Helstu hugtök rannsóknarinnar
Ótal margar skilgreiningar eru til um þau hugtök sem notuð eru í þessari rannsókn.
Víða er deilt um hina einu réttu skilgreiningu og fræðimenn eru ekki allir á sama máli.
Af þeim sökum er mikilvægt að skilgreina ítarlega öll helstu hugtök sem notuð eru í
rannsókninni og þar með afmarka viðfangsefnið. Hér á eftir verður fjallað um þau
hugtök sem nota á við gerð rannsóknarinnar, þau skilgreind og túlkuð ásamt
lýsingum á því hvernig þau munu verða notuð í rannsókninni.
Íþróttaiðkun
Skilgreiningar á því hvað fellur undir íþróttaiðkun eru margar og erfitt hefur þótt að
finna eina algilda skilgreiningu þar sem í raun hefur ekki náðst almenn samstaða um
það hvað nákvæmlega íþróttaiðkun sé og sérstaklega þá hvaða athæfi skuli skilgreind
sem íþrótt.
Það er þó skýrt að íþróttir eru og hafa í áraraðir gegnt mikilvægu hlutverki í
samfélaginu og eru mjög stór hluti af menningu hvers samfélags fyrir sig. Mikilvægt
er þó að átta sig á því að menningin er breytileg eftir tíma og rúmi. Skilgreiningar á
íþróttum geta því verið mjög breytilegar eftir stað og stund og eru ólíkar frá einu
samfélagi til annars (Coakley og Pike, 2009).
Íþróttir eru mjög stór hluti af íslenskri menningu og lengst af var hugtakið íþróttir
notað í víðri merkingu og sem dæmi má nefna að í gegnum tíðina hefur verið rætt
um þá miklu íþrótt að sigla beitivind eða yrkja kvæði (Þórólfur Þórlindsson,o.fl.
2015).
Íslensk orðabók skilgreinir íþróttir á eftirfarandi hátt: ,,Leikni, fimi, snilld, list,
kerfisbundnar æfingar til að þjálfa líkamann (Íslensk orðabók, 2002). Skilgreining
Alþjóða íþróttabandalagsins á íþrótt er að í íþrótt skuli felast einhverskonar keppni
sem byggir ekki á heppni af neinu tagi. Þátttakendum má ekki stafa ógn að heilsu
sinni eða öryggi vegna íþróttarinnar og hún má ekki valda mönnum eða dýrum skaða
(Sportsaccord, e.d). Báðar þessar skilgreiningar eru fremur víðar og af þeim mætti
telja hin ýmsu athæfi til íþrótta, því ef íþrótt er einungis kerfisbundnar æfingar til að
þjálfa líkamann þá getur öll hreyfing talist til íþrótta. Ef hins vegar íþrótt skal
eingöngu fela í sér keppni þá má segja að kappát og bjórþamb sé íþrótt. Af þessu að
17
dæma má draga þá ályktun að betra sé að styðjast við annars konar skilgreiningar
sem aðgreina íþróttaiðkun betur frá öðrum þáttum menningar eða afþreyingar.
Félagsfræðingarnir Coakley og Pike (2009) telja íþróttir vera þau athæfi þar sem
fram fer keppni á stofnanabundnum vettvangi, þar sem athæfið felur í sér líkamlega
áreynslu eða færni. Þarna koma þeir fram með þá skilgreiningu að íþróttir séu
eitthvað stofnanabundið, þetta er eitthvað skipulagt og það er ákveðin umgjörð.
Skilgreiningar á íþróttum eru því ekki alveg fastmótaðar og mjög misjafnt er eftir
rannsóknum hvernig íþróttir eru skilgreindar, íþróttir geta verið öll hreyfing, hreyfing
með íþróttafélagi eða ekki með íþróttafélagi, í skólanum eða ekki í skólanum.
Aðrir félagsfræðingar telja það ekki viðeigandi að finna fasta skilgreiningu eða
flokka íþróttir á einhvern hátt heldur séu íþróttir einfaldlega þau athæfi sem
samfélagið eða hópar innan þess skilgreini sem íþrótt (Coakley og Pike, 2009). Hins
vegar er nauðsynlegt að notast við einhverja skilgreiningu í rannsókninni þar sem
skilgreining hugtaka rammar inn rannsóknina.
Nýleg íslensk rannsókn skilgreinir íþróttaiðkun sem iðkun þeirra íþróttagreina sem
falla formlega undir Íþrótta-‐ og Ólympíusamband Íslands. Í nútímasamfélagi eru hins
vegar fjölbreytt tækifæri til íþróttaiðkunar og margar nýjar íþróttagreinar sprottið
fram á sjónarsviðið eins og til dæmis ýmsar bardagaíþróttir og Krossfit. Þær
íþróttagreinar eru ekki aðilar að Íþrótta-‐ og Ólympíusambandinu og samkvæmt
þessari skilgreiningu falla þessar greinar því ekki undir íþróttaiðkun (Þórólfur
Þórlindsson o.fl. 2015). Þetta gerir það að verkum að enn erfiðara verður að
skilgreina íþróttaiðkun.
Í þessari rannsókn er íþróttaiðkun skilgreind sem sú íþróttaiðkun sem á sér stað
með íþróttafélagi utan skólatíma. Ástæðan fyrir því er tvíþætt, í fyrsta lagi fellur
íþróttaiðkun með íþróttafélagi undir skipulagða íþróttastarfsemi. Skipulögð
íþróttastarfsemi hefur reynst hafa marga kosti fram yfir íþróttaiðkun unglinga á eigin
forsendum en nánar verður fjallað um það síðar. Önnur ástæðan er sú að sá
félagsauður og það félagslega taumhald sem talið er myndast innan íþróttafélaga er
ekki til staðar í eins miklu magni meðal þeirra sem stunda hreyfingu á eigin vegum, til
dæmis í líkamsræktarstöð. Hafa ber í huga að unglingarnir svara því sjálfir hvort þeir
æfi íþróttir með íþróttafélagi eða ekki. Þeirra túlkun á íþróttum með íþróttafélagi
hefur því sitthvað að segja. Því er líklegt að þeir unglingar sem æfa til dæmis
18
bardagaíþróttir með Mjölni merki við að þeir æfi íþróttir með íþróttafélagi þrátt fyrir
að slíkar bardagaíþróttir séu ekki skilgreindar sem íþrótt innan Íþrótta-‐ og
Ólympíusambandsins. Þess vegna er ekki hægt að segja að skilgreiningin á
íþróttaiðkun séu bara þær íþróttir sem eru innan Íþrótta-‐ og Ólympíusambandsins
heldur eru íþróttir allar þær íþróttir sem stundaðar eru með einhverju viðurkenndu
íþróttafélagi.
Áfengisneysla
Á Íslandi er ekki er löglegt að selja, veita eða afhenda unglingum undir 20 ára aldri
áfengi (Áfengislög nr. 75/1998). Á heimsvísu er aftur á móti algengast að
áfengiskaupa aldur sé 18 ára en einnig eru dæmi um lönd eins og Bandaríkin þar sem
áfengiskaupa aldurinn er 21 árs (International Center for Alcohol policies, 1998).
Þrátt fyrir að slík aldurstakmörk séu á áfengisneyslu er áfengi mest notaðasta
vímuefnið í heiminum meðal unglinga (Hibell, o.fl. 2009).
Þó svo að áfengisneysla unglinga sé algeng þá er hún samt sem áður
áhættuhegðun sem getur haft ótal slæmar afleiðingar í för með sér. Unglingar sem
neyta áfengis í miklu magni eru líklegri til þess að leiðast út í annars konar
áhættuhegðun eins og neyslu annarra vímuefna, ofbeldishegðun, óábyrga
kynhegðun og þau eru einnig líklegri til að slasa sig eða veita sér sjálf skaða.
Áfengisneysla getur einnig haft slæmar heilsufarslegar afleiðingar í för með sér og
getur dregið úr virkni ýmissa líffæra ásamt því að auka líkurnar á kvíða og þunglyndi.
Fjöldi dauðsfalla eru árlega rakin til áfengisneyslu bæði vegna ofneyslu
einstaklinganna eða vegna umferðaslysa eða sjálfsmorða svo dæmi séu tekin (US
department of health and health services, 2007).
Áfengisneyslu þykir ekki eins erfitt að skilgreina eins og íþróttaiðkun og ekki er
eins mikið um álitamál hvað sé raunverulega áfengisneysla þrátt fyrir að hún geti
verið mæld á mjög ólíkan hátt. Áfengisneysla unglinga í íslenskum grunnskólum hefur
snarminnkað með hverju árinu sem líður. Hér á landi hefur dregið meira úr
áfengisneyslu heldur en annars staðar í Evrópu og er Ísland með lægstu tíðni
Evrópulanda hvað varðar áfengisneyslu og reykingar unglinga (Þóroddur Bjarnason,
2009). Gríðarlegur munur er á tölum um áfengisneyslu frá því rétt fyrir aldamót og til
19
dagsins í dag og má sem dæmi nefna að 63% unglinga í 10.bekk árið 1997 höfðu
orðið drukkin en aðeins 13% árið 2015 (Hrefna Pálsdóttir o.fl. 2015).
Ýmsar leiðir eru til að skilgreina áfengisneyslu meðal unglinga. Það er til dæmis
hægt að kanna hversu oft unglingarnir hafa neytt áfengra drykkja um ævina eða
hversu oft á síðustu 30 dögum. Einnig er hægt að kanna hversu oft unglingarnir hafa
orðnir drukknir um ævina eða hversu oft á síðustu 30 dögum.
Í þessari rannsókn verður áfengisneysla skilgreind á þann hátt hvort unglingurinn
hafi drukkið það mikið magn áfengis að hann hafi orðið drukkinn. Þeir unglingar sem
hafa orðið drukknir eru þeir sem virkilega eru að neyta áfengis í einhverju ráði.
Áfengisneysla er því aðeins sú neysla sem leiðir til ölvunar og því fellur til dæmis það
að hafa smakkað áfengi einu sinni ekki undir áfengisneyslu.
Reykingar
Reykingar eru mikið heilsufarslegt vandamál bæði meðal unglinga og fullorðinna en
reykingar hafa mikil áhrif á heilsu fólks. Reykingar draga smám saman úr úthaldi og
þoli og flýtir öldrunarferli líkamans. Reykingar og önnur tóbaksneysla getur einnig
valdið lífshættulegum sjúkdómum eins og krabbameini, langvinnum
lungnasjúkdómum og hjarta-‐ og æðasjúkdómum en talið er að ár hvert séu fjöldi
íslendinga sem láti lífið af völdum reykinga (Krabbameinsfélag Reykjavíkur og
Tóbaksvarnarnefnd, 1998).
Ekki má selja né afhenda unglingum undir 18 ára tóbak af neinu tagi og er því ekki
löglegt fyrir unglinga undir 18 ára að reykja sígarettur eða neyta annars konar
tóbaks. Reykingar eru einnig bannaðar samkvæmt lögum í húsakynnum stofnana,
fyrirtækja og félagasamtaka, í skólum og hvers konar húsakynnum sem ætluð eru til
félags-‐ íþrótta-‐ eða tómstundastarfs barna og unglinga og á veitinga-‐ og
skemmtistöðum (Lög um tóbaksvarnir nr. 6/2002).
Reykingar eru því álitnar frávikshegðun í samfélaginu og er því mikið ánægjuefni
hversu gríðarlega hefur dregið úr reykingum á undanförnum árum. Dregið hefur
verulega úr reykingum í samfélaginu öllu en þó sérstaklega meðal unglinga í efstu
bekkjum grunnskóla. Reykingar hafa farið stigminnkandi frá aldamótum og til dagsins
í dag. Árið 1997 höfðu 61% unglinga í 10.bekk prófað að reykja sígarettur en árið
2013 höfðu aðeins 15% prófað. Einnig reyktu 21% unglinga í 10.bekk daglega árið
20
1997 en aðeins 3% árið 2013. Svipuð hlutfallsleg lækkun átti sér stað meðal nemenda
í 8. og 9. bekk (Hrefna Pálsdóttir o.fl. 2015).
Tiltölulega einfalt er að skilgreina reykingar unglinga en þó er það ekki alveg
augljóst. Sem dæmi má nefna er hægt að kanna hvort unglingarnir hafi prófað að
reykja sígarettur og þá hversu oft þeir hafa gert það. Einnig er hægt að kanna hvort
þeir reyki sígarettur daglega.
Í þessari rannsókn verða reykingar skilgreindar á þá leið hvort unglingar hafi
prófað að reykja sígarettur eða ekki. Reykingar eru því allar reykingar, sama hversu
sjaldan unglingarnir hafa reykt.
21
Kenningarleg nálgun
Þróun íþróttaiðkunar barna og unglinga á Íslandi
Þátttaka í íþróttum á Íslandi hefur vaxið mjög ört á síðustu áratugum og oft hafa
fræðimenn talað um íþróttavæðingu samfélagsins í því samhengi (Viðar Halldórsson,
2014). Íþróttir og aðrar tómstundir er nú í dag mjög stór hluti af íslenskri menningu
og mjög stór hluti íslendinga stundar íþróttir í frístundum sínum hvort sem það er
með íþróttafélagi eða ekki (Þórólfur Þórlindsson, Kjartan Ólafsson, Viðar Halldórsson
og Inga Dóra Sigfúsdóttir, 2000). Aukning í íþróttaiðkun hefur verið hvað mest meðal
þeirra sem minna stunduðu íþróttir áður, eins og til dæmis hjá stelpum og konum,
börnum, fötluðum og öldruðum (Coakley og Pike, 2009).
Þessi mikla aukning í íþróttum á einnig sérstaklega við um íþróttaiðkun barna og
unglinga en sá hópur er langstærsti hluti þeirra sem stunda skipulagt íþróttastarf. Ein
af ástæðum þess að íþróttaiðkun hefur aukist er sú að jákvæðar hugmyndir um
íþróttir eru áberandi í samfélaginu og bæði almenningi og ráðamönnum hefur orðið
ljóst að íþróttastarf er öflug leið til þess að kenna börnum og unglingum að verða
betri þegnar samfélagsins (Þórólfur Þórlindsson, o.fl. 1994; Viðar Halldórsson, 2014).
Mennta-‐ og menningarmálaráðuneytið leggur mikla áherslu á íþróttir, hreyfingu
og heilsu í skólastarfi. Árið 2011 sendi ráðuneytið frá sér stefnu í íþróttamálum þar
sem fram kemur að fjölga eigi tímum í grunnskólum sem tengjast hreyfingu og
íþróttum, skólalóðir séu hannaðar með hreyfingu barnanna í huga og aukin áhersla
verði sett á hreyfingu og heilbrigðan lífsstíl. Í stefnunni kemur einnig fram mikilvægi
íþrótta utan skólatímans en tryggja verður að öll börn og unglingar eigi kost á því að
geta stundað íþróttir eða frjálsa hreyfingu utan skólatíma. Lögð er áhersla á að auka
samvinnu íþróttafélaga og sveitarfélaga og tryggja að börnum og unglingum standi til
boða sem ólíkar íþróttagreinar og fjölbreytt tækifæri til hreyfingar (Mennta-‐ og
menningarmálaráðuneytið, 2011).
Fjöldi íslenskra rannsókna hafa verið gerðar á íþróttum og hafa allar sýnt fram á
þessa miklu aukningu í íþróttaiðkun (Rúnar Vilhjálmsson og Þórólfur Þórlindsson,
1998; Álfgeir Logi Kristjánsson, Jón Sigfússon, Inga Dóra Sigfúsdóttir og Hrefna
Pálsdóttir, 2012). Sem dæmi má nefna að frá árinu 1992 hefur íþróttaiðkun drengja
tvöfaldast og íþróttaiðkun stúlkna þrefaldast. Íþróttaiðkun hefur ekki aðeins aukist á
22
þann hátt að fleiri stundi íþróttir heldur eru sífellt fleiri börn og unglingar sem stunda
íþróttir oftar í viku en tíðkaðist áður. Þessu til stuðnings voru aðeins 17% unglinga
sem æfðu fjórum sinnum í viku eða oftar árið 1992 en 43% unglinga æfðu fjórum
sinnum í viku árið 2014 (Viðar Halldórsson, 2014).
Íþrótta-‐ og Ólympíusamband Íslands er stærsta fjöldahreyfing sem starfrækt er á
Íslandi en helmingur landsmanna er skráður í félag innan íþróttahreyfingarinnar en
þó eru aðeins 28% af þeim virkir iðkendur. ÍSÍ hefur í 60 ár safnað upplýsingum um
skráningar í íþróttahreyfingunni og flokkað þær eftir kyni, aldri, landshlutum,
íþróttagreinum og íþróttafélögum. ÍSÍ heldur utan um tölur yfir skráða iðkendur í í
öllum íþróttagreinum á Íslandi. Sökum þess hve umfangsmikil starfsemi ÍSÍ er og hve
margra hún nær til, er mikilvægt að geta fylgst með þróun og vexti
íþróttahreyfingarinnar (Kristín Lilja Friðriksdóttir, 2015).
Þegar tölur frá ÍSÍ um þróun íþróttaiðkunar eru skoðaðar kemur bersýnilega í ljós
umrædd aukning sem hefur orðið á íþróttaiðkun síðustu árin. Á mynd eitt má sjá
línurit sem unnið er úr tölfræðiriti ÍSÍ (Kristín Lilja Friðriksdóttir, 2015) og sýnir það
þróun íþróttaiðkunar á Íslandi frá árinu 1994 og til ársins 2013. Myndin sýnir hlutfall
íþróttaiðkunar allra Íslendinga og aukninguna frá 1994 til 2013. Árið 1994 stunduðu
20% allra Íslendinga íþróttir en hlutfallið hefur hækkað jafnt og þétt í gegnum árin og
árið 2013 var hlutfallið komið í 27,6%. Einnig má sjá að karlar hafa verið og eru enn
töluvert virkari heldur en konur í íþróttum.
23
Mynd 1 – Þróun íþróttaiðkunar frá árinu 1994 til ársins 2013 (Kristín Lilja
Friðriksdóttir, 2015).
Eins og áður hefur komið fram hefur orðið sérstaklega mikil aukning í íþróttaiðkun
barna og unglinga. Ef eingöngu er skoðuð íþróttaiðkun barna og unglinga þá kemur í
ljós að fleiri börn og unglingar stunduðu íþróttir árið 2013 heldur en 2009. Árið 2009
voru 48,5% barna 15 ára eða yngri sem æfðu íþróttir en árið 2013 voru 52,8% barna
15 ára eða yngri sem æfðu íþróttir (Kristín Lilja Friðriksdóttir, 2015; Rúna H.
Hilmarsdóttir, 2011), en tölur frá ÍSÍ um íþróttaiðkun barna og unglinga ná ekki
lengra aftur í tímann.
Þróun íþróttaiðkunar barna og unglinga eftir aldri frá 2009 til 2013 má sjá á mynd
tvö sem unnin er úr tölfræðiriti ÍSÍ (Kristín Lilja Friðriksdóttir, 2015; Rúna H.
Hilmarsdóttir, 2011). Aukning íþróttaiðkunar er mest meðal yngstu barnanna en hjá
unglingum er tiltölulega lítil aukning þó hún sé vissulega einhver. Það sem er einna
áhugaverðast er þetta mikla hrap sem verður í íþróttaiðkun eftir að börnin komast á
unglingsaldurinn. Þetta mikla brottfall hefst um 13 ára aldur og með hverju
aldursárinu fækkar unglingum í íþróttum verulega. Þessar tölur frá ÍSÍ eru í samræmi
við fyrri rannsóknir sem byggja á öðrum gögnum (Álfgeir Logi Kristjánsson o.fl. 2012).
0%
5%
10%
15%
20%
25%
30%
35%
Þróun íþróaaiðkunar frá 1994-‐2013
Karlar
Konur
Allir
24
Mynd 2 – Samanburður á íþróttaiðkun barna og unglinga á aldringum 6-‐18 ára árin
2009 og 2013 (Rúna H. Hilmarsdóttir, 2011; Kristín Lilja Friðriksdóttir, 2015).
Þó svo að mikill meirihluti barna æfi íþróttir á einhverjum tímapunkti þá hafa
rannsóknir sýnt að margir hætta slíku þegar líður á unglingsárin. Samkvæmt mynd
tvö þá hefst brottfall unglinga úr íþróttum við 13 ára aldur, eða þegar komið er í
unglingadeild grunnskóla og hækkar jafnt og þétt með árunum og nær hámarki í 10.
bekk og það ár sem unglinga hefja nám í framhaldsskóla.
Íslenskar rannsóknir á íþróttaiðkun sýna að þrátt fyrir að gjarnan verði brottfall úr
íþróttum þegar kemur á unglingsárin þá er íþróttaiðkun að aukast hjá unglingum og
fleiri kjósa að halda áfram að iðka íþróttir í efstu bekkjum grunnskóla og í
framhaldsskóla. Árið 2006 voru 56% unglinga í 8. til 10. bekk sem stunduðu íþróttir
með íþróttafélagi en árið 2014 er hlutfall þeirra unglinga í 8. til 10. bekk sem stunda
íþróttir með íþróttafélagi orðið 66%. Íþróttaiðkun unglinga í efstu bekkjum
grunnskóla hefur því aukist um 10 prósentustig á síðustu 8 árum (Hrefna Pálsdóttir,
Jón Sigfússon, o.fl. 2014).
Af því sem hér hefur komið fram um þátttöku barna og unglinga í íþróttum má sjá
að íþróttir skipta mjög miklu máli í lífi barna og unglinga og meirihluti þeirra ver
30%
40%
50%
60%
70%
80%
90%
6 ára 7 ára 8 ára 9 ára 10 ára 11 ára 12 ára 13 ára 14 ára 15 ára 16 ára 17 ára 18 ára
Samanburður á íþróaaiðkun barna og unglinga
2013
2009
25
miklum tíma sínum í íþróttastarfið. Þetta þýðir að það er óhjákvæmilegt að taka
íþróttastarfið alvarlega þegar talað er mótun barna og unglinga.
Hlutverk og gildi íþrótta
Í kaflanum hér að framan hefur verið sýnt fram á hversu stórt hlutverk íþróttir skipa í
lífi barna og unglinga. Almennt er litið svo á að þátttaka barna og unglinga í
skipulögðu íþróttastarfi sé bæði þeim og samfélaginu til mikils góða. Íþróttafélög eru
talin vera hluti af uppeldisstofnunum samfélagsins og henti þar með vel fyrir
félagsmótun barna og unglinga (Viðar Halldórsson, 2014). Félagsmótun er þegar
samfélagið og umhverfi einstaklingsins hefur áhrif á viðhorf og hegðun hans. Í
gegnum félagsmótun læra börn og unglingar hvað er rétt og rangt og hvernig er
viðeigandi að hegða sér. Félagsmótun á sér ekki eingöngu stað hjá ungum börnum
heldur erum við sem einstaklingar alltaf að mótast af því umhverfi sem við erum í
hverju sinni (Clausen, 1968). Oft er rætt um að ákveðin gildi séu ríkjandi innan
íþróttahreyfingarinnar og sú félagsmótun sem á sér stað innan íþróttafélaganna ýtir
því undir þau viðmið og gildi sem teljast æskileg í okkar samfélagi (Coakley og Pike,
2009).
Íþróttaiðkun hefur margvíslegan ávinning fyrir þann einstakling sem hana stundar
og á síðustu áratugum hefur umræðan um mikilvægi íþrótta fyrir betri heilsu farið
vaxandi (Þórólfur Þórlindsson, o.fl. 2015). Íþróttaiðkun bætir heilsu barna og
unglinga, bæði líkamlega og andlega (Þórólfur Þórlindsson, Rúnar Vilhjálmsson og
Gunnar Valgeirsson, 1990). Með því að æfa íþróttir eykst þrek, þol, styrkur og
almenn hreyfifærni barna og unglinga og þau þróa með sér færni í íþróttinni (Devine
og Telfer, 2013). Slíkt leiðir af sér betri líkamlega heilsu, ýtir undir heilbrigðan lífsstíl
og skynsamlega lifnaðarhætti (Þórólfur Þórlindsson, o.fl. 1994) ásamt því að börn og
unglingar í íþróttum eru heilbrigðari og hraustari en önnur börn (Coakley og Pike,
2009). Betri líkamleg heilsa dregur úr líkum á sjúkdómum eins og hjarta og
æðasjúkdómum, sykursýki, gigt og öðrum kvillum eins og beinþynningu og offitu (
US
Department of Health and Human Service, 1996). Íþróttaiðkun hefur ekki síður áhrif
á andlega heilsu og eykur vellíðan og hamingju þeirra sem stunda íþróttir og
hreyfingu (Þórólfur Þórlindsson, o.fl. 1990). Íþróttaiðkun getur einnig dregið úr
þunglyndi og kvíða og stuðlað að betri sjálfsmynd og sjálfstrausti
26
(Menntamálaráðuneytið, 2011; Steptoe og Butler, 1996; Rúnar Vilhjálmsson og
Þórólfur Þórlindsson, 1992).
Íþróttaiðkun getur einnig haft áhrif á persónueinkenni barna og unglinga og ýtir
undir gildi sem teljast æskileg í okkar samfélagi (Coakley og Pike, 2009; Bredemeier
og Shields, 1995). Meðal þeirra viðmiða og gilda sem íþróttaiðkun ýtir undir og í raun
hvetur til eru jafnrétti, heiðarleiki, samvinna, agi, sanngirni, sjálfstæði og
drengskapur (Rúnar Vilhjálmsson og Þórólfur Þórlindsson, 1998; Martin og Cockman,
2013) ásamt keppnisanda og vilja til að ná árangri (Pate, Tros, Levin og Dowda,
2000). Í íþróttum er einnig lögð áhersla á að bera virðingu fyrir andstæðingnum og
fylgja leikreglum því það tryggir að íþróttirnar fari fram á jafnréttisgrundvelli
(Þórólfur Þórlindsson, o.fl. 1994).
Þau góðu persónulegu og samfélagslegu gildi sem talið er að börn og unglingar
læri í gegnum íþróttir ýta undir æskilega þætti eins og hollustuhegðun, góð lífsgildi
(Coakley og Pike, 2009; Bredemeier og Shields, 1995) og betri námsárangur
(Menntamálaráðuneytið, 2011) og draga jafnframt úr frávikshegðun á borð við
afbrot, ofbeldi og áfengis-‐ og vímuefnaneyslu (Rúnar Vilhjálmsson, 2006; Rúnar
Vilhjálmsson og Þórólfur Þórlindsson, 1998).
Ekki eru þó alveg allir sammála um að íþróttaiðkun leiði af sér góð
persónueinkenni og töluverðar deilur hafa verið um þetta málefni. Nokkrar
bandarískar rannsóknir hafa sýnt að íþróttamenn skori lægra á ýmsum prófum sem
mæla góð persónueinkenni (Doty, 2006).
Ensk rannsókn á gildum unglinga í fótbolta og tennis á aldrinum 12-‐16 ára sýndi
að þau lærðu ákveðin gildi innan íþróttanna. Dæmi um það sem unglingunum fannst
þeir læra að tileinka sér voru sanngirni, heiðarleiki, samkennd, að vilja ná árangri,
eiga áhugamál, vera með vinum, standast væntingar annarra, leggja sig fram fyrir
liðið, njóta leiksins og hlýðni við þjálfarann (Martin og Cockman, 2013).
Íþróttaiðkun er einnig þess eðlis að þar eiga börn og unglingar mikil samskipti við
aðra og mynda þar með sterk tengsl og félagsleg sambönd myndast og styrkjast. Það
að eiga vini í íþróttum getur haft úrslitaáhrif á það hvort unglingar haldist í íþróttum
(Rúnar Vilhjálmsson og Þórólfur Þórlindsson, 1998).
Íþróttaiðkun hefur ekki eingöngu persónulegan ávinning fyrir þá einstaklinga sem
hana iðka heldur hefur íþróttaiðkun einnig mikilvægt gildi fyrir samfélagið í heild
27
sinni (Coakley og Pike, 2009). Fyrst og fremst þá er það samfélaginu til góða að
einstaklingarnir innan þess séu við góða líkamlega og andlega heilsu, séu í góðum
félagslegum tengslum og viðhaldi góðum gildum. Íþróttaiðkun ýtir þar með undir
æskileg gildi og góð persónueinkenni og þau gildi sem börn og unglingar læra að
tileinka sér í gegnum íþróttirnar taka þau með sér út í samfélagið og slíkt skilar sér í
betra samfélagi (Coakley og Pike, 2009).
Íþróttir tengjast mörgum ólíkum flötum samfélagsins og sem dæmi má nefni
tengjast íþróttir menntun, lýðheilsu, menningu, afþreyingu og ferðamennsku
(Menntamálaráðuneytið, 2011; Þórólfur Þórlindsson, o.fl. 2015).
Mörg störf skapast einnig vegna íþrótta, bæði launuð störf ásamt því að mikið er
um sjálfboðaliðastarf í kringum íþróttir (Þórólfur Þórlindsson, o.fl. 2015). Aukin
íþróttaiðkun leiðir einnig af sér bætta lýðheilsu sem hefur í för með sér lægri
heilbrigðiskostnað (Menntamálaráðuneytið, 2011). Íþróttir hafa einnig mikið
efnahagslegt gildi og er það ekki eingöngu vegna þeirra starfa sem skapast vegna
þeirra. Framleiðsla á íþróttavörum er mjög stór iðnaður (Þórólfur Þórlindsson, o.fl.
2015) og fjölmiðlaumfjöllun og áhorf á íþróttaviðburði hefur aukist mikið á síðustu
árum (Coakley og Pike, 2009).
Dostları ilə paylaş: |