Tafla 6. Krosstafla fyrir tengsl íþróttaiðkunar með íþróttafélagi við það hversu margir
af vinum viðkomandi neyta áfengis eða reykja sígarettur.
Þegar tafla sex er skoðuð kemur í ljós að færri unglingar sem stunda íþróttir með
íþróttafélagi eiga vini sem drekka áfengi eða reykja sígarettur. Hærra hlutfall
unglinga sem stunda íþróttir með íþróttafélagi á enga vini sem drekka áfengi eða
reykja sígarettur heldur en hlutfall þeirra unglinga sem ekki æfa íþróttir með
íþróttafélagi. Hlutfall þeirra sem eiga enga vini sem drekka áfengi eða reykja
sígarettur fer einnig hækkandi eftir því hversu oft unglingarnir æfa íþróttir. Sem
dæmi má nefna að meðal þeirra sem æfa aldrei íþróttir með íþróttafélagi eru 50%
sem eiga enga vini sem drekka, en meðal þeirra sem æfa íþróttir einu sinni til þrisvar
í viku eru það 58,4% sem eiga enga vini sem drekka og hjá þeim sem æfa fjórum
sinnum í viku eða oftar er hlutfallið orðið 61,7%. Sami munur er til staðar hvað
varðar reykingar, meðal þeirra sem æfa ekki íþróttir eru 61,1% sem eiga enga vini
Stundar íþróttir með íþróttafélagi
Aldrei 1-‐3 sinnum í viku
4 sinnum í viku
eða oftar
Áfengisneysla vina
Hversu margir af vinum þínum telur þú að drekki áfengi?
Engir
1931 (50%)
1394 (58.4%)
2568 (61.7%)
Fáir eða nokkrir
1643 (42.5%)
884 (37%)
1470 (35.5%)
Flestir eða nær allir
289 (7.5%)
111 (4.6%)
127 (3%)
Samtals
3863 (100%)
2389 (100%)
4165 (100%)
Reykingar vina
Hversu margir af vinum þínum telur þú að reyki sígarettur?
Engir
2360 (61.1%)
1686 (70.5%)
3156 (75.7%)
Fáir eða nokkrir
1343 (34.8%)
656 (27.4%)
974 (23.4%)
Flestir eða nær allir
161 (4.2%)
50 (2.1%)
41 (1%)
Samtals
3864 (100%)
2392 (100%)
4171 (100%)
66
sem reykja, en meðal þeirra sem æfa einu sinni til þrisvar er hlutfallið 70,5% og
meðal þeirra sem æfa fjórum sinnum eða oftar er það orðið 75,5%. Einnig sést
töluverður munur á þeim sem eiga fáa eða marga vini sem drekka áfengi eða reykja
sígarettur en í þeim hópum er hærra hlutfall meðal þeirra sem stunda ekki íþróttir
með íþróttafélagi.
Þegar á heildina er litið er helsta niðurstaðan sú að þeir unglingar sem stunda
íþróttir drekka síður áfengi og reykja síður sígarettur. Að auki eiga þeir sem stunda
íþróttir einnig færri vini sem eru að drekka áfengi eða reykja sígarettur. Tengslin fara
einnig vaxandi eftir því hversu oft unglingarnir æfa íþróttir. Því oftar sem unglingarnir
æfa íþróttir í viku því ólíklegri eru þeir til þess að hafa neytt áfengis eða reykt
sígarettur og því oftar sem þeir æfa eru þeir einnig ólíklegri til þess að eiga vini sem
hafa neytt áfengis eða reykt sígarettur.
Tvíkosta aðhvarfsgreining
Til þess að skoða enn betur samspilið á milli íþróttaiðkunar með íþróttafélagi og
áfengisneyslu og reykinga þá er gerð tvíkosta aðhvarfsgreining. Niðurstöður tvíkosta
aðhvarfsgreiningar má sjá í töflu sjö. Í töflunni eru sýndar niðurstöður í tveimur
jöfnum, sú fyrri er fyrir áhrif óháðu breytanna á áfengisneyslu unglinganna og sú
seinni er fyrir áhrif sömu óháðu breyta á reykingar unglinganna.
Niðurstöðurnar sýna að allar óháðu breyturnar hafa nær allar marktæk áhrif á
áfengisneyslu og reykingar unglinganna. Það reynist ekki vera marktækur munur á
áfengisneyslu þeirra unglinga sem æfa einu sinni til þrisvar í viku og þeirra sem æfa
aldrei íþróttir og ekki er marktækur munur á bæði áfengisneyslu og reykingum
unglinga í 9. bekk og 8.bekk. Þær niðurstöður eiga því eingöngu við um þann árgang
unglinga sem tók þátt í rannsókninni og ekki er hægt að nota niðurstöðurnar til að
alhæfa yfir á þýði allra unglinga. Hægt er að segja að íþróttaiðkun með íþróttafélagi,
áfengisneysla og reykingar vina, kyn og bekkur hafi sterkt forspárgildi hvað varðar
áfengisneyslu og reykingar unglinganna sjálfra.
67
Tafla 7. Niðurstöður tvíkosta aðhvarfsgreiningar fyrir áhrif íþróttaiðkunar, kyns,
bekkjar, áfengisneyslu og reykinga vina á tvær háðar breytur, áfengisneyslu og
reykingar unglingsins.
Jafna 1 sýnir upplýsingar um áhrif óháðu breytanna á áfengisneyslu unglinga. Ef
taflan er skoðuð kemur í ljós að þeir unglingar sem æfa íþróttir með íþróttafélagi eru
líklegri til þess að vera í þeim hópi unglinga sem aldrei hefur orðið drukkinn. Þeir sem
æfa íþróttir einu sinni til þrisvar í viku eru aðeins ólíklegri til þess að hafa orðið
drukknir heldur en þeir sem æfa aldrei og þeir sem æfa fjórum sinnum í viku eða
oftar eru ennþá ólíklegri til að hafa orðið drukkin. Strákar eru líklegri heldur en
stelpur til þess að hafa orðið drukknir og því eldri sem unglingarnir eru í því líklegri
eru þeir til þess að hafa orðið drukknir. Þeir sem eru í 9. bekk eru aðeins líklegri til
þess að hafa orðið drukknir heldur en þeir sem eru í 8. bekk og þeir sem eru í 10.
bekk eru enn líklegri til þess að hafa orðið drukknir heldur en þeir sem eru í 8. bekk.
Jafna 1
Háð breyta: Áfengisneysla
Jafna 2
Háð breyta: Reykingar
Logit
stuðull
Staðalvilla
Logit
stuðull
Staðalvilla
Íþróttir 1-‐3 í viku
-‐0.409
0.095
-‐0.417*
0.083
Íþróttir 4 sinnum eða oftar
-‐0.740*
0.087
-‐0.996*
0.080
Stelpur
-‐0.277*
0.074
-‐0.599*
0.067
9. bekkur
0.194
0.112
0.127
0.044
10. bekkur
0.743*
0.104
0.182*
0.088
Áfengi – Fáir vinir
1.561*
0.122
0.763*
0.139
Áfengi – Margir vinir
3.215*
0.169
1.867*
0.216
Reykingar – Fáir vinir
0.882*
0.093
1.389*
0.127
Reykingar – Margir vinir
2.067*
0.208
2.794*
0.305
Fasti jöfnu
-‐3.693
-‐2.530
* P < 0.01
68
Áfengisneysla og reykingar vina auka líkurnar á því að unglingur hafi orðið
drukkinn. Það þýðir að því fleiri vini sem unglingur á sem neytir áfengis eða reykir
sígarettur því hærri eru líkurnar á því að unglingurinn hafi orðið drukkinn.
Áfengisneysla vina hefur sterkara forspárgildi heldur en reykingar vina fyrir
áfengisneyslu unglingsins. Þeir sem eiga fáa en einhverja vini sem drekka áfengi eru
líklegri til að hafa orðið drukknir en þeir sem eiga enga vini sem drekka áfengi. Þeir
sem eiga marga vini sem drekka áfengi eru ennþá líklegri til þess að hafa orðið
drukknir heldur en þeir sem eiga enga vini sem drekka áfengi. Sömu sögu er að segja
um reykingarnar, þeir sem eiga fáa en einhverja vini sem reykja sígarettur eru líklegri
til að hafa orðið drukknir en þeir sem eiga enga vini sem reykja. Þeir sem eiga marga
vini sem reykja sígarettur eru ennþá líklegri til þess að hafa orðið drukknir heldur en
þeir sem eiga enga vini sem reykja.
Ef skoðuð er jafna 2 þá kemur í ljós nákvæmlega sama mynstur hvað varðar
reykingar unglinga. Allar óháðu breyturnar hafa marktæk áhrif á reykingar unglinga
fyrir utan breytuna 9. bekkur. Niðurstöðurnar eru að þeir unglingar sem æfa íþróttir
með íþróttafélagi eru líklegri til þess að vera í þeim hópi unglinga sem aldrei hefur
reykt sígarettur. Þeir sem æfa íþróttir einu sinni til þrisvar í viku eru töluvert ólíklegri
til þess að hafa reykt sígarettur heldur en þeir sem æfa aldrei og þeir sem æfa fjórum
sinnum í viku eða oftar eru ennþá ólíklegri til að hafa reykt sígarettur. Íþróttaiðkun
dregur meira úr líkunum á reykingum heldur en líkunum á áfengisneyslu þó svo að
íþróttaiðkun dragi verulega úr hvoru tveggja.
Strákar eru síðan líklegri heldur en stelpur til þess að hafa prófað að reykja
sígarettur og því eldri sem unglingarnir eru í því líklegri eru þeir til þess að hafa reykt
sígarettur. Þeir sem eru í 9. bekk eru aðeins líklegri til þess að hafa reykt heldur en
þeir sem eru í 8. bekk og þeir sem eru í 10. bekk eru einnig aðeins líklegri til þess að
hafa reykt heldur en þeir sem eru í 8. bekk. Ekki er mikill munur á reykingum eftir
bekkjardeild að minnsta kosti ekki í samanburði við þann mun sem sést á
áfengisneyslunni eftir bekkjardeild.
Áfengisneysla og reykingar vina auka líkurnar á reykingum unglinga líkt og þær
breytur auka líkurnar á áfengisneyslu. Því fleiri vini sem unglingur á sem drekka
áfengi eða reykja sígarettur því meiri eru líkurnar á því að unglingurinn hafi orðið
drukkinn. Reykingar vina hafa sterkara forspárgildi fyrir reykingar unglings heldur en
69
áfengisneysla vina. Þeir sem eiga fáa en einhverja vini sem drekka áfengi eru líklegri
til að hafa reykt heldur en þeir sem eiga enga vini sem drekka áfengi. Þeir sem eiga
marga vini sem drekka áfengi eru ennþá líklegri til þess að hafa reykt heldur en þeir
sem eiga enga vini sem drekka áfengi. Áhrif reykinga vina á reykingar eru ívið meiri,
þeir sem eiga fáa en einhverja vini sem reykja sígarettur eru líklegri til að hafa reykt
heldur en þeir sem eiga enga vini sem reykja. Þeir sem eiga marga vini sem reykja
sígarettur eru ennþá líklegri til þess að hafa reykt heldur en þeir sem eiga enga vini
sem reykja.
Forspárlíkindi
Þar sem notast er við tvíkosta aðhvarfsgreiningu er ekki er hægt að reikna forspá
með jöfnu bestu línu líkt og gert er í venjulegri aðhvarfsgreiningu. Til þess að skoða
enn betur áhrif íþróttaiðkunar með íþróttafélagi og annarra þátta á áfengisneyslu og
reykingar unglinga verða reiknuð forspárlíkindi og niðurstöður þeirra útreikninga
birtir myndrænt. Forspárlíkindi segja til um líkurnar á því að tiltekinn einstaklingur
hafi orðið drukkinn eða hafi reykt sígarettur eftir því hvort hann æfi íþróttir með
íþróttafélagi og þá hversu oft, hvort hann sé sé strákur eða stelpa, eigi enga eða
marga vini sem drekki áfengi og svo framvegis. Þegar verið er að skoða ákveðnar
breytur sérstaklega eins og til dæmis íþróttaiðkun og kyn þá er öðrum breytum í
jöfnunni haldið föstum á meðaltali. Þá er eingöngu verið að skoða áhrif þeirra breyta
sem tekið er fram og allir fá meðaltals gildi á öðrum breytum. Fyrst verða skoðaðar
líkurnar á því að unglingarnir hafi orðið drukknir um ævina og þar eftir verða
skoðaðar líkurnar á því að unglingarnir hafi reykt sígarettur um ævina.
70
Áfengisneysla
Á mynd fjögur kemur í ljós að því oftar sem unglingar stunda íþróttir með
íþróttafélagi því ólíklegri eru þeir til þess að hafa orðið drukknir. Einnig kemur í ljós
að strákar eru líklegri heldur en stelpur til þess að hafa orðið drukknir. Munurinn á
strákum og stelpur er meiri á meðal þeirra sem ekki stunda íþróttir með íþróttafélagi
í samanburði við þá sem æfa íþróttir hvort sem það er einu sinni til þrisvar eða
fjórum sinnum eða oftar. Sem dæmi má nefna að aðeins 5,8% líkur eru á því að
stelpa sem stundar íþróttir með íþróttafélagi fjórum sinnum í viku eða oftar hafi
orðið drukkin um ævina. Strákar sem æfa fjórum sinnum eða oftar eru aðeins líklegri
til þess að hafa orðið drukknir þar sem líkurnar hjá þeim eru 7,5%. Hjá þeim stelpum
sem æfa einu sinni til þrisvar í viku eru líkurnar á því að hafa orðið drukkin 7,9% en
hjá strákum sem æfa jafn oft eru þær 10,2%. Líkurnar hjá strákum sem ekki æfa
íþróttir með íþróttafélagi eru töluvert hærri eða 14,6% og líkurnar hjá stelpum sem
æfa ekki íþróttir eru síðan 11,4%. Líkurnar á áfengisneyslu unglinga fara stiglækkandi
hjá báðum kynjum eftir því sem þau æfa oftar í viku íþróttir með íþróttafélagi.
Mynd 4. Reiknuð forspárlíkindi fyrir líkurnar á því að unglingur hafi orðið drukkinn
eftir íþróttaiðkun og kyni.
11.4%
7.9%
5.8%
14.6%
10.2%
7.5%
0%
2%
4%
6%
8%
10%
12%
14%
16%
18%
20%
Stundar aldrei íþrókr Stundar íþrókr 1-‐3 sinnum
í viku
Stundar íþrókr 4 sinnum í
viku eða olar
Líkurnar á því að hafa orðið drukkinn
Stelpur
Strákar
71
Á mynd fimm má sjá svipaðar niðurstöður og á mynd fjögur hér að ofan nema hér er
verið að skoða bekk í staðinn fyrir kyn. Eins og áður eru þeir unglingar sem æfa
íþróttir ólíklegri til þess að hafa orðið drukknir heldur en þeir sem æfa ekki íþróttir.
Einnig kemur hér í ljós munurinn eftir því hvort unglingarnir eru í 8., 9., eða 10. bekk.
Eins og við mátti búast þá aukast líkurnar á því að unglingarnir hafi orðið drukknir því
eldri sem þeir eru. Ekki er ýkja mikill munur á unglingum í 8. og 9. bekk en munurinn
verður töluvert meiri í 10. bekk. Áberandi mestur munur á milli bekkja er meðal
þeirra unglinga sem stunda ekki íþróttir. Ef skoðaðir eru þeir unglingar sem stunda
aldrei íþróttir þá eru 9,8% líkur á því að þeir sem eru í 8. bekk hafi orðið drukknir,
11,6% líkur hjá þeim sem eru í 9. bekk og 18,6% líkur hjá þeim sem eru í 10. bekk.
Líkurnar fara svo lækkandi eftir því sem unglingarnir æfa íþróttir oftar í viku en
aðeins 4,9% líkur eru á því að unglingur sem æfir fjórum sinnum í viku og er í 8. bekk
hafi orðið drukkinn, 5,9% hjá þeim í 9.bekk og 9,8% hjá þeim í 10. bekk sem æfa jafn
oft.
Mynd 5. Reiknuð forspárlíkindi fyrir líkurnar á því að unglingur hafi orðið drukkinn
eftir íþróttaiðkun og bekk.
9.8%
6.7%
4.9%
11.6%
8.0%
5.9%
18.6%
13.1%
9.8%
0%
5%
10%
15%
20%
25%
30%
35%
40%
45%
50%
55%
60%
Stundar aldrei íþrókr Stundar íþrókr 1-‐3 sinnum
í viku
Stundar íþrókr 4 sinnum í
viku eða olar
Líkurnar á því að hafa orðið drukkinn
8. bekkur
9. bekkur
10. bekkur
72
Mynd 6. Reiknuð forspárlíkindi fyrir líkurnar á því að unglingur hafi orðið drukkinn
eftir íþróttaiðkun og fjölda vina sem drekka áfengi.
Mynd sex sýnir líkurnar á áfengisneyslu eftir því hversu oft unglingar stunda íþróttir
með íþróttafélagi og einnig eftir því hversu marga vini unglingarnir eiga sem drekka
áfengi. Þessi mynd sýnir greinilega hve gríðarlega sterk jafningjaáhrifin eru. Þeir
unglingar sem eiga vini sem drekka áfengi eru margfalt líklegri til þess að gera slíkt
sjálfir.
Þeir unglingar sem segjast eiga enga vini sem drekka áfengi eru mjög ólíklegir til
þess að hafa orðið drukknir sama hvort þeir æfi íþróttir eða ekki. Aðeins eru 1,9%
líkur á því að unglingur sem æfir íþróttir fjórum sinnum í viku eða oftar og á enga vini
sem drekka áfengi hafi orðið drukkinn, líkurnar hjá þeim sem æfa einu sinni til þrisvar
í viku eru 2,6%, á meðan 3,9% líkur eru á því að sá sem ekki æfir íþróttir og á enga
vini sem drekka hafi orðið drukkinn. Ef skoðaðir eru þeir unglingar sem eiga nokkra
eða fáa vini sem drekka áfengi þá eru þeir töluvert líklegri til þess að drekka sjálfir
heldur en þeir sem eiga enga vini sem drekka áfengi. Þetta mynstur kemur fram bæði
meðal þeirra unglinga sem æfa íþróttir og þeirra sem ekki æfa íþróttir. Munurinn á
unglingunum eftir því hvort þeir æfi íþróttir er þó meiri hér þar sem töluvert hærri
líkur eru á því að unglingur sem er ekki í íþróttum og á einhverja vini sem drekka
3.9%
2.6%
1.9%
16.1%
11.3%
8.4%
50.2%
40.1%
32.5%
0%
5%
10%
15%
20%
25%
30%
35%
40%
45%
50%
55%
60%
65%
70%
Stundar aldrei íþrókr Stundar íþrókr 1-‐3 sinnum
í viku
Stundar íþrókr 4 sinnum í
viku eða olar
Líkurnar á því að hafa orðið drukkinn
Engir vinir sem drekka áfengi
Fáir vinir sem drekka áfengi
Margir vinir sem drekka áfengi
73
áfengi drekki það sjálfur. Þeir unglingar sem eiga marga vini sem drekka áfengi eru
frekar líklegir til þess að drekka það sjálfir. Þeir unglingar sem æfa ekki íþróttir og
eiga marga vini sem drekka áfengi hafa 50,2% líkur á því að þeir hafi sjálfir orðið
drukknir. Líkurnar á áfengisneyslu fara síðan lækkandi eftir því hversu oft
unglingarnir æfa íþróttir en þeir sem æfa einu sinni til þrisvar eru aðeins ólíklegri til
að hafa orðið drukknir, eða 40,1% og líkurnar hjá þeim sem æfa fjórum sinnum eða
oftar eru 32,5%.
Í stuttu máli er hægt að segja að áfengisneysla unglinga fari stiglækkandi því oftar
sem unglingarnir stunda íþróttir og að sama skapi fer áfengisneysla unglinga
stighækkandi eftir því hversu marga vini unglingurinn á sem drekka áfengi. Munurinn
á unglingunum eftir því hvort þeir stundi íþróttir er þar með mestur meðal þeirra
unglinga sem eiga marga vini sem drekka áfengi. Hér er greinilegt samspil á milli
íþróttaiðkunar og félagslegra áhrifa frá vinum. Ef unglingar eiga ekki neina vini sem
drekka áfengi þá hefur íþróttaiðkun lítil áhrif þar sem þeir unglingar eru mjög
ólíklegir til þess að drekka sjálfir sama hvort þeir séu í íþróttum eða ekki. Þeir
unglingar sem eiga fáa eða marga vini sem drekka áfengi eru líklegri til að drekka
sjálfir en þarna spilar íþróttaiðkunin meira inn í. Þeir unglingar sem æfa íþróttir eru
ólíklegri til að drekka áfengi þó þeir eigi fáa eða marga vini sem drekka áfengi í
samanburði við þá sem ekki æfa íþróttir og eiga fáa eða marga vini sem drekka
áfengi.
74
Mynd 7. Reiknuð forspárlíkindi fyrir líkurnar á því að unglingar hafi orðið drukknir
Á mynd sjö má sjá fremur öfgafullt dæmi sem sett er fram til þess að sýna það
hversu mikil áhrif þessar breytur sem notast er við í þessari greiningu geta haft á
líkurnar á því að unglingur hafi orðið drukkinn.
Á myndinni eru tekin dæmi um fjóra unglinga í 10. bekk, í fyrsta lagi strák og
stelpu sem æfa íþróttir fjórum sinnum í viku eða oftar ásamt því að eiga ekki neina
vini sem drekka áfengi eða reykja sígarettur. Afskaplega litlar líkur eru á því að þessir
unglingar hafi orðið drukknir eða 2,4% líkur hjá viðkomandi strák og 1,8% líkur hjá
viðkomandi stelpu. Í öðru lagi eru tölur fyrir strák og stelpu sem æfa ekki íþróttir og
eiga marga vini sem drekka áfengi og reykja sígarettur. Mikill munur er á líkunum á
því að þessir tveir unglingar hafi orðið drukknir í samanburði við þá fyrri. Líkurnar á
því að viðkomandi strákur hafi orðið drukkinn eru 91,1% en hjá viðkomandi stelpu
eru líkurnar 88,6%. Þó svo að dæmið hér að ofan sé tekið eins og um sé að ræða
fjóra ólíka einstaklinga þá eru þessir einstaklingar í dæminu fulltrúar ákveðins hóps
og eru að sjálfsögðu margir unglingar sem falla í hvern hóp fyrir sig og standa þar
með að baki þessum tölum.
Dostları ilə paylaş: |