Talið er að áhrif hormóna skipti máli, svo og erfðir.
Langt frjósemistímabil, barnleysi, seinkun barneigna og notkun hormóna (t.d. p-pillan) eru talin auka líkur á brjóstakrabbameini.
Talið er að um 15% brjóstakrabbameina séu ættlæg.
Talið er að um 15% brjóstakrabbameina séu ættlæg.
Af þessum 15% er líklegt að 6-10% beri áhættugen (arfgengt krabbamein).
Tvö brjóstakrabbameinsgen, BRCA1 og BRCA2 tengjast stórum hluta brjóstakrabbameina sem erfast.
Konur sem hafa stökkbreytingu í BRCA1 hafa 55-85% líkur á að fá brjóstakrabbamein.
Hætta kvenna, sem bera BRCA2, á að fá brjóstakrabba-mein er ca. 37%.
Í sumum rannsóknum hefur fundist fylgni á milli fituneyslu og áhættu á brjóstakrabbameini og jafnvel tengsl við neyslu áfengis.
Í sumum rannsóknum hefur fundist fylgni á milli fituneyslu og áhættu á brjóstakrabbameini og jafnvel tengsl við neyslu áfengis.
Margar rannsóknir hafa gefið til kynna að aukin grænmetisneysla geti minnkað hættuna á brjósta-krabbameini um allt að 20%.
Niðurstöður norskrar rannsóknar leiddu í ljós að konur sem stunduðu reglulega líkamsrækt, voru í 37% minni hættu á að fá brjóstakrabbamein en þær sem ekki stunduðu líkamsrækt.