-‐ Þeir unglingar sem stunda íþróttir með íþróttafélagi eru ólíklegri til þess að
neyta áfengis og reykja sígarettur.
-‐ Þeir unglingar sem eiga vini sem neyta áfengis eða reykja sígarettur eru
líklegri til þess að neyta áfengis eða reykja sígarettur sjálfir.
-‐ Íþróttaiðkun með íþróttafélagi hefur áhrif á sambandið á milli áfengisneyslu
og reykinga vina og áfengisneyslu og reykinga unglinga.
-‐ Strákar eru líklegri en stelpur til að neyta áfengis og reykja sígarettur.
-‐ Því eldri sem unglingarnir eru því líklegri eru þeir til að neyta áfengis og reykja
sígarettur.
-‐ Í þeim skólahverfum sem hafa hátt hlutfall unglinga sem stunda íþróttir með
íþróttafélagi kemur fram lágt hlutfall bæði áfengisneyslu og reykinga.
-‐ Þeir unglingar sem æfa ekki íþróttir en tilheyra skólahverfi þar sem er hátt
hlutfall unglinga sem æfir íþróttir eru ólíklegri til að neyta áfengis og reykja
sígarettur en þeir unglingar sem æfa ekki íþróttir en tilheyra skólahverfi þar
sem er lágt hlutfall unglinga sem æfir íþróttir.
46
-‐ Þegar unglingar byrja í framhaldsskóla þá eru þeir líklegir til að hætta í
íþróttum.
-‐ Þegar unglingar byrja í framhaldsskóla þá eru þeir líklegir til að byrja að neyta
áfengis og prófa að reykja sígarettur.
Reynt verður eftir besta móti að sannreyna ofangreindar tilgátur með því að
rannsaka ítarlega tengsl íþróttaiðkunar við áfengisneyslu og reykingar unglinga á
einstaklingsstigi sem og hverfastigi.
47
Aðferð
Gögn rannsóknar
Rannsókn þessi byggist á megindlegri aðferðafræði þar sem unnið er með stór
gagnasöfn úr tveimur þýðisrannsóknum. Til þess að fá sem ítarlegastar og
fjölbreyttastar niðurstöður er notast við nokkrar tegundir af ólíkum gögnum. Unnið
er með fyrirliggjandi gögn úr spurningalistakönnunum frá Rannsóknum og greiningu
þar sem greind verða svör unglinga í efstu bekkjum grunnskóla ásamt því að einum
árgang verður fylgt eftir og rannsakaður í lok 10. bekkjar og síðan einu og hálfu ári
síðar við upphaf annars árs í framhaldsskóla. Gögnin eru greind bæði á
einstaklingsstigi og hverfastigi þar sem skoðuð verða hlutföll ákveðinna þátta innan
ólíkra skólahverfa. Úrvinnsla gagna fór fram í tölfræðiforritinu SPSS og myndir og
töflur voru unnar í Excel.
Framkvæmd rannsóknar
Ungt fólk spurningalistakannanir
Frá árinu 1992 hefur markvisst verið unnið að rannsóknum meðal barna og unglinga
með það að leiðarljósi að kanna ítarlega hagi, líðan og lífshætti unglinga í efstu
bekkjum grunnskóla og framhaldsskóla. Rannsóknir og greining hafa frá árinu 1998
staðið að þessum rannsóknum í samstarfi við Mennta-‐ og menningarmálaráðuneytið.
Mikil áhersla er lögð á að nýta rannsóknirnar í þekkingarsköpun þar sem fer fram
kerfisbundin greining á upplýsingum um hagi og líðan unglinga. Þannig geta þeir
fjölmörgu aðilar sem koma að mennta-‐ íþrótta-‐ og æskulýðsmálum ungmenna nýtt
sér niðurstöður rannsóknanna í starfi sínu (Álfgeir Logi Kristjánsson, o.fl. 2012).
Í þessari rannsókn er unnið með tvær spurningalistakannanir, sú fyrri er Ungt fólk
rannsókn frá árinu 2012 sem rannsakar nemendur í 8. 9. og 10. bekk í grunnskóla og
sú síðari er Ungt fólk rannsókn sem tekur til nemenda í framhaldsskóla frá árinu
2013. Ofangreindum könnunum var ætlað að rannsaka ítarlega hagi og lífshætti
unglinga og voru þeir því spurðir spurninga sem snúa að félags-‐ tómstunda-‐ og
íþróttastarfi, heilsu og líðan ásamt viðhorfi til náms og skólastarfs, tengslum við
foreldra og vini ásamt vímuefnaneyslu svo dæmi séu tekin.
48
Mun ítarlegar er unnið með könnunina fyrir grunnskólanemendur frá árinu 2012,
en þar er unnið með gögnin í heild sinni á einstaklings stigi þar sem unglingarnir og
einkenni þeirra eru skoðuð en einnig er unnið með gögnin á skólahverfa stigi þar sem
unnið er með einkenni úr hverju skólahverfi fyrir sig. Könnunin fyrir
framhaldsskólanemendur frá árinu 2013 er notuð til þess að fylgja eftir einum
árgangi úr grunnskóla og yfir í framhaldsskóla. Sá árgangur sem varð fyrir valinu er
árgangur þeirra unglinga sem eru fæddir árið 1996 þar sem þeir voru í 10. bekk árið
2012 og hafa svo lokið við fyrsta ár í framhaldsskóla þegar þeir taka
framhaldsskólakönnunina árið 2013.
Ungt fólk 2012
Framkvæmd rannsóknarinnar fór þannig fram að í febrúar árið 2012 var
spurningalistum dreift á alla grunnskóla landsins sem hafa starfandi unglingadeild.
Könnunin var lögð fyrir alla nemendur í 8. 9. og 10. bekk sem voru mættir í skólann
þann dag sem könnunin fór fram. Kennarar í hverjum skóla sáu um að leggja
könnunina fyrir. Könnunin var nafnlaus og svörin þar með órekjanleg til einstaklinga.
Nemendur áttu að svara spurningalistanum eftir bestu getu og fengu til þess tvær
kennslustundir í skólanum. Spurningalistinn var 32 síðna langur og innihélt samtals
89 spurningar en hluti þeirra var í nokkrum liðum (Álfgeir Logi Kristjánsson, o.fl.
2012).
Þátttakendur í könnuninni voru samtals 11.222 en eftir að þeim sem svarað höfðu
minnihluta spurninganna var eytt út stóðu eftir 10.992 unglingar. Mjög jöfn dreifing
var eftir bekkjardeildum en 3621 gild svör fengust úr 8.bekk, 3597 úr 9.bekk og 3670
úr 10.bekk ásamt því að 104 nemendur tilgreindu ekki bekk sinn. Kynjahlutfall var
einnig jafnt en gild svör fengust frá 5394 strákum og 5426 stelpum og 104 unglingar
að auki tilgreindu ekki kyn sitt. Heildarsvarhlutfall í könnuninni var 86% (Álfgeir Logi
Kristjánsson, o.fl. 2012).
Ungt fólk 2013
Framkvæmd rannsóknarinnar fór þannig fram að í október árið 2013 voru
spurningalistar lagðir fyrir nemendur í öllum framhaldsskólum á Íslandi. Þeir
dagskólanemendur sem mættir voru í kennslustund á þeim tíma sem könnunin var
lögð fyrir svöruðu henni. Kennarar í viðkomandi skóla sáu um að leggja könnunina
49
fyrir nemendur. Könnunin var nafnlaus og svörin því órekjanleg til þátttakenda.
Spurningalistinn var 35 blaðsíður að lengd og innihélt 95 spurningar en hluti þeirra
var í nokkrum liðum (Hrefna Pálsdóttir, Margrét Lilja Guðmundsdóttir, Jón Sigfússon,
Inga Dóra Sigfúsdóttir, Álfgeir Logi Kristjánsson og Ingibjörg Eva Þórisdóttir, 2014).
Þátttakendur í könnuninni voru samtals 11.116 nemendur sem stunda
dagskólanám í framhaldsskóla. Eftir að þeim sem höfðu svarað minnihluta
spurninganna á listanum var eytt út stóðu eftir gild svör frá 10.892
framhaldsskólanemum. Kynjahlutfall var nokkuð jafnt en svör fengust frá 5394
strákum og 5590 stelpum ásamt því að 132 gáfu ekki upp upplýsingar um kyn sitt.
Þátttakendur í könnuninni voru á fæddir á bilinu 1990 til 1998 en einungis er notast
við árgang fæddan 1996 í þessari rannsókn en 2698 unglingar fæddir það ár tóku
könnunina. Heildarsvarhlutfall var 75,5% (Hrefna Pálsdóttir o.fl. 2014).
Mikilvægt er að hafa í huga að ekki allir unglingar stunda nám í framhaldsskóla.
Þeir unglingar sem ekki eru í framhaldsskóla gætu verið öðruvísi heldur en þeir sem
eru í framhaldsskóla. Rannsóknir hafa sýnt að þeir unglingar á framhaldsskóla aldri
sem ekki eru í framhaldsskóla eru ólíklegri til þess að taka þátt í skipulögðu
íþróttastarfi eða öðru skipulögðu tómstundastarfi heldur en þeir unglingar sem eru í
framhaldsskóla og jafnframt líklegri heldur en þeir sem eru í framhaldsskóla til þess
að reykja sígarettur og hafa orðið drukkin (Svandís Nína Jónsdóttir, Stefán Hrafn
Jónsson, Inga Dóra Sigfúsdóttir, Hera Hallbera Björnsdóttir og Bryndís Björk
Ásgeirsdóttir, 2003). Út frá þessu má leiða líkur að því að tölur
framhaldsskólanemenda gætu ofmetið íþróttaiðkun og vanmetið áfengisneyslu og
reykingar hjá þessum árgangi þar sem hluti árgangsins er ekki í framhaldsskóla.
Þýðisrannsóknir
Rannsóknirnar Ungt fólk hafa þá einstöku sérstöðu að vera þýðisrannsóknir.
Þýðisrannsóknir eru rannsóknir þar sem ekki er notast við úrtak úr þýðinu til þess að
rannsaka heldur er allt þýðið rannsakað í heild sinni. Reynt er að ná til allra
einstaklinga sem tilheyra þýðinu (Szklo, 1998).
Rannsóknirnar Ungt fólk byggja því ekki á hefðbundnum úrtökum úr þýði
grunnskólanemenda eða framhaldsskólanemenda, heldur er reynt eftir fremsta
megni að leggja spurningalistann fyrir eins marga nemendur úr þýðinu og mögulegt
50
er. Spurningalistarnir eru því lagðir fyrir alla unglinga, sem tilheyra því þýði sem á að
rannsaka, sem mættir eru í skólann þann dag sem könnunin er lögð fyrir. Þetta gerir
það að verkum að mikill meirihluti þýðisins svarar könnuninni og eru niðurstöðurnar
því mjög áreiðanlegar (Álfgeir Logi Kristjánsson, o.fl. 2012).
Í megindlegri aðferðafræði er gjarnan notuð ályktunartölfræði þar sem notaðar
eru niðurstöður úr úrtaki til þess að spá fyrir um raunverulegt gildi í þýðinu. Til þess
að nota niðurstöður úr úrtaki til að spá fyrir um þýðið eru notuð svokölluð tilgátupróf
eða öðru nafni marktektarpróf. Tilgangur marktektarprófa er að tilgreina hvort
niðurstaðan sem fékkst í úrtakinu sem notað var í rannsókninni endurspegli þýðið
sem verið er að rannsaka (Healey, 2009).
Þar sem Ungt fólk rannsóknirnar eru þýðisrannsóknir og mjög stór hluti þýðisins
þátttakendur í rannsókninni. Engu að síður er mikilvægt að notast við marktektarpróf
vegna þess að horfa má á þetta þannig að þetta þýði sé úrtak allra mögulegra þýða.
Unnið er með nokkra árganga í einu og þeir eru þá fulltrúar unglinga á þessum aldri
óháð tíma og rúmi. Þess vegna verða framkvæmd og túlkuð marktektarpróf í allri
tölfræðilegri greiningu í rannsókninni.
Ungt fólk 2012 – Einstaklingsgögn
Mælingar
Í upphafi eru rannsakaðir allir þeir unglingar á landinu sem voru í 8. til 10. bekk vorið
2012. Hér að neðan verður farið ítarlega yfir þær breytur sem unnið er með í þessum
hluta rannsóknarinnar. Þær breytur sem notaðar verða eru íþróttaiðkun, reykingar,
áfengisneysla, áfengisneysla vina, reykingar vina, kyn og bekkur.
Skipulögð íþróttaiðkun er sú íþróttaiðkun sem stunduð er á vegum íþróttafélaga. Í
þessari rannsókn er verið að rannsaka skipulagða íþróttaiðkun og er hún þar með
skilgreind sem íþróttaiðkun innan íþróttafélaga. Til þess að mæla íþróttaiðkun er
notast við eina spurningu þar sem nemendur voru spurðir hversu oft þeir stunduðu
íþróttir með íþróttafélagi. Svarmöguleikarnir voru, nær aldrei, einu sinni í viku,
tvisvar í viku, þrisvar í viku, fjórum til sex sinnum í viku og svo til á hverjum degi. Til
einföldunar voru svarmöguleikarnir kóðaðir í þrjá hópa og breytan hefur þar með
þrjá flokka, þá sem æfa aldrei íþróttir, þá sem æfa íþróttir einu sinni til þrisvar í viku
og þá sem æfa íþróttir fjórum sinnum í viku eða oftar. Þegar unnið er með breytuna
51
íþróttaiðkun í aðhvarfsgreiningu er nauðsynlegt að kóða hana sem tvíkostabreytu
vegna þess að breytan er flokkabreyta en ekki magnbreyta. Búnar eru til tvær
breytur, ein breytan eru þeir sem æfa íþróttir einu sinni til þrisvar í viku og hin eru
þeir sem æfa íþróttir fjórum sinnum í viku eða oftar. Þeir sem æfa aldrei íþróttir með
íþróttafélagi eru samanburðarhópurinn og fá gildið núll á báðum breytunum.
Í töflu eitt má sjá að flestir unglinganna æfa íþróttir með íþróttafélagi fjórum
sinnum í viku eða oftar en einnig er stór hluti sem æfir aldrei íþróttir með
íþróttafélagi og fæstir æfa einu sinni til þrisvar sinnum í viku.
Til þess að mæla áfengisneyslu unglinganna verður notuð spurningin hve oft hefur
þú orðið drukkin/n um ævina? Svarmöguleikarnir við spurningunni voru, aldrei, 1-‐2
sinnum, 3-‐5 sinnum, 6-‐9 sinnum, 10-‐19 sinnum, 20-‐30 sinnum og 40 sinnum eða
oftar. Áfengisneysla unglinga verður kóðuð sem tvíkosta breyta og unglingarnir verða
því flokkaðir í tvo hópa, þá sem hafa aldrei orðið drukknir og þá sem hafa orðið
drukknir einu sinni eða oftar um ævina. Þeir sem hafa aldrei orðið drukknir eru
samanburðarhópurinn og fá gildið núll á mælingunni en þeir sem hafa orðið drukknir
fá gildið einn á mælingunni. Ástæðan fyrir því að þessi mæling varð fyrir valinu er sú
að með því að nota mælingu á því hvort unglingarnir hafi orðið drukknir í staðinn
fyrir að nota mælingu sem mælir hvort unglingar hafi smakkað áfengi þá er verið að
sigta betur frá þá sem eru virkilega að neyta áfengis í einhverju mæli. Þeir sem hafa
smakkað sopa af áfengi eða til dæmis fengið einn drykk hjá vinum falla því í hópinn
aldrei orðið drukknir. Í töflu eitt má sjá hvernig breytan áfengisneysla unglinga
dreifist en aðeins 11,4% unglinga í 8. til 10. bekk vorið 2012 hafa orðið drukknir um
ævina sem er mjög lágt hlutfall ef litið er til baka á þróun áfengisneyslu unglinga
hérlendis.
52
Tafla 1. Tíðnitafla fyrir íþróttaiðkun, áfengisneyslu og reykingar unglinga í 8.-‐10.
bekk.
Íþróttaiðkun með íþróttafélagi
Fjöldi
Prósenta
Aldrei
3887
35.4%
1-‐3 sinnum í viku
2402
21.9%
4 sinnum í viku eða oftar
4199
38.2%
Samtals
10488
95.4%
Gild svör
10488
95.4%
Ógild svör
504
4.6%
Samtals
10992
100%
Áfengisneysla
Fjöldi
Prósenta
Aldrei
9414
85.5%
Einu sinni eða oftar
1252
11.5%
Samtals
10666
97%
Gild svör
10666
97%
Ógild svör
326
3%
Samtals
10992
100%
Reykingar
Fjöldi
Prósenta
Aldrei
9154
83.3%
Einu sinni eða oftar
1516
13.8%
Samtals
10670
97.1%
Gild svör
10670
97.1%
Ógild svör
322
2.9%
Samtals
10992
100%
53
Til að mæla reykingar unglinganna er notuð ein spurning sem spyr hversu oft
hefur þú reykt sígarettur um ævina. Svarmöguleikarnir við spurningunni eru, aldrei,
1-‐2 sinnum, 3-‐5 sinnum, 6-‐9 sinnum, 10-‐19 sinnum, 20-‐39 sinnum og 40 sinnum eða
oftar. Breytan reykingar unglinga verður líkt og áfengisneysla unglinga kóðuð sem
tvíkosta breyta. Unglingarnir verða flokkaðir í tvo hópa eftir því hvort þeir hafi prófað
að reykja sígarettur eða ekki. Þeir sem hafa aldrei reykt sígarettur eru
samanburðarhópurinn og fá gildið núll á mælingunni og þeir sem hafa einhverntíman
reykt sígarettur um ævina fá gildið einn á mælingunni. Í töflu eitt má sjá dreifingu
breytunnar reykingar unglinga og þar sést að 13,8% unglinga í 8. til 10. bekk hafa
prófað að reykja sígarettur um ævina.
Einnig eru rannsökuð áhrif áfengisneyslu og reykinga vina á áfengisneyslu og
reykingar hjá unglingum. Breyturnar áfengisneysla vina og reykingar vina eru mældar
á sambærilegan hátt. Spurningarnar sem notaðar eru til þess að mæla áfengisneyslu
og reykingar vina eru tvær, í fyrsta lagi er spurt hversu margir af vinum þínum telur
þú að drekki áfengi, og í öðru lagi er spurt hversu margir af vinum þínum telur þú að
reyki sígarettur. Sömu svarmöguleikar voru við báðum spurningunum, þeir voru
engir, fáir, nokkrir, flestir og nær allir. Til einföldunar voru báðar breyturnar kóðaðar
í þrjá flokka. Áfengisneysla vina er því flokkuð í þrjá flokka, þá sem eiga enga vini sem
drekka áfengi, þá sem eiga fáa eða nokkra vini sem drekka áfengi og þá sem segja að
margir eða nær allir vinir þeirra drekka áfengi. Reykingar vina er einnig kóðuð í þrjá
flokka, þá sem eiga enga vini sem reykja sígarettur, þá sem eiga fáa eða nokkra vini
sem reykja sígarettur og þá sem segja að margir eða nær allir vinir þeirra reyki
sígarettur.
Í töflu tvö má sjá dreifingu breytanna áfengisneysla og reykingar vina, þar má sjá
að dreifingin er nokkuð ójöfn. Meirihluti unglinganna segist ekki eiga neina vini sem
drekka áfengi eða reykja sígarettur en 54,6% segjast ekki eiga neina vini sem drekka
áfengi og 66,6% segjast ekki eiga neina vini sem reykja sígarettur.
Vegna þess hve lágt hlutfall unglinganna sjálfra hafa orðið drukkin eða reykt
sígarettur þá er það eðlilegt að stærstur hluti unglinganna eigi því ekki neina vini sem
drekki áfengi eða reyki sígarettur. Nokkuð stór hópur segist eiga fáa eða nokkra vini
sem drekka áfengi eða reykja sígarettur og áberandi fæstir unglingar eru í hópi þeirra
54
sem segja að flestir eða nær allir vinir þeirra drekki áfengi eða reyki sígarettur. Fleiri
segjast eiga vini sem drekki áfengi heldur en sem reyki sígarettur.
Tafla 2. Tíðnitafla fyrir áfengisneyslu og reykingar vina
Einnig er unnið með tvær bakgrunnsbreytur en þær eru kyn og bekkur. Aðallega
er unnið með breyturnar sem stjórnbreytur þar sem stjórnað verður fyrir áhrifum
kyns og bekkjar í tvíkosta aðhvarfsgreiningunni og þar með skoðaður kynjamunur og
munur eftir bekkjardeildum í unglingadeild. Forspárlíkindi verða einnig reiknuð eftir
kyni og bekk. Kynjahlutfall er hnífjafnt eða um 50% stelpur og 50% strákar. Skipting
eftir bekkjardeildum er einnig mjög jöfn eða rétt rúmlega 33% í hverjum árgangi.
Áfengisneysla vina
Fjöldi
Prósenta
Engir
5998
54.6%
Fáir/Nokkrir
4052
36.9%
Flestir/Nær allir
544
4.9%
Samtals
10594
96.4%
Gild svör
10594
96.4%
Ógild svör
398
3.6%
Samtals
10992
100.0%
Reykingar vina
Fjöldi
Prósenta
Engir
7322
66.6%
Fáir/Nokkrir
3021
27.5%
Flestir/Nær allir
261
2.4%
Samtals
10604
96.5%
Gild svör
10604
96.5%
Ógild svör
388
3.5%
Samtals
10992
100.0%
|