45.0%
19.1%
35.9%
60.1%
12.9%
26.9%
0%
10%
20%
30%
40%
50%
60%
70%
80%
Aldrei
1 ql 3 sinnum
4 sinnum eða olar
Hversu ol æfir þú eða keppir með íþróaafélagi
2012
2013
94
Mynd 16. Hlutfall áfengisneyslu árgangs 1996 í 10. bekk og eftir fyrsta ár í
framhaldsskóla
Þróun áfengisneyslu unglinganna á þessu eina og hálfa ári er þveröfug í samanburði
við íþróttaiðkun þeirra. Þetta kemur fram á mynd sextán sem sýnir þróun
áfengisneyslu unglinganna. Tæp 80% unglinganna höfðu aldrei orðið drukkin um
ævina í lok 10. bekkjar en aðeins 38,8% höfðu ennþá aldrei orðið drukkin eftir
rúmlega eitt ár í framhaldsskóla. Þetta segir okkur að 40,3% unglinganna urðu
drukknir í fyrsta skipti á þessu eina og hálfa ári sem leið frá lokum 10. bekkjar og þar
til þeir höfðu lokið einu ári í framhaldsskóla. Mikil fjölgun er í hópunum sem hafa
orðið drukknir og mest er fjölgunin í hópnum 20 sinnum eða oftar þar sem 18,3%
unglinganna höfðu orðið drukkin 20 sinnum eða oftar árið 2013. Þetta segir til um að
margir þeir sem byrjað hafa að neyta áfengis hafa orðið drukknir þetta oft á þessu
eina og hálfa ári. Svipuð fjölgun er í hópnum sem hefur orðið drukkinn 6-‐19 sinnum.
Verulega hefur dregið úr reykingum á Íslandi á undanförnum árum (Álfgeir Logi
Kristjánsson, o.fl. 2012; Hrefna Pálsdóttir, Margrét Lilja Guðmundsdóttir, o.fl. 2014).
Þrátt fyrir það er ennþá töluverður hluti unglinga sem prófar að reykja annað hvort í
efstu bekkjum grunnskóla eða á fyrstu árumnum í framhaldsskóla.
79.1%
14.4%
4.0%
2.5%
38.8%
22.6%
20.3%
18.3%
0%
10%
20%
30%
40%
50%
60%
70%
80%
Aldrei
1-‐5 sinnum
6-‐19 sinnum
20 sinnum eða olar
Hversu ol unglingar hafa orðið drukknir um ævina
2012
2013
95
Mynd sautján sýnir þróun reykinga á sama hátt og þróun áfengisneyslu á þessu
sama eina og hálfa ári. Árið 2012 höfðu tæp 80% unglinganna aldrei prófað að reykja
sígarettur, þetta er nánast sama hlutfall og hlutfall þeirra sem aldrei höfðu orðið
drukkin. Árið 2013 eru ennþá 65% unglinganna sem aldrei hafa prófað að reykja og
verður það að teljast mjög hátt hlutfall. Einnig sést að flestir þeirra sem hafa prófað
að reykja hafa einungis prófað það í eitt til fimm skipti. Fjöldi þeirra sem reykja
reglulega eykst á þessu eina og hálfa ári frá lokum grunnskóla og þar til eftir fyrsta ár
í framhaldsskóla en 6,8% höfðu reykt 20 sinnum eða oftar í 10. bekk en 13,1% höfðu
reykt 20 sinnum eða oftar eftir fyrsta ár í framhaldsskóla.
Mynd 17. Hlutfall reykinga árgangs 1996 í 10. bekk og eftir fyrsta ár í framhaldsskóla.
Það verður að segjast að þróun reykinga unglinga er í mun betri farvegi heldur en
þróun á áfengisneyslu þeirra. Mun færri unglingar reykja sígarettur heldur en þeir
sem drekka áfengi og af þeim sem hafa prófað að reykja einhverntíman um ævina
eru fáir sem stunda reykingar daglega eða reglulega þar sem lágt hlutfall unglinganna
hefur reykt 20 sinnum eða oftar.
79.5%
10.4%
3.2%
6.8%
65.1%
13.9%
8.0%
13.1%
0%
10%
20%
30%
40%
50%
60%
70%
80%
Aldrei
1-‐5 sinnum
6-‐19 sinnum
20 sinnum eða olar
Hversu ol unglingar hafa reykt sígareaur um ævina
2012
2013
96
Mynd 18. Hlutfall áfengisneyslu vina árgangs 1996 í 10. bekk og eftir fyrsta ár í
framhaldsskóla.
Eins og kom fram þegar gögnin frá árinu 2012 voru skoðuð ítarlega þá hefur
áfengisneysla og reykingar vina mikil áhrif á áfengisneyslu og reykingar unglingsins
sjálfs. Það kemur því ekki á óvart að aukin áfengisneysla unglings og aukin
áfengisneysla vina haldist í hendur.
Erfitt er þó að fullyrða hvort komi á undan, áfengisneysla vina eða áfengisneysla
einstaklingsins. Líklega er hvorugt hrein orsök eða afleiðing en ljóst er að mikið
samspil er þarna á milli og áfengisneysla vina og áfengisneysla einstaklingsins mjög
samtengd (Bray, o.fl. 2003).
Þessa þróun áfengisneyslu vina má sjá skýrt og greinilega á mynd átján. Á þessum
stutta tíma fara unglingarnir frá því að engir, fáir eða nokkrir vinir þeirra drekki áfengi
yfir í það að flestir eða allir vinir drekka áfengi. Árið 2012 voru aðeins 10,4% sem
sögðu að flestir eða allir vinir þeirra drykkju áfengi en árið 2013 voru 66,3% sem
sögðu að flestir eða allir vinir þeirra drykkju áfengi. Mikill munur er einnig á þeim
sem eiga enga vini sem drekka áfengi en aðeins 5% eiga enga vini sem drekka áfengi
árið 2013 í samanburði við það að einu og hálfu ári áður voru 35,6% sem áttu enga
vini sem drekka áfengi.
35.6%
54.0%
10.4%
5.0%
28.7%
66.3%
0%
10%
20%
30%
40%
50%
60%
70%
80%
Engir
Fáir/Nokkrir
Flesqr/Allir
Hversu margir af vinum drekka áfengi
2012
2013
97
Mynd nítján er sambærileg mynd átján nema að í þessu tilviki er verið að skoða
reykingar vina. Þar sem verulega hefur dregið úr reykingum meðal unglinga er
aukningin í reykingum vina eftir fyrsta ár í framhaldsskóla ekki eins gífurleg og raunin
er með áfengisneysluna. Ennþá eru margir sem eiga enga vini sem reykja en árið
2012 voru 57,8% sem áttu enga vini sem reykja en það hlutfall hafði lækkað í 32,8%
árið 2013. Mjög fáir segja að flestir eða allir vinir sínir reyki og helst það bæði árin
2012 og 2013. Þetta þýðir að þrátt fyrir að unglingarnir fari í framhaldsskóla og
eignist nýja vini og vini sem neyta áfengis þá eru mjög fáir sem eiga marga vini sem
reykja sígarettur. Þetta mun líklega vera endurspeglun á þeirri þróun sem orðið hefur
varðandi reykingar unglinga. Það sem helst virðist breytast á þessum tíma er að fleiri
eiga fáa eða nokkra vini sem reykja heldur en þeir gerðu einu og hálfu ári áður.
Mynd 19. Hlutfall reykinga vina árgangs 1996 í 10. bekk og eftir fyrsta ár í
framhaldsskóla.
57.8%
38.0%
4.2%
32.8%
60.4%
6.7%
0%
10%
20%
30%
40%
50%
60%
70%
80%
Engir
Fáir/Nokkrir
Flesqr/Allir
Hversu margir af vinum reykja sígareaur
2012
2013
98
Ofangreindar niðurstöður leiða í ljós að töluverðar breytingar verða í lífi unglinga
við upphaf framhaldsskólagöngu. Það sem á sér stað er að mikið brottfall verður úr
skipulögðu íþróttastarfi og áfengisneysla eykst verulega. Reykingar aukast nokkuð en
ekkert í líkingu við áfengisneysluna.
Þessar niðurstöður styrkja enn frekar þær hugmyndir að áhrif íþróttaiðkunar á
áfengisneyslu og reykingar séu félagsleg áhrif í umhverfi unglinga. Framhaldsskóli er
annað félagslegt umhverfi og því haldast ekki þau félagslegu áhrif sem eru til staðar
meðal unglinganna í grunnskóla.
Ef þessar niðurstöður eru bornar saman við niðurstöðurnar fyrir samvirkni áhrif
íþróttaiðkunar og áfengisneyslu og reykinga vina á áfengisneyslu og reykingar
unglinga þá koma þær algerlega heim og saman. Líkt og áður hefur komið fram þá
hefur áfengisneysla og reykingar vina mun meiri áhrif á áfengisneyslu og reykingar
unglinga sem æfa ekki íþróttir með íþróttafélagi. Þegar unglingar koma í
framhaldsskóla verður mikið brottfall úr íþróttum og jafnframt kynnast unglingarnir
öðrum unglingum og mynda ný félagsleg tengsl við unglinga úr öðrum skólahverfum
með önnuð viðhorf og gildi. Íþróttirnar virka þá ef til vill ekki lengur sem einskonar
hindrun fyrir áhrif vina á áfengisneyslu og reykingar.
99
Umræður
Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að skipulögð íþróttaiðkun var mikil og
meirihluti unglinga í 8. til 10. bekk stunduðu íþróttir með íþróttafélagi. Mjög lágt
hlutfall unglinganna höfðu hins vegar orðið drukkin eða prófað að reykja sígarettur. Í
ljós kom að því oftar sem unglingarnir stunduðu íþróttir með íþróttafélagi því
ólíklegri voru þeir til þess að neyta áfengis eða reykja sígarettur. Þeir sem áttu vini
sem neyta áfengis eða reykja sígarettur voru líklegri til þess að neyta áfengis eða
reykja sígarettur sjálfir. Reykingar vina höfðu sterk áhrif á reykingar unglinganna og
áfengisneysla vina hafði sterk áhrif á áfengisneyslu unglinganna. Strákar reyndust
vera töluvert líklegri til þess að hafa orðið drukknir um ævina og hafa prófað að
reykja sígarettur. Ekki reyndist vera marktækur munur á áfengisneyslu og reykingum
þeirra unglinga sem voru í 8. og 9. bekk en þeir sem eru í 10. bekk voru líklegri til
þess að hafa orðið drukknir og reykt sígarettur heldur en þeir sem voru í 8. eða 9.
bekk. Mjög lítill munur var þó á öllum bekkjunum varðandi það hvort unglingarnir
hefðu prófað að reykja.
Einnig kom í ljós marktæk samvirkni fyrir bæði áhrif íþróttaiðkunar og
áfengisneyslu vina á áfengisneyslu unglinga, ásamt áhrifum íþróttaiðkunar og
reykinga vina á reykingar unglinga. Sambandið á milli áfengisneyslu vina og
áfengisneyslu unglinga ásamt sambandinu á milli reykinga vina og reykinga unglinga
er öðruvísi eftir því hvort unglingarnir stunda íþróttir með íþróttafélagi. Meðal þeirra
unglinga sem stunda aldrei íþróttir með íþróttafélagi er sambandið áberandi
sterkast. Það þýðir að þeir unglingar sem eru ekki í íþróttum eru líklegri til þess að
verða fyrir áhrifum frá vinum sem drekka áfengi eða reykja sígarettur. Þeir unglingar
sem æfa íþróttir fjórum sinnum í viku eða oftar verða fyrir minnstum áhrifum frá
vinum og þó svo að þessir unglingar eigi vini sem drekka áfengi eða reykja sígarettur
þá hefur það ekki eins mikil áhrif á þau vegna þess að þau eru í íþróttum. Þetta sýnir
hvernig íþróttaiðkun virkar sem forvörn, hún dregur úr áhrifum jafningjahópsins.
Áhrif íþróttaiðkunar á áfengisneyslu og reykingar reyndust ekki aðeins vera til
staðar meðal einstaklinganna þar sem í ljós kom marktækt samband á milli hlutfalls
íþróttaiðkunar í skólahverfi og hlutfalls áfengisneyslu og reykinga í skólahverfi. Þau
skólahverfi sem höfðu hátt hlutfall íþróttaiðkunar höfðu alla jafna lágt hlutfall
100
áfengisneyslu og reykinga. Það var einnig sterkt samband á milli áfengisneyslu og
reykinga í hverfi sem segir til um að það séu að megninu til sömu hverfin sem hafa
hátt hlutfall bæði áfengisneyslu og reykinga. Einnig voru unglingarnir skoðaðir í
sitthvoru lagi eftir því hvort þeir æfðu íþróttir eða ekki. Í ljós kom að þeir unglingar
sem æfa ekki íþróttir eru töluvert ólíklegri til þess að hafa orðið drukknir eða reykt
sígarettur ef þeir búa í skólahverfi þar sem er hátt hlutfall íþróttaiðkunar heldur en ef
þeir búa í skólahverfi þar sem er lágt hlutfall íþróttaiðkunar. Þetta mynstur var einnig
til staðar meðal þeirra unglinga sem æfa íþróttir, þeir sem eru í íþróttum en búa í
skólahverfi með lágt hlutfall íþróttaiðkunar voru líklegri til þess að hafa orðið
drukknir eða reykt sígarettur heldur en þeir sem búa í skólahverfi með hátt hlutfall
íþróttaiðkunar. Hlutfall íþróttaiðkunar í hverfi hefur því áhrif á áfengisneyslu og
reykingar unglinga í hverfinu burtséð frá því hvort þeir æfi sjálfir íþróttir eða ekki.
Þetta styður við kenningar um félagsauð og félagslegt taumhald, í skólahverfum þar
sem er hátt hlutfall íþróttaiðkunar þá myndast ákveðin sameiginleg viðmið og gildi
innan hópsins sem smitast á milli þeirra unglinga sem búa í sama skólahverfi.
Að lokum kom í ljós að fremur stór hluti unglinga sem stundaði íþróttir með
íþróttafélagi í 10. bekk hafði hætt að stunda þær eftir fyrsta árið í framhaldsskóla. Á
sama tíma jókst áfengisneysla gríðarlega og voru um 40% unglinganna sem urðu
drukkin í fyrsta skipti á þessu tímabili. Margir höfðu einnig prófað að reykja
sígarettur í fyrsta skipti en aukningin var þó ekki eins mikil og varð í áfengisneyslunni.
Miklar breytingar urðu einnig varðandi áfengisneyslu vina en í 10. bekk áttu mjög fáir
marga vini sem drukku áfengi en eftir fyrsta ár í framhaldsskóla var mikill meirihluti
sem sagði að flestir eða allir vinir sínir drykkju áfengi. Þetta var ekki eins áberandi
varðandi reykingarnar en þó voru fleiri sem áttu vini sem reykja í framhaldsskóla
heldur í grunnskóla.
Þessar niðurstöður undirstrika það sem fram hefur komið hér að ofan.
Íþróttaiðkun hefur áhrif á unglingana innan skólahverfisins og viðhorf þeirra og gildi.
Þegar unglingarnir fara í framhaldsskóla þá er ekki lengur eins sterk tenging við
gamla skólahverfið og margir eignast vini úr öðrum skólahverfum í
framhaldsskólanum. Þetta passar einnig við niðurstöðurnar úr samvirkninni.
Íþróttaiðkun virkar sem vörn fyrir áhrif vina á áfengisneyslu og reykingar. Þegar
101
unglingarnir hætta í íþróttum líkt og gerist gjarnan í framhaldsskóla þá verða þeir
móttækilegri fyrir áhrifum frá vinum.
Þær tilgátur sem settar voru fram út frá fyrri rannsóknum stóðust þar með allar
ásamt því að þær kenningar sem settar voru fram styrkja einnig niðurstöðurnar.
Niðurstöður rannsóknarinnar eru því í samræmi við fyrri rannsóknir á þessu sviði. Líkt
og áður hefur komið fram hefur samband íþróttaiðkunar einstaklings og
áfengisneyslu og reykinga verið rannsakað þó nokkuð áður. Mikilvægt þótti að bæta
við þekkingu á þessu sviði til að greina nákvæmlega hvers kyns afleiðingar
íþróttaiðkun hefur í för með sér fyrir nærsamfélag unglinga í heild sinni.
Rannsókn á áhrifum íþróttaiðkunar í skólahverfi á áfengisneyslu og reykingar í
skólahverfi hefur ekki verið framkvæmd hér á landi áður og hefur rannsókninni því
tekist að kafa dýpra heldur en fyrri rannsóknir hafa gert og varpað skýrara ljósi á
ástæður þess að unglingar sem æfa íþróttir með íþróttafélögum eru síður að neyta
áfengis og reykja sígarettur.
Mikið og gott forvarnarstarf hefur átt sér stað á Íslandi og eins og niðurstöðurnar
gefa til kynna hefur það borið góðan árangur í grunnskólum landsins. Rannsókn
þessa er hægt að nýta til að styrkja það forvarnarstarf sem farið hefur fram
hérlendis. Mikilvægi skipulagðrar íþróttastarfsemi er skýrt og nauðsynlegt að halda
áfram þeirri þróun sem hefur átt sér stað, að fjölga börnum og unglingum í
skipulögðu íþróttastarfi. Það mikla brottfall úr íþróttum og sú mikla aukning í
áfengisneyslu og reykingum sem á sér stað í framhaldsskóla sýnir ef til vill að betur
þurfi að standa að forvarnarstarfi í framhaldsskólunum þar sem áhættuþættirnir þar
eru fleiri en í grunnskólanum ásamt því að töluverðar breytingar verða á félagslegu
umhverfi þeirra og þau því viðkvæm fyrir jafningjaáhrifum.
Það gefur augaleið að þær breytur sem notast er við í þessari rannsókn eru ekki
þær einu sem hafa áhrif á áfengisneyslu og reykingar unglinga og hefði sjálfsagt verið
hægt að taka tillit til fleiri þátta. Sem dæmi má nefna hefði verið áhugavert að skoða
fleiri þætti félagslegra tengsla eins og til dæmis tengsl unglinganna við foreldra sína
og einnig hefði verið hægt að horfa til ýmissa annarra áhættuþátta varðandi
áfengisneyslu og reykingar. Þetta líkan hefur samt sem áður mikið skýringargildi fyrir
áfengisneyslu og reykingar unglinga og fékkst hár skýrður breytileiki í þeim
aðhvarfsgreiningum sem framkvæmdar voru. Þegar forspárlíkindin voru skoðuð sást
102
greinilega hversu vel þessar breytur ná að útskýra áfengisneyslu og reykingar
unglinga.
Helsti kostur rannsóknarinnar er hversu mikill stöðugleiki er í niðurstöðunum,
þrátt fyrir að unnið sé með gögn á bæði einstaklingsstigi, skólahverfastigi og gögn
fyrir bæði grunnskóla og framhaldsskóla kemur alltaf fram þessi sama skýra
niðurstaða. Áhrif íþróttaiðkunar með íþróttafélagi á áfengisneyslu og reykingar eru
skýr og sterk. Íþróttaiðkun dregur úr áfengisneyslu og reykingum unglinga og myndar
ákveðin viðmið og gildi sem eru ríkjandi meðal unglinga í nærsamfélaginu. Áhrif vina
eru einnig verulega mikil, unglingar gera það sem vinirnir gera og það virkar í báðar
áttir. Þess vegna skiptir þessi skólahverfa nálgun svo miklu máli og nýtist vel til að
skilja félagslegt umhverfi og félagsleg tengsl á milli unglinga. Það eru til staðar áhrif á
milli jafningja innan skólahverfisins sem er ekki hægt að útskýra með því að skoða
bara einstaklingana aðskilið.
Niðurstöður rannsóknarinnar gefa skýra mynd af stöðunni eins og hún er í dag en
þó er alltaf þörf á frekari rannsóknum, félagslegur veruleiki tekur stöðugum
breytingum og mikilvægt að rannsóknir séu í takt við tíðarandann hverju sinni.
Virkilega áhugavert og í raun nauðsynlegt væri að gera eigindlega rannsókn þar sem
tekin væru viðtöl við unglinga á þessum aldri og kafað dýpa ofan í þeirra reynsluheim
þar sem markmiðið væri að skilja þeirra aðstæður og þeirra upplifun.
Vinnan við þessa ritgerð hefur verið bæði fræðandi og mjög skemmtileg og hún
hefur opnað augu mín fyrir því hvað félagsfræðin er áhugaverð og víðtæk fræðigrein.
Efnið þótti mér verulega spennandi og áhugavert og skemmtilegt væri að rannsaka
þetta enn betur. Í heildina litið skapar þessi ritgerð góða reynslu sem mun nýtast mér
í störfum mínum bæði í kennslu og íþróttaþjálfun.
103
Heimildaskrá
Auld, C. J. (2008). Voluntary sport clubs: The potential for the development of social
capital. Í Hoye, R. og Nicholson, M. (Ritstjórar), Sport and Social Capital (bls.
143-‐164) . London: Elsevier.
Áfengislög nr. 75/1998.
Álfgeir Logi Kristjánsson, Inga Dóra Sigfúsdóttir og Allegrante, J.P. (2013). Adolescent
substance use and peer use: a multilevel analysis of cross-‐sectional
population data [rafræn útgáfa]. Substance Abuse Treatment, Prevention, and
Policy,
8(27).
Sótt
þann
1.
september
2015
af:
http://www.substanceabusepolicy.com/content/8/1/27#B1
Álfgeir Logi Kristjánsson, Jón Sigfússon, Inga Dóra Sigfúsdóttir og Hrefna Pálsdóttir.
(2011). Fyrsta ölvunin: Umhverfi og félagslegt samhengi fyrstu ölvunarinnar
meðal 15-‐19 ára skólanema á Íslandi. Reykjavík: Rannsóknir og greining.
Álfgeir Logi Kristjánsson, Jón Sigfússon, Inga Dóra Sigfúsdóttir og Hrefna Pálsdóttir
(2012). Ungt fólk 2012: Menntun, menning, íþróttir, tómstundir, hagir og
líðan nemenda í 8. 9. og 10. bekk grunnskóla. Reykjavík: Rannsóknir og
greining.
Bray, J.H., Adams, G.J., Getz, J.G., McQueen, A. (2003). Individuation, peers, and
adolescent alcohol use: a latent growth analysis. Dostları ilə paylaş: |