband   á   milli  
þessara   þátta   á   skólahverfastigi.   Samskonar   rannsókn   hefur   ekki   verið   gerð   áður   á  
Íslandi  og  markmið  hennar  er  að  lýsa  náið  sambandinu  á  milli  íþróttaiðkunar  unglinga  
í  hverfi  og  áfengisneyslu  og  reykinga  unglinga  í  hverfi  og  reyna  að  kafa  enn  dýpra  en  
áður  hefur  verið  gert.  Rannsóknin  mun  nýta  þær  kenningar  sem  fjallað  hefur  verið  
um  hér  að  ofan  til  þess  að  útskýra  afhverju  skipulagt  íþróttastarf  hefur  forvarnargildi  
og  dregur  úr  áfengisneyslu  og  reykingum  unglinga.    
Tilgátur  rannsóknarinnar  eru  eftirfarandi:  
Yüklə 1,14 Mb.

Dostları ilə paylaş:
1   2   3   4   5   6   7   8   9   10   11




Verilənlər bazası müəlliflik hüququ ilə müdafiə olunur ©azkurs.org 2025
rəhbərliyinə müraciət

gir | qeydiyyatdan keç
    Ana səhifə


yükləyin