Notað í fjölmörgum illkynja sjúkdómum; brjóstakrabba-meini, leghálskrabbameini, eggjastokkakrabbameini eða við illkynja æxlum í bandvef (sarkmeinum) og þá í blöndum með öðrum krabbameinslyfjum.
Lyfið hefur einnig verið notað gegn alvarlegum bólgu-sjúkdómum og við líffæraígræðslur.
Metótrexat hindrar díhýdrófólat redúktasa og hindrar þannig myndun thymidíns (og myndun DNA og frumu-skiptingu).
Notað við fjölmörgum illkynja sjúkdómum sem og bólgusjúkdómum (iktsýki, psoriasis).
Háir skammtar geta valdið nýrnaskemmdum vegna útfellinga í nýrnapíplum.
Ekki má nota ASA í meðferð með metótrexati, því aukaverkanir geta orðið verri (útskilnaður metótrexats getur orðið hægari).
Puri-nethol® (merkaptópúrín), töflur
Puri-nethol® (merkaptópúrín), töflur
Merkaptópúrín er meðal elstu krabbameinslyfja sem þekkist (hefur verið notað í ca. 50 ár).
Lyfið kemur að haldi við bráðu hvítblæði af báðum megingerðum, einkum í börnum.
Það verkar hins vegar ekki á langvarandi eitilfrumuhvítblæði.
Aðal aukaverkanir lyfsins eru skemmdir á blóðmerg. Aðrar: lystarleysi, ógleði og uppköst. Lifrarskemmdir (einkum í fullorðnum).
Fludara (flúdarabín), stungulyfsstofn
Fludara (flúdarabín), stungulyfsstofn
Þetta lyf er m.a. notuð við langvinnu eitilfrumu-hvítblæði og við langvinnu eitilfrumukrabbameini.
Aukaverkanir þessa lyfs eru frekar litlar.
Fólk missir t.d. ekki hárið, og finnur lítið fyrir ógleði og uppköstum.
Aðal aukaverkunin er ónæmisbæling – þá er fólk útsettara fyrir óvenjulegum sýkingum.
Flurablastin (flúóróúracíl), stungulyf
Flurablastin (flúóróúracíl), stungulyf
Notað við fjölmörgum tegundum krabbameina; m.a. krabbameini í maga, ristli, brjóstum, lifur, eggjastokkum, legi, blöðruhálskirtli, munni og hálsi, ekki síst ef um meinvörp er að ræða.
Flúróróúracíl er gjarnan notað með cýklófosfamíði eða metótrexati.
Er alkalóíði úr plöntunni Vinca rosea (inniheldur a.m.k. fjóra virka alkalóíða, m.a. vínblastín og vínkristín).
Vínkristín virkar í mítósunni (hindrar frumuskiptingu).
Vínkristín hefur verið notað við meðferð á Hodgkins sjúkdómi, einnig við eitilfrumuhvítblæði og mörgum öðrum illkynja sjúkdómum, í blöndum með öðrum lyfjum, einkum cýklófosfamíði, doxórúbísíni, bleómýcíni og prednisólóni.
Hefur litlar almennar aukaverkanir.
Sérstakar aukaverkanir á úttaugar.
Taxol (paklítaxel), innrennslisþykkni
Taxol (paklítaxel), innrennslisþykkni
Taxotere (docetaxel), innrennslisþykkni
Þessi lyf eru unnin úr svo kölluðum íviði, Taxus Brevifolia, tré sem vex í hitabeltisskógum í S-Ameríku.
Virka í mítósu (hindra frumuskiptingu).
Þetta eru mjög virk lyf við brjóstakrabbameini og krabbameini í eggjastokkum og hafa breytt batahorfum.
Lyfið er notað samhliða cíklósporíni og barksterum fyrir-byggjandi gegn bráðri höfnun á ígræðslu hjá sjúklingum sem fá ósamgena nýrna-, hjarta- eða lifrarígræðslu.
Varúð:
Sjúklingum er hættara við að fá eitilæxli og aðra illkynja sjúkdóma, einkum í húð.
Næmi eykst fyrir sýkingum, þar með töldum tækifæris-sýkingum, lífshættulegum sýkingum og blóðsýkingu.
Nýrnahettubarksterar eru oft notaðir í krabbameins-lyfjameðferð.
Nýrnahettubarksterar eru oft notaðir í krabbameins-lyfjameðferð.
Sterar hafa frumueyðandi áhrif á eitilfrumur.
Notaðir í hvítblæði af eitilfrumugerð og eitlakrabbameini.
Einnig við:
Bjúgur vegna æxlis eða meinvarpa.
Verkir, sérstaklega í beinum eða vegna þrýstings á taugar
Kalkblæði (hypercalcemia)
Ógleði vegna krabbameinslyfja.
CSF = Colony Stimulating Factors
CSF = Colony Stimulating Factors
Samheiti yfir efni í sermi sem eru nauðsynleg til vaxtar og þroska blóðmyndandi frumna.
Eru próteinsykrungar (glýkóprótein) þar sem próteinið er virki þátturinn.
Sem lyf framleidd með genatækni í bakteríum.
Verkun vaxtarþátta
Virka á framleiðslu blóðfrumna.
Virkni byggist á sérhæfðum viðtökum sem eru á yfir-borði frumnanna.
Lyf við uppköstum og lyf við ógleði (antinausea)
Lyf við uppköstum og lyf við ógleði (antinausea)
a) Serótónín 5-HT3-viðtaka blokkar
Ondansetrón (Zofran® stungulyf, töflur)
Granisetrón (Kytril® stungulyf, töflur)
Trópísetrón (Navoban® hylki, stungulyf)
b) Önnur lyf við uppköstum
Skópólamín (Scopoderm® forðaplástur)
Aprepitant (Emend® hylki) – Nýlegt!
Lyfið er öflugur, mjög sértækur 5HT3 viðtaka-blokki.
Lyfið er öflugur, mjög sértækur 5HT3 viðtaka-blokki.
Krabbameinslyfjameðferð og geislameðferð geta valdið losun 5HT í smágirni, en það örvar viðbragð sem veldur uppköstum. Lyfið hindrar örvun þessa viðbragðs...
Ábendingar:
Lyfið er ætlað til meðferðar á ógleði og uppköstum af völdum frumu-drepandi krabbameinslyfja og geislameðferðar.
Lyfið er einnig ætlað til varnar ógleði og uppköstum eftir skurðaðgerðir.
Aukaverkanir:
Höfuðverkur, hitatilfinning í höfði og hiksti. Hægðatregða.