Tafla 9. Niðurstöður aðhvarfsgreiningar fyrir samvirkniáhrif íþróttaiðkunar og
reykinga vina á reykingar unglinga.
Til þess að kafa dýpra í samvirknina er gagnlegt að skoða skurðpunkt og hallatölu
fyrir sambandið á milli reykinga vina og reykinga unglinga eftir því hversu oft
unglingurinn æfir íþróttir með íþróttafélagi. Komið hefur í ljós að samvirknin er
marktæk og þýðir það að sambandið sé ólíkt eftir því hversu oft unglingarnir stunda
íþróttir með íþróttafélagi, en skurðpunkturinn og hallatalan segja til um hversu mikið
ólíkt sambandið er eftir íþróttaiðkun. Hér að neðan eru gefnar upp jöfnur fyrir áhrif
reykinga vina á reykingar unglinga eftir því hversu oft unglingarnir stunda íþróttir
með íþróttafélagi. Áhrif kyns og bekkjar eru alltaf þau sömu.
Háð breyta: Reykingar
Óstöðluð
hallatala
Stöðluð
hallatala
Íþróttaiðkun 1-‐3 í viku
0.372*
0.129
Íþróttaiðkun 4 sinnum eða oftar
0.614*
0.248
Reykingar vina
1.090*
0.676
Íþróttaiðkun1-‐3Xreykingar vina
-‐0.378*
-‐0.214
Íþróttaiðkun4+Xreykingar vina
-‐0.630*
-‐0.391
Stelpur
-‐0.133*
-‐0.055
9. bekkur
0.002
0.001
10. bekkur
0.088*
0.034
Fasti jöfnu
-‐0.018
R í öðru veldi
0.331
* P < 0.01
85
Hjá þeim unglingum sem stunda aldrei íþróttir með íþróttafélagi er jafnan fyrir
sambandið á milli reykinga vina og reykinga unglinga eftirfarandi:
(Reykingar unglinga)= -‐0.018+1.09 (Reykingar vina)
-‐0.133(stelpur)+0.002(9.bekkur)+0.088(10.bekkur).
Hjá þeim unglingum sem stunda íþróttir með íþróttafélagi einu sinni til þrisvar
sinnum í viku er jafnan fyrir sambandið á milli reykinga vina og reykinga unglinga
eftirfarandi:
(Reykingar unglinga)=0.354+0.712(Reykingar vina)
-‐0.133(stelpur)+0.002(9.bekkur)+0.088(10.bekkur).
Hjá þeim unglingum sem stunda íþróttir með íþróttafélagi fjórum sinnum í viku
eða oftar er jafnan fyrir sambandið á milli reykinga vina og reykinga unglinga
eftirfarandi:
(Reykingar unglinga)=0.596+0.46(Reykingar vina)
-‐0.133(stelpur)+0.002(9.bekkur)+0.088(10.bekkur).
Þessar niðurstöður sýna skýrt að sambandið á milli reykinga vina og reykinga
unglinga er ólíkt eftir því hversu oft unglingarnir stunda íþróttir með íþróttafélagi en
þetta má sjá á hallatölunum fyrir sambandið. Hallatalan fyrir þá unglinga sem æfa
aldrei íþróttir er áberandi hæst og er því mesta sambandið á milli reykinga vina og
reykinga unglinga meðal þeirra sem aldrei æfa íþróttir.
Mynd fjórtán sýnir ennþá betur hvernig samvirkninni er háttað en þar má sjá
sambandið á milli reykinga vina og reykinga unglinga aðskilið fyrir þessa þrjá hópa, þá
sem æfa aldrei íþróttir, þá sem æfa einu sinni til þrisvar í viku og þá sem æfa fjórum
sinnum í viku eða oftar. Sambandið er mjög ólíkt eftir þessum þremur hópum ásamt
því að vera örlítið frábrugðið sambandinu fyrir áfengisneyslu sem fjallað var um hér
að ofan. Sambandið á milli reykinga vina og reykinga unglinga er sterkara samband í
öllum hópum heldur en er á milli áfengisneyslu vina og áfengisneyslu unglinga. Einnig
er hér meiri munur á milli hópanna þriggja og því er meiri munur á sambandinu eftir
því hversu oft unglingurinn stundar íþróttir.
86
Reykingar vina hafa lang mest áhrif á reykingar unglinga meðal þeirra sem æfa
aldrei íþróttir með íþróttafélagi. Áhrifin eru minni meðal þeirra sem æfa einu sinni til
þrisvar sinnum í viku og minnst hjá þeim sem æfa fjórum sinnum í viku eða oftar.
Reykingar vina hafa töluvert minni áhrif á reykingar unglingsins ef unglingurinn æfir
íþróttir fjórum sinnum í viku eða oftar. Þeir unglingar sem eru í skipulögðu
íþróttastarfi verða ekki fyrir eins miklum áhrifum vina á reykingar eins og þeir sem
æfa ekki íþróttir. Þeir sem eru í íþróttum eru ólíklegri en þeir sem eru ekki í íþróttum
til þess að fara að reykja ef þeir eigi vini sem reykja. Reykingar vina hafa mun meiri
áhrif á þá unglinga sem ekki hafa íþróttirnar til þess að aftra þeim frá slíku.
Mynd 14. Aðhvarfslínur fyrir sambandið á milli reykinga vina og reykinga unglinga
eftir íþróttiðkun.
Af ofangreindum niðurstöðum að dæma er hægt að fullyrða að íþróttaiðkun með
íþróttafélagi hafi áhrif á það hversu mikil áhrif áfengisneysla og reykingar vina hafa á
áfengisneyslu og reykingar unglinganna sjálfra. Þeir unglingar sem eru í íþróttum eru
ekki eins móttækilegir fyrir jafningjaáhrifum frá vinum sem neyta áfengis og reykja
sígarettur. Það hefur ekki eins mikil áhrif á unglinga sem eru í íþróttum ef þeir eiga
B=1.09
B=0.71
B=0.46
0
1
2
3
4
5
6
7
1
2
3
4
5
Re
yki
ng
ar
u
ng
lin
ga
Reykingar vina
Samband reykinga vina og reykinga unglinga elir
íþróaaiðkun
Aldrei
1-‐3 sinnum í
viku
4 sinnum í
viku eða
olar
87
vini sem reykja eða drekka áfengi. Þeir unglingar aftur á móti sem ekki eru í neinum
skipulögðum íþróttum eiga mun auðveldara með að verða fyrir áhrifum frá vinum og
miklar líkur eru á því að ef þeir eiga vini sem reykja eða drekka áfengi að þá fari þeir
að gera slíkt hið sama sjálfir. Íþróttaiðkun með íþróttafélagi virkar því líkt og
einskonar vörn gegn áhrifum vina á áfengisneyslu og reykingar unglinga.
Hverfaáhrif
Hér að ofan hefur verið fjallað ítarlega um niðurstöður tvíkosta aðhvarfsgreiningar
fyrir áhrif íþróttaiðkunar, áfengisneyslu og reykinga vina, kyns og bekkjar á
áfengisneyslu og reykingar unglinga. Slík áhrif eru áhrif sem eiga sér stað á
einstaklings stiginu vegna þess að mælieiningarnar eru einstaklingar. Sem dæmi má
nefna að verið er að skoða hvort það sé munur á milli þeirra einstaklinga sem æfa
íþróttir eða munur á milli þeirra sem eiga enga eða marga vini sem drekka áfengi.
Komið hefur skýrt í ljós að íþróttaiðkun og jafningjaáhrif frá vinum hafa mikil áhrif á
áfengisneyslu og reykingar unglinga á einstaklings stiginu.
Á unglingsárunum eru unglingar að mótast og félagslegir þættir í umhverfi
unglinganna eins og skólinn og íþróttafélagið hafa mikil áhrif á líf unglinganna og
hafa áhrif á upplifun, hegðun og athafnir þeirra. Af þeim sökum er mikilvægt að
skoða betur hið félagslega umhverfi sem unglingarnir lifa í. Sýnt hefur verið fram á að
ákveðin félagsleg áhrif séu til staðar innan skólahverfa og hafi áhrif á einstaklingana
sem búa í viðkomandi skólahverfi. Skólahverfaáhrif eru því mikilvægur þáttur í því að
skilja hvernig unglingar haga sér. Hverfaáhrif eru í raun smitunaráhrif milli
jafningahópa, það eru einhver einkenni til staðar í hverfinu sem hafa áhrif á hugsanir
og hegðun hópsins sem þar býr (Jón Gunnar Bernburg og Þórólfur Þórlindsson,
2006).
Tengsl íþróttaiðkunar við áfengisneyslu og reykingar í skólahverfi
Hér á eftir verður greint ítarlega frá þeim niðurstöðum sem komu fram á skólahverfa
stigi fyrir sambandið á milli íþróttaiðkunar, áfengisneyslu og reykinga.
Í töflu tíu má sjá fylgnifylki sem sýnir Pearsons’r fylgni á milli hlutfalls
íþróttaiðkunar, hlutfalls áfengisneyslu og hlutfalls reykinga í skólahverfi. Fylgnin á
milli þessarra þriggja breyta er allstaðar frekar mikil. Ef skoðuð er fylgnin á milli
íþróttaiðkunar í skólahverfi og áfengisneyslu og reykinga í skólahverfi kemur í ljós
88
miðlungs sterk neikvæð fylgni í báðum tilvikum. Í þeim skólahverfum þar sem er hátt
hlutfall unglinga sem stunda íþróttir með íþróttafélagi þar er lágt hlutfall af
áfengisneyslu og reykingum. Með öðrum orðum er hægt að segja að því hærra sem
hlutfall íþróttaiðkunar er í hverfi þeim mun lægra er hlutfall áfengisneyslu og
reykinga í hverfinu. Hlutfall íþróttaiðkunar virðist hafa aðeins sterkari tengsl við
reykingar heldur en áfengisneyslu þar sem fylgnin þar er nokkuð meiri.
Tafla 10. Pearsons’r fylgnifylki fyrir sambandið á milli hlutfalls íþróttaiðkunar,
hlutfalls áfengisneyslu og hlutfalls reykinga í skólahverfi.
Fylgnin á milli hlutfalls áfengisneyslu og hlutfalls reykinga í hverfi er mjög sterk
jákvæð fylgni. Þau hverfi sem hafa hátt hlutfall af áfengisneyslu unglinga hafa einnig
hátt hlutfall reykinga meðal unglinga.
Á heildina litið gefur fylgnifylkið þær niðurstöður að hlutfall íþróttaiðkunar í
skólahverfi virðist hafa mikil áhrif á áfengisneyslu og reykingar innan viðkomandi
skólahverfis. Íþróttiðkun gæti því verið mjög mikilvægur þáttur í því að draga úr
áfengisneyslu og reykingum. Það virðast einnig vera sömu skólahverfin sem hafa hátt
hlutfall bæði áfengisneyslu og reykinga þar sem fylgnin á milli þessarra tveggja
breyta er mjög há.
Skólahverfin voru einnig flokkuð í þrjá hópa á öllum breytunum þremur þar sem
þau voru flokkuð eftir því hvort þau höfðu lágt hlutfall, miðlungs hlutfall eða hátt
hlutfall. Í töflu ellefu má sjá tengsl íþróttaiðkunar í skólahverfi við bæði áfengisneyslu
og reykingar í skólahverfi.
Hlutfall Íþróttaiðkunar Hlutfall áfengisneyslu
Hlutfall reykinga
Hlutfall Íþróttaiðkunar
1
-‐0.416*
-‐0.520*
Hlutfall áfengisneyslu
1
0.738*
Hlutfall reykinga
1
* P < 0.01
89
Tafla 11. Krosstafla fyrir tengsl íþróttaiðkunar í skólahverfi við áfengisneyslu og
reykingar í skólahverfi
Þegar tengsl íþróttaiðkunar og áfengisneyslu í skólahverfi eru skoðuð kemur í ljós
marktækt samband miðað við 99% öryggisstig. Það er marktækur munur á hlutfalli
áfengisneyslu í skólahverfi eftir því hvort hlutfall íþróttaiðkunar sé lágt, miðlungs eða
hátt. Þegar taflan er greind nánar kemur í ljós að hlutfallslega fleiri skólahverfi með
hátt hlutfall íþróttaiðkunar eru með lágt hlutfall áfengisneyslu í skólahverfinu. Í
töflunni sést greinilega það neikvæða samband sem er til staðar, þau skólahverfi sem
eru með lágt hlutfall íþróttaiðkunar eru flest með miðlungs eða hátt hlutfall af
áfengisneyslu. Þau hverfi aftur á móti sem hafa miðlungs hlutfall íþróttaiðkunar eru
flest með miðlungs hlutfall áfengisneyslu og þar á eftir lágt hlutfall áfengisneyslu. Þau
hverfi sem hafa hátt hlutfall íþróttaiðkunar eru flest með lágt hlutfall áfengisneyslu
eða tæp 60%. Áberandi flestir skólar falla í tvo hópa, annars vegar þann sem er með
hátt hlutfall íþróttaiðkunar og lágt hlutfall áfengisneyslu og hins vegar þann sem er
með miðlungs hlutfall íþróttaiðkunar og miðlungs hlutfall áfengisneyslu. Áhugavert
Íþróttaiðkun í skólahverfi
Lágt hlutfall
Miðlungs hlutfall
Hátt hlutfall
Áfengisneysla í skólahverfi
Lágt hlutfall
3 (21.4%)
16 (32%)
28 (59.6%)
Miðlungs hlutfall
6 (42.9%)
29 (58%)
15 (31.9%)
Hátt hlutfall
5 (35.7%)
5 (10%)
4 (8.5%)
Samtals
14 (100%)
50 (100%)
47 (100%)
Kí-‐kvaðrat = (4:16.5, P<0.01)
Reykingar í skólahverfi
Lágt hlutfall
1 (7.1%)
8 (16%)
21 (44.7%)
Miðlungs hlutfall
2 (14.3%)
31 (62%)
24 (51.1%)
Hátt hlutfall
11 (78.6%)
11 (22%)
2 (4.3%)
Samtals
14 (100%)
50 (100%)
47 (100%)
Kí-‐kvaðrat = (4:32.0, P<0.01)
90
er að sjá hve greinilegur munur er þarna til staðar þar sem hátt hlutfall
íþróttaiðkunar leiðir af sér lágt hlutfall áfengisneyslu en um leið og hlutfall
íþróttaiðkunar er komið niður í miðlungs þá hækkar áfengisneyslan einnig í miðlungs.
Tengslin á milli íþróttaiðkunar í skólahverfi og reykinga í skólahverfi eru ívið
sterkari heldur en tengsl íþróttaiðkunar og áfengisneyslu. Slíkt er í samræmi við
Pearsons’r fylgnistuðlana fyrir tengslin sem skoðaðir voru hér að ofan. Sambandið á
milli íþróttaiðkunar í skólahverfi og reykinga í skólahverfi er marktækt miðað við 99%
öryggisstig. Það er því marktækur munur á reykingum í skólahverfi eftir því hversu
hátt hlutfall íþróttaiðkunar er í hverfinu. Mjög greinilegt neikvætt samband er til
staðar á milli þessarra tveggja breyta, þau skólahverfi sem hafa hátt hlutfall
íþróttaiðkunar hafa lágt eða miðlungs hlutfall reykinga. Þau skólahverfi sem hafa
miðlungs hlutfall íþróttaiðkunar hafa flest miðlungs hlutfall reykinga eða þá hátt
hlutfall. Ef skoðuð eru þau skólahverfi sem hafa lágt hlutfall íþróttaiðkunar er
greinilegt að lang flest þeirra skólahverfa hafa hátt hlutfall reykinga eða 78,6%. Það
heyrir til mikilla undantekninga að skóli með hátt íþróttahlutfall sé með hátt
reykingahlutfall eða að skóli með lágt íþróttahlutfall sé með lágt reykingahlutfall, en
eingöngu 3 skólar sem falla í þessa tvo hópa. Meðal þeirra skóla sem hafa hátt
hlutfall íþróttaiðkunar eru áberandi flestir sem hafa lágt eða miðlungs hlutfall
reykinga. Leið og komið er niður í miðlungs hlutfall íþróttaiðkunar eru lang flestir
skólar með miðlungs eða hátt hlutfall reykinga.
Skoðaðir eru aðskilið þeir unglingar sem ekki eru í íþróttum og þeir sem eru í
íþróttum eftir því hvort þeir tilheyri skólahverfi með hátt eða lágt hlutfall
íþróttaiðkunar. Þetta er gert til þess að sýna fram á að tengsl íþróttaiðkunar í
skólahverfi við áfengisneyslu og reykingar í skólahverfinu sé ekki einungis tilkomið
vegna einstaklinganna, þar sem þeir einstaklingar sem eru í íþróttum eru ólíklegri til
þess að reykja sígarettur og drekka áfengi.
Í töflu tólf og þrettán má sjá hlutfall þeirra unglinga sem hafa reykt sígarettur um
ævina eða orðið drukkin um ævina eftir því hvort þeir æfi íþróttir og hvort þeir
tilheyri skólahverfi með lágt eða hátt hlutfall íþróttaiðkunar. Ef skoðuð er tafla tólf
fyrir áfengisneyslu kemur í ljós að af þeim unglingum sem æfa ekki íþróttir eru
hlutfallslega færri sem tilheyra skólahverfi með hátt íþróttahlutfall sem hafa orðið
drukkin heldur en þeir sem tilheyra skólahverfi með lágt íþróttahlutfall. Með öðrum
91
orðum má segja að þeir unglingar sem tilheyra skólahverfi með hátt hlutfall
íþróttaiðkunar eru ólíklegri til þess að hafa orðið drukknir um æfina heldur en þeir
sem tilheyra skólahverfi með lágt íþróttahlutfall. Þetta mynstur er til staðar bæði hjá
þeim unglingum sem æfa íþróttir og þeim sem æfa ekki íþróttir.
Tafla 12. Hlutfall þeirra sem hafa orðið drukkin um ævina eftir íþróttaiðkun
einstaklingsins og hlutfalls íþróttaiðkunar í því skólahverfi sem viðkomandi tilheyrir.
Tafla 13. Hlutfall þeirra sem hafa reykt sígarettur um ævina eftir íþróttaiðkun
einstaklingsins og hlutfalls íþróttaiðkunar í því skólahverfi sem viðkomandi tilheyrir.
Þegar tafla þrettán fyrir reykingar er skoðuð kemur í ljós slíkt hið sama og fyrir
áfengisneyslu. Heldur meiri munur er þó á milli þeirra unglinga sem tilheyra
skólahverfi með lágt íþróttahlutfall og þeirra sem tilheyra skólahverfi með hátt
íþróttahlutfall. Þeir unglingar sem æfa ekki íþróttir eru líklegri til þess að hafa prófað
að reykja ef þeir búa í hverfi með lágt íþróttahlutfall. Unglingar sem búa í skólahverfi
þar sem er hátt hlutfall íþróttaiðkunar eru ólíklegri til þess að hafa reykt sígarettur
heldur en þeir unglingar sem búa í hverfi með lágt hlutfall íþróttaiðkunar. Þetta er til
staðar bæði hjá þeim unglingum sem æfa íþróttir og hjá þeim sem æfa ekki íþróttir.
Hlutfall þeirra sem hafa orðið drukkin um ævina
Æfa íþróttir Æfa ekki íþróttir
Tilheyra skólahverfi með lágt hlutfall íþróttaiðkunar
9.1%
19.0%
Tilheyra skólahverfi með hátt hlutfall íþróttaiðkunar
8.0%
15.2%
Hlutfall þeirra sem hafa reykt sígarettur um ævina
Æfa íþróttir Æfa ekki íþróttir
Tilheyra skólahverfi með lágt hlutfall íþróttaiðkunar
11.8%
24.0%
Tilheyra skólahverfi með hátt hlutfall íþróttaiðkunar
8.7%
19.2%
92
Þróun íþróttaiðkunar, áfengisneyslu og reykinga árgangs 1996
Hér að ofan hefur verið fjallað ítarlega um félagsleg áhrif íþróttaiðkunar á
áfengisneyslu og reykingar unglinga. Komið hefur í ljós að það eru til staðar mikil
félagsleg áhrif og innan skólahverfa með hátt hlutfall íþróttaiðkunar myndast sterk
viðhorf og gildi gegn áfengisneyslu og reykingum.
Líkt og komið hefur fram þá hefur íþróttaiðkun með íþróttafélagi aukist mikið
meðal unglinga og jafnframt hefur dregið all verulega úr áfengisneyslu og reykingum
meðal unglinga í efstu bekkjum grunnskóla. Mikið brottfall verður úr skipulögðu
íþróttastarfi meðal unglinga þegar þeir eru í 10. bekk og á fyrsta ári í framhaldsskóla
(Viðar Halldórsson, 2014; Kristín Lilja Friðriksdóttir, 2015) og það er einmitt við lok
grunnskóla eða upphaf framhaldsskóla að unglingar byrja gjarnan að neyta áfengis
og reykja sígarettur (Álfgeir Logi Kristjánsson, o.fl. 2011). Það virðist því vera þannig
að brottfall unglinga úr íþróttum og upphaf áfengisneyslu og reykinga eigi sér stað á
mjög svipuðum tímapunkti eða við upphaf framhaldsskólagöngu. Við upphaf
framhaldsskólagöngu verður því mikil breyting á félagslegu umhverfi og tengslum
unglinganna.
Hér á eftir verður greint frá þróun íþróttaiðkunar, áfengisneyslu og reykinga
unglinga og áfengisneyslu og reykinga vina meðal þeirra unglinga sem fæddir eru
árið 1996. Unglingarnir verða skoðaðir í febrúar 2012 þegar þeir voru í 10. bekk og
síðan í október 2013, um einu og hálfu ári síðar þegar þeir hafa lokið einu ári í
framhaldsskóla.
93
Mynd 15. Hlutfall íþróttaiðkunar árgangs 1996 í 10. bekk og eftir fyrsta ár í
framhaldsskóla.
Á mynd fimmtán má sjá hlutfall íþróttaiðkunar unglinga í árgangi 1996 þegar þeir
eru í 10. bekk og eftir að þeir hafa lokið fyrsta ári í framhaldsskóla. Þetta eru sömu
unglingar sem spurðir eru sömu spurninga með eins og hálfs árs millibili. Árið 2012
voru 45% unglinganna sem aldrei æfðu íþróttir með íþróttafélagi en árið 2013 var
þetta hlutfall komið í 60,1%. Þetta er því töluverð fjölgun í þeim hópi sem aldrei æfir
íþróttir með íþróttafélagi. Töluverð fækkun verður hins vegar í þeim hópi sem æfir
fjórum sinnum eða oftar í viku, eða frá því að vera 35,9% og niður í 26,9%. Einnig
verður fækkun í þeim hópi sem æfir einu sinni til þrisvar sinnum í viku en fækkunin er
þó minni en hjá þeim sem æfa fjórum sinnum í viku eða oftar. Hlutfall þeirra sem
æfðu einu sinni til þrisvar sinnum í viku var 19,1% árið 2012 en var komið niður í
12,9% árið 2013. Þetta brottfall sem á sér stað á þessum stutta tíma er nokkuð mikið
og meirihluti unglinganna stunda aldrei íþróttir með íþróttafélagi eftir fyrsta ár í
framhaldsskóla.
Dostları ilə paylaş: |