Úrvinnsla gagna
Dreifing allra breyta verður skoðuð og settar eru fram krosstöflur bæði fyrir tengsl
íþróttaiðkunar við áfengisneyslu og reykingar og tengsl íþróttaiðkunar við
áfengisneyslu og reykingar vina. Í krosstöflunum eru í fyrsta lagi sýnd tengslin milli
þess hversu oft unglingar stunda íþróttir og þess hvort þeir hafi orðið drukknir eða
prófað að reykja sígarettur. Í öðru lagi eru sýnd tengslin á milli þess hversu oft
unglingar stunda íþróttir og þess hversu marga vini þeir eiga sem drekka áfengi eða
reykja sígarettur. Kí-‐kvaðrat marktektarpróf (e. Chi-‐square test) verður notað til að
kanna hvort ofangreind tengsl séu marktæk.
Til þess að meta sem allra best áhrif íþróttaiðkunar, áfengisneyslu vina, reykingar
vina, kyns og aldurs á bæði áfengisneyslu og reykingar meðal unglinga verður gerð
tvíkosta aðhvarfsgreining (e. Logistic Regression). Tvíkosta aðhvarfsgreining er gerð
þegar háða breytan í greiningunni er tvígild breyta eða með öðrum orðum breyta
með tvo flokka, breytan er þá kóðuð sem tvíkosta breyta þar sem einn flokkurinn fær
gildið núll og hinn gildið einn. Tvíkosta aðhvarfsgreining snýst um að kanna líkurnar á
því að ákveðinn einstaklingur lendi í hópnum sem hefur gildið einn (Field, 2009). Í
þessu tilviki eru kannaðar líkurnar á því að unglingur með ákveðin gildi á
frumbreytunum hafi orðið drukkinn um ævina eða hafi reykt sígrettur um ævina.
Í tvíkosta aðhvarfsgreiningu er ekki hægt að nota jöfnu bestu línu til þess að
reikna forspárgildi fyrir einstaklinga. Þess í stað verða reiknuð forspárlíkindi (e.
Predicted probabilities) fyrir líkurnar á því að unglingar hafi orðið drukknir eða reykt
sígarettur og bornir verða saman ólíkir hópar eftir gildi á frumbreytunum, til dæmis
þeir sem æfa íþróttir miðað við þá sem æfa ekki íþróttir, strákar miðað við stelpur og
svo framvegis. Forspárlíkindi eru reiknuð út frá Logit stuðlum úr tvíkosta
aðhvarfsgreiningunni. Formúluna fyrir útreikning forspárlíkinda má sjá á mynd þrjú.
1
1 + exp − (??????1 + ??????2 + ??????3 … . )
Mynd 3. Formúla fyrir forspárlíkindi.
56
Að lokum verður gerð enn ítarlegri greining á áhrifum íþróttaiðkunar og
áfengisneyslu og reykinga vina á áfengisneyslu og reykingar hjá unglingum. Samspilið
á milli íþróttaiðkunar og áfengisneyslu og reykinga vina verður greint með því að
skoða samvirkni. Með samvirkni er átt við að sambandið á milli tveggja breyta sé háð
annarri utanaðkomandi breytu (Cohen, Cohen, West og Aiken, 2003).
Samvirknin rannsakar hvort áhrif áfengisneyslu og reykinga vina á áfengisneyslu
og reykingar unglinga sé öðruvísi eftir því hvort unglingarnir séu í íþróttum eða ekki.
Gerð verður línuleg aðhvarfsgreining þar sem samvirknin er rannsökuð. Samvirkni er
skoðuð með því að búa til margfeldis stuðla fyrir þær frumbreytur sem á að athuga
hvort sé samspil á milli (Cohen o.fl., 2003). Í þessu tilfelli verða því gerðar tvær nýjar
breytur, margfeldisstuðullinn af íþróttaiðkun og áfengisneyslu vina og af íþróttaiðkun
og reykingum vina. Einnig verða birtar myndir sem sýna ólíkar aðhvarfslínur eftir því
hvort unglingarnir æfi aldrei íþróttir, æfi einu sinni til þrisvar í viku eða æfi fjórum
sinnum í viku eða oftar.
Ungt fólk 2012 -‐ Hverfagögn
Mælingar
Í þessum hluta er einnig unnið með gögnin Ungt fólk 2012 sem eru gögn fyrir
nemendur í 8. til 10. bekk í grunnskóla. Þrátt fyrir að gögnin séu ekki rekjanleg til
einstaklinga eru gögnin flokkuð eftir grunnskólum. Til þess að skoða kenninguna um
félagsleg tengsl innan íþróttafélaga var ákveðið að notast við gögn um skólahverfi
þar sem hver grunnskóli er eitt skólahverfi. Til þess að geta greint gögnin á
skólahverfa stigi þá þarf að leggja saman svör unglinganna innan hvers skólahverfis
og fá eina tölu eða eitt gildi sem er þá gildi þess skólahverfis. Skólahverfin sem eru
með í greiningunni eru 111 talsins en allir skólar með færri en 20 nemendur í
unglingadeild voru sigtaðir frá. Þetta er gert til að auka réttmæti gagnanna þar sem
mjög litlir skólar með fáa nemendur gætu skekkt niðurstöðuna.
Skólahverfagögn voru reiknuð saman í tölfræðiforritinu SPSS með þyrpingarskipun
(e. Aggregate) og fengnar voru fram þrjár nýjar breytur. Þessar breytur voru hlutfall
íþróttaiðkunar í hverfi, hlutfall áfengisneyslu í hverfi og hlutfall reykinga í hverfi.
Hlutfall íþróttaiðkunar segir til um hversu mörg prósent unglinga í hverju skólahverfi
æfir íþróttir með íþróttafélagi. Hér að ofan var íþróttaiðkun þrískipt en hér verður
57
unnið með hana þannig að allir sem æfa íþróttir með íþróttafélagi einu sinni eða
oftar teljast með í hlutfalli þeirra sem æfa íþróttir í skólahverfinu. Hlutfall
íþróttaiðkunar í skólahverfunum var mjög breytilegt á milli skólahverfa, lægsta
hlutfallið var 34,8% og hæsta hlutfallið var 80%.
Breyturnar hlutfall áfengisneyslu og hlutfall reykinga eru í samræmi við það
hvernig þær voru kóðaðar upphaflega. Hlutfall áfengisneyslu segir til um hversu hátt
hlutfall unglinga í hverfi hafa orðið drukkin um ævina og hlutfall reykinga segir til um
hversu hátt hlutfall unglinga í hverfi hafa reykt sígarettur um ævina. Hlutföll
áfengisneyslu og reykinga voru frekar deifð eftir skólahverfum en lægsta hlutfall
áfengisneyslu var 2% og hæsta hlutfallið 37,5%. Lægsta hlutfall reykinga var 0% og
það hæsta var 35%.
Öllum breytunum var síðan skipt upp í þrjá flokka til einföldunar á frekari
greiningu. Íþróttaiðkun í hverfi var flokkuð í þrjá flokka, lágt hlutfall sem náði frá 34%
til 50%, miðlungs hlutfall sem náði frá 50,1% til 65% og hátt hlutfall sem var hærra en
65%. Áfengisneysla og reykingar í hverfi voru einnig flokkaðar í þrjá flokka, lágt
hlutfall sem náði frá 0% til 10%, miðlungs hlutfall sem náði frá 10,1% til 20% og hátt
hlutfall sem var allt yfir 20%. Í töflu þrjú má sjá tíðnitöflu fyrir þessar þrjár
skólahverfabreytur eftir að þær hafa verið flokkaðar í þrjá flokka og sést þar hversu
mörg skólahverfi tilheyra hvaða flokki.
58
Tafla 3. Tíðnitafla fyrir hlutfall íþróttaiðkunar, áfengisneyslu og reykinga í skólahverfi
Úrvinnsla gagna
Í upphafi er skoðuð Pearsons’r fylgni á milli allra breytanna en þá er unnið með þær
óflokkaðar. Pearsons’r fylgni er fylgnistuðull sem reiknar fylgni á milli tveggja
jafnbilahlutfallsbreyta sem eru gjarnan kallaðar magnbreytur þar sem gildin á
breytunni eru raunverulegar tölur en ekki flokkar. Þegar fylgni er skoðuð þarf að
huga að tveimur atriðum, styrkleika sambandsins og stefnu þess. Pearsons’r fylgni er
á bilinu mínus einn til plús einn þar sem fylgni nálægt núlli þýðir að engin fylgni sé á
milli breytanna en fylgni í mínus táknar neikvætt samband á milli breytanna en fylgni
Hlutfall íþróttaiðkunar
Fjöldi
Prósenta
Lágt hlutfall
14
12.6%
Miðlungs hlutfall
50
45.1%
Hátt hlutfall
47
42.3%
Samtals
111
100.0%
Hlutfall áfengisneyslu
Fjöldi
Prósenta
Lágt hlutfall
47
42.30%
Miðlungs hlutfall
50
45.10%
Hátt hlutfall
14
12.60%
Samtals
111
100%
Hlutfall reykinga
Fjöldi
Prósenta
Lágt hlutfall
30
27.0%
Miðlungs hlutfall
57
51.4%
Hátt hlutfall
24
21.6%
Samtals
111
100%
59
í plús táknar jákvætt samband á milli þeirra (Field, 2009). Pearsons’r stuðull á bilinu 0
til 0,30 telst vera veikt samband, stuðull á bilinu 0,31 til 0,60 telst vera miðlungs
samband og stuðull sem er hærri en 0,60 er sterkt samband (Healey, 2009).
Dreifing skólahverfabreytanna hlutfall íþróttaiðkunar, hlutfall áfengisneyslu og
hlutfall reykinga verða skoðaðar og settar verða fram krosstöflur fyrir tengsl
íþróttaiðkunar við áfengisneyslu og reykingar. Í krosstöflunum verða sýnd tengslin á
milli þess hvort hverfi sem eru með hátt, miðlungs eða lágt hlutfall íþróttaiðkunar
séu líklegri til þess að hafa hátt, miðlungs eða lágt hlutfall áfengisneyslu eða
reykinga. Kí-‐kvaðrat próf verður notað til að kanna hvort það sé marktækt samband í
fyrsta lagi milli hlutfalls íþróttaiðkunar og hlutfalls áfengisneyslu í skólahverfi og í
öðru lagi á milli hlutfalls íþróttaiðkunar og hlutfalls reykinga í skólahverfi.
Að lokum verða skoðaðir hvor í sínu lagi þeir sem æfa íþróttir og þeir sem æfa
ekki íþróttir. Rannsakað verður hvort sambandið á milli íþróttaiðkunar í hverfi og
áfengisneyslu og reykinga unglinga eigi sér aðeins stað meðal þeirra sem æfa íþróttir
eða hvort sambandið sé einnig til staðar meðal þeirra sem æfa ekki íþróttir. Sem
dæmi þá verða bornir saman unglingar sem æfa íþróttir og búa í hverfi sem hefur
hátt íþróttahlutfall og þá unglinga sem æfa ekki íþróttir en búa í sama hverfi. Í þeim
hverfum þar sem hátt hlutfall unglinga stundar íþróttir þá ætti að myndast ákveðinn
félagsauður eða íþróttamenning þar sem jákvæð viðhorf til íþrótta eru ríkjandi og
jafnframt neikvætt viðhorf til áfengisneyslu og reykinga. Með því að skoða
sérstaklega þá unglinga sem eru ekki í íþróttum og bera saman þá sem tilheyra hverfi
með lágt hlutfall íþróttaiðkunar miðað við hátt hlutfall er athugað hvort sambandið
sé einungis tilkomið vegna íþróttanna sem einstaklingarnir stunda eða hvort það
myndist ákveðin félagsleg viðmið og gildi í samfélagi unglinga þar sem margir stunda
íþróttir.
Ungt fólk 2013 – Samanburður
Mælingar
Síðasti hluti rannsóknarinnar er samanburðarrannsókn þar sem einum árgangi er
fylgt eftir og skoðaður á tveimur tímapunktum. Árgangurinn sem varð fyrir valinu er
árgangur unglinga sem fæddir eru árið 1996. Fyrri tímapunkturinn þar sem
unglingarnir eru skoðaðir er vorið 2012 þegar þeir eru að ljúka 10. bekk, þær
60
upplýsingar eru fengnar úr Ungt fólk 2012 gögnunum sem fjallað hefur verið um hér
að ofan. Seinni tímapunkturinn þar sem unglingarnir eru skoðaðir aftur er í október
2013 en þá hafa unglingarnir lokið sínu fyrsta ári í framhaldsskóla og rétt byrjaðir á
því öðru.
Þær breytur sem notaðar eru í þessum hluta eru sömu breytur og voru skoðaðar
ítarlega hjá unglingum í 8. til 10.bekk vorið 2012, eða íþróttaiðkun, áfengisneysla,
reykingar, áfengisneysla vina og reykingar vina. Flestar breyturnar eru mældar á
sama hátt og áður.
Íþróttaiðkun með íþróttafélagi er mæld eins í báðum tímapunktum, en nemendur
eru spurði hversu oft þeir stunda íþróttir með íþróttafélagi. Svarmöguleikarnir voru,
nær aldrei, einu sinni í viku, tvisvar í viku, þrisvar í viku, fjórum til sex sinnum í viku og
svo til á hverjum degi. Líkt og gert var áður voru svarmöguleikarnir kóðaðir í þrjá
hópa og breytan hefur þar með þrjá flokka, þá sem æfa aldrei íþróttir, þá sem æfa
íþróttir einu sinni til þrisvar í viku og þá sem æfa íþróttir fjórum sinnum í viku eða
oftar.
Til að fá enn betri dýpt í upplýsingarnar um áfengisneyslu og reykingar
unglinganna er þeim breytum skipt upp í fjóra flokka í stað tveggja eins og áður. Það
er gert til að greina enn betur á milli þess hverjir eru að drekka eða reykja sjaldan
eða hafa ef til vill kannski bara prófað einu sinni og þess hverjir eru að drekka eða
reykja í einhverju magni. Áfengisneysla er mæld með því að nota spurninguna hve
oft hefur þú orðið drukkin/n um ævina og svarmöguleikarnir við spurningunni voru,
aldrei, 1-‐2 sinnum, 3-‐5 sinnum, 6-‐9 sinnum, 10-‐19 sinnum, 20-‐30 sinnum og 40
sinnum eða oftar. Áfengisneysla verður flokkuð í fjóra flokka, þeir sem hafa aldrei
orðið drukknir, þeir sem hafa orðið drukknir 1-‐5 sinnum, þeir sem hafa orðið
drukknir 6-‐19 sinnum og þeir sem hafa orðið drukknir 20 sinnum eða oftar. Reykingar
eru mældar alveg eins, spurningin er hve oft hefur þú reykt sígarettur um ævina og
svarmöguleikarnir við spurningunni voru, aldrei, 1-‐2 sinnum, 3-‐5 sinnum, 6-‐9 sinnum,
10-‐19 sinnum, 20-‐30 sinnum og 40 sinnum eða oftar. Reykingar eru flokkaðar í fjóra
flokka, þá sem hafa aldrei reykt, þá sem hafa reykt 1-‐5 sinnum, þá sem hafa reykt 6-‐
19 sinnum og þá sem hafa reykt 20 sinnum eða oftar.
Áfengisneysla og reykingar vina eru mældar eins á báðum tímapunktum.
Spurningarnar eru hversu margir af vinum þínum telur þú að drekki áfengi og hversu
61
margir af vinum þínum telur þú að reyki sígarettur. Breyturnar eru báðar kóðaðar í
þrjá flokka, þá sem eiga enga vini, þá sem eiga fá eða nokkra vini og þá sem segjast
eiga marga eða að nær allir vinir þeirra drekki áfengi eða reyki sígarettur.
Úrvinnsla gagna
Þróun íþróttaiðkunar, áfengisneyslu, reykinga ásamt áfengisneyslu og reykinga vina
er skoðuð með einföldum stöplaritum sem sýna muninn á gildum unglinganna árið
2012 og 2013. Gerður er samanburður á tíðni ofangreindra breyta og skoðað hvernig
tíðnin var 2012 og hvernig þróunin hefur orðið til 2013. Sem dæmi má nefna að sýnd
eru hlutföll þeirra sem stunduðu íþróttir árið 2012 og þeirra sem stunduðu ennþá
íþróttir 2013.
Að miklu leytinu til eiga þetta að vera sömu unglingarnir sem svara báðum
könnunum. Árið 2012 voru 3670 nemendur í 10.bekk, fæddir 1996, sem svöruðu
könnuninni en árið 2013 voru það 2698 nemendur fæddir árið 1996 sem svöruðu
könnuninni. Því er ljóst að eitthvað brottfall hefur orðið sem líklega er tilkomið vegna
tveggja ástæðna, í fyrsta lagi var svarhlutfall lægra í framhaldsskólakönnuninni ásamt
því að ekki allir sem voru í 10.bekk 2012 fóru í framhaldsskóla. Engu að síður eru
þetta að megninu til sömu unglingarnir og gefa niðurstöðurnar því skýra mynd af
þróun mála hjá þessum árgangi á þessu eina og hálfa ári sem líður á milli kannana.
62
Niðurstöður
Lýsandi niðurstöður
Í töflu fjögur má sjá lýsandi tölfræði fyrir allar þær breytur sem notaðar eru í
rannsókninni. Taflan sýnir gild svör, meðaltal, staðalfrávik, lægsta gildi og hæsta gildi
fyrir hverja breytu. Búið er að kóða allar breyturnar sem tvíkostabreytur. Tvíkosta
breytur eru breytur þar sem þátttakendur eru flokkaðir í tvo hópa og fær einn
hópurinn gildið núll og hinn hópurinn gildið einn.
Tafla 4. Lýsandi niðurstöður fyrir allar breytur.
Meðaltöl fyrir tvíkosta breytur eru ekki túlkuð eins og venja ber til heldur segja
meðaltölin til um hlutfall þeirra sem er í hópnum sem hefur gildið einn (Gujarati og
Porter, 2003). Sem dæmi má nefna að 23% unglinganna æfir íþróttir með
íþróttafélagi einu sinni til þrisvar í viku og 40% unglinganna æfir fjórum sinnum í viku
eða oftar. Einnig má sjá að kynjahlutfallið er hnífjafnt eða 50% stelpur og 50%
strákar. Staðalfrávik fyrir tvíkosta breytur veita afar litlar viðbótar upplýsingar um
dreifingu breytanna þar sem þetta eru eingöngu breytur með tvo flokka og
Breytur
Gild
svör Meðaltal Staðalfrávik
Lægsta
gildi
Hæsta
gildi
Íþróttaiðkun með íþróttafélagi 1-‐3 í viku
10488
0.23
0.42
0
1
Íþróttaiðkun með íþróttafélagi 4 í viku eða oftar
10488
0.40
0.49
0
1
Kyn -‐ Stelpur
10820
0.50
0.50
0
1
Bekkur -‐ 9. bekkur
10888
0.33
0.47
0
1
Bekkur -‐ 10. bekkur
10888
0.34
0.47
0
1
Reykingar -‐ Hefur reykt sígarettur
10670
0.14
0.35
0
1
Áfengisneysla -‐ Hefur orðið drukkin/n
10666
0.12
0.32
0
1
Áfengisneysla vina -‐ Fáir/Nokkrir vinir drekka áfengi
10594
0.38
0.49
0
1
Áfengisneysla vina -‐ Flestir/Allir vinir drekka áfengi
10594
0.05
0.22
0
1
Reykingar vina -‐ Fáir/Nokkrir vinir reykja sígarettur
10604
0.29
0.45
0
1
Reykingar vina -‐ Flestir/Allir vinir reykja sígarettur
10604
0.03
0.15
0
1
63
hlutfallsleg dreifing í hópana fæst með því að vita meðaltalið (Gujarati og Porter,
2003).
Í töflu fimm má sjá tengslin á milli áfengisneyslu og reykinga unglinganna og þess
hvort þeir stundi íþróttir með íþróttafélagi eða ekki og þá hversu oft þeir stunda
íþróttir. Áfengisneysla og reykingar eru flokkuð eftir því hvort unglingarnir hafi orðið
drukknir um ævina og hvort þeir hafi einhverntíman reykt sígarettur um ævina.
Breyturnar hafa verið kóðaðar sem tvíkosta breytur þar sem svör unglinganna eru
sett í tvo flokka. Þá sem aldrei hafa orðið drukknir eða reykt og þá sem hafa gert það
í eitt eða fleiri skipti.
Tafla 5. Krosstafla fyrir tengsl áfengisneyslu og reykinga við íþróttaiðkun með
íþróttafélagi.
Stundar íþróttir með íþróttafélagi
Aldrei
1-‐3 sinnum í viku 4 sinnum í viku eða oftar
Áfengisneysla
Hefur aldrei orðið drukkin/n
3182 (82.4%)
2142 (89.8%)
3885 (93.2%)
Hefur orðið drukkin/n 1 sinni eða oftar
678 (17.6%)
244 (10.2%)
283 (6.8%)
Samtals
3860 (100%)
2386 (100%)
4168 (100%)
Reykingar
Hefur aldrei reykt
3032 (78.7%)
2061 (86.5%)
3859 (92.5%)
Hefur reykt 1 sinni eða oftar
820 (21.3%)
321 (13.5%)
315 (7.5%)
Samtals
3852 (100%)
2382 (100%)
4174 (100%)
Þegar hlutföll áfengisneyslu og reykinga eru skoðuð eftir því hvort unglingar stunda
íþróttir með íþróttafélagi eða ekki kemur greinilega í ljós að undantekningarlaust er
mun lægra hlutfall sem stundar íþróttir með íþróttafélagi sem hafa neytt áfengis eða
reykt sígarettur í samanburði við þá sem ekki stunda íþróttir með íþróttafélagi. Með
öðrum orðum þá má sjá að hlutfallslega færri unglingar sem stunda íþróttir hafa
neytt áfengis eða reykt sígarettur heldur en þeir unglingar sem stunda ekki íþróttir.
Einnig sést greinilegur stigsmunur á milli þeirra unglinga sem stunda íþróttir einu
sinni til þrisvar í viku og þeirra sem stunda íþróttir fjórum sinnum í viku eða oftar.
64
Þeir sem stunda íþróttir einu sinni til þrisvar í viku hafa hærra hlutfall af þeim sem
hafa aldrei orðið drukkin eða reykt sígarettur í samanburði við þá sem æfa aldrei
íþróttir. Þeir sem stunda íþróttir fjórum sinnum í viku eða oftar hafa síðan enn hærra
hlutfall af þeim sem aldrei hafa drukkið heldur en þeir sem æfa einu sinni til þrisvar
sinnum í viku.
Sem dæmi má nefna að 7,5% unglinga sem æfa íþróttir fjórum sinnum í viku eða
oftar hafa einhverntíman orðið drukkin í samanburði við 10,2% þeirra sem æfa einu
sinni til þrisvar og 17,6% unglinga sem ekki eru í íþróttum. Sömu sögu er að segja um
reykingar, af þeim sem æfa ekki íþróttir eru 21,3% sem hafa prófað að reykja
sígarettur. Þeir sem æfa íþróttir hafa mun lægra hlutfall sem hefur prófað að reykja,
hjá þeim sem æfa einu sinni til þrisvar eru 13,5% sem hafa prófað að reykja og hjá
þeim sem æfa fjórum sinnum eða oftar eru aðeins 7,5% sem hafa prófað að reykja.
Þessi munur sem hér hefur verið greint frá er marktækur munur miðað við
niðurstöður Kí-‐kvaðrat prófsins. Með öðrum orðum er marktækur munur á því hvort
unglingar neyti áfengis eða noti tóbak eftir því hvort þeir stundi íþróttir með
íþróttafélagi eða ekki. Þeir sem stunda íþróttir með íþróttafélagi neyta síður áfengis
og reykja síður sígarettur heldur en þeir sem ekki stunda íþróttir með íþróttafélagi.
Einnig er til staðar ákveðinn stigsmunur eftir því hversu oft unglingarnir æfa íþróttir,
þeir sem æfa fjórum sinnum í viku eða oftar eru ólíklegri til þess að hafa neytt
áfengis eða reykt sígarettur heldur en þeir sem æfa einu sinni til þrisvar sinnum í
viku.
Þeir sem æfa íþróttir með íþróttafélagi eiga oft marga vini innan íþróttana. Þeir
sem stunda saman íþróttir oft í viku og tilheyra sama liðinu tengjast oft vinaböndum
og mynda með sér sameiginleg viðhorf og gildi. Vegna þessa ættu unglingar í
íþróttum síður að eiga vini sem drekka áfengi og reykja sígarettur. Tafla sex sýnir
sambandið á milli þess að æfa íþróttir með íþróttafélagi og þess hvort unglingarnir
eigi vini sem drekki áfengi eða reyki sígarettur.
|